Federer fór létt með Blake 19. nóvember 2006 13:30 Það fór vel á með þeim Federer og Blake eftir úrslitin sem lauk nú í hádeginu. Getty Images Roger Federer frá Sviss bætti enn einum titlinum í safn sitt nú í hádeginu þegar hann sigraði Bandaríkjamanninn James Blake í úrslitum Meistaramótsins í Shanghai. Federer hafði mikla yfirburði og sigraði í þremur lotum, 6-0, 6-3 og 6-4. Þetta var tólfti titill Federer á tímabilinu og hans 16 úrslitaleikur en alls hefur hann tekið þátt í 17 mótum á tímabilinu. Hann hefur því aðeins einu sinni mistekist að komast í úrslit þeirra móta sem hann hefur tekið þátt í á tímabilinu. Federer er af mörgum talinn besti tennisspilari sem uppi hefur verið. "Þetta er hinn fullkomni endir á ótrúlegu tímabili," sagði Federer eftir að sigurinn var í höfn en sigurlaunin voru rúmlega 100 milljónir króna. "Ég held að ég hefði ekki getað náð betri árangri í ár," bætti hann við. Federer hefur verið á toppi heimslistans frá því í febrúar 2004, í alls 143 vikur. Honum vantar aðeins nokkrar vikur í að ná meti Jimmy Connors, sem á sínum tíma sat í 160 vikur í röð í toppsætinu. Nánast öruggt er að Federer slær það met. "Ef ég næ því yrði það einn mesti sigur minn á ferlinum. Ég bíð eftir deginum sem ég næ meti Connor en ég bíð rólegur þangað til," sagði Federer. Blake hafði varla lýsingarorð eftir úrslitaviðureignina til að segja frá yfirburðum Federer. "Hann er of góður, hinn fullkomni spilari. Það er líka ótrúlegt hvað hann spilar vel í úrslitaleikjum. Ég átti aldrei möguleika," sagði Blake auðmjúkur. Erlendar Íþróttir Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Sjá meira
Roger Federer frá Sviss bætti enn einum titlinum í safn sitt nú í hádeginu þegar hann sigraði Bandaríkjamanninn James Blake í úrslitum Meistaramótsins í Shanghai. Federer hafði mikla yfirburði og sigraði í þremur lotum, 6-0, 6-3 og 6-4. Þetta var tólfti titill Federer á tímabilinu og hans 16 úrslitaleikur en alls hefur hann tekið þátt í 17 mótum á tímabilinu. Hann hefur því aðeins einu sinni mistekist að komast í úrslit þeirra móta sem hann hefur tekið þátt í á tímabilinu. Federer er af mörgum talinn besti tennisspilari sem uppi hefur verið. "Þetta er hinn fullkomni endir á ótrúlegu tímabili," sagði Federer eftir að sigurinn var í höfn en sigurlaunin voru rúmlega 100 milljónir króna. "Ég held að ég hefði ekki getað náð betri árangri í ár," bætti hann við. Federer hefur verið á toppi heimslistans frá því í febrúar 2004, í alls 143 vikur. Honum vantar aðeins nokkrar vikur í að ná meti Jimmy Connors, sem á sínum tíma sat í 160 vikur í röð í toppsætinu. Nánast öruggt er að Federer slær það met. "Ef ég næ því yrði það einn mesti sigur minn á ferlinum. Ég bíð eftir deginum sem ég næ meti Connor en ég bíð rólegur þangað til," sagði Federer. Blake hafði varla lýsingarorð eftir úrslitaviðureignina til að segja frá yfirburðum Federer. "Hann er of góður, hinn fullkomni spilari. Það er líka ótrúlegt hvað hann spilar vel í úrslitaleikjum. Ég átti aldrei möguleika," sagði Blake auðmjúkur.
Erlendar Íþróttir Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Sjá meira