Dallas enn án sigurs 7. nóvember 2006 14:35 Avery Johnson og Don Nelson voru áður samstarfsfélagar hjá Dallas, en í nótt stýrði gamli refurinn Nelson liði sínu til sigurs á Dallas eftir að Johnson var vikið af velli fyrir að láta dómara heyra það NordicPhotos/GettyImages Lið Dallas Mavericks tapaði í nótt sínum þriðja leik í röð á tímabilinu þegar liðið fékk fyrrum þjálfara sinn Don Nelson og lærisveina hans í Golden State í heimsókn. Utah Jazz skellti Detroit og hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína. Don Nelson fékk hlýjar móttökur þegar hann sneri aftur til Dallas í nótt en hann er nú þjálfari Golden State. Fyrir leikinn var fáni til marks um að Dallas vann Vesturdeildina hengdur upp í rjáfur, en það skilaði litlu og Don Nelson og félagar hrósuðu sigri 107-104. Mikill hiti var í mönnum í leiknum og var þeim Jason Terry og Avery Johnson þjálfara Dallas vísað af velli. Golden State skoraði ekki körfu síðustu mínúturnar í leiknum en hafði náð góðri forystu fram að því og náði að hanga á sigri. Nelson stendur í málaferlum gegn Mark Cuban eiganda Dallas og segir félagið skulda sér 6 milljónir dollara. Það breytti því þó ekki að Cuban klappaði kurteisislega fyrir Nelson þegar hann var kynntur fyrir leikinn í gær. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst fyrir Dallas í gær en Baron Davis skoraði 26 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Golden State. Josh Howard hjá Dallas sneri sig á ökkla í öðrum leikhluta og gat ekki spilað meira fyrir heimamenn. Utah vann fjórða leikinn í röð með því að skella Detroit á heimavelli 103-101. Mehmet Okur skoraði 23 stig, hirti 10 fráköst og varði sniðskot frá Rip Hamilton á lokasekúndunni sem hefði geta jafnað leikinn. Carlos Boozer skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst hjá Utah, en hann var í gær útnefndur leikmaður vikunnar í Vesturdeildinni. Rasheed Wallace var atkvæðamestur í liði Detroit með 25 stig og 12 fráköst, en hann fékk þar að auki sína fjórðu tæknivillu í fjórum leikjum. Orlando lagði Washington á heimavelli 106-103, þar sem varamaðurinn Carlos Arroyo fór á kostum annan leikinn í röð fyrir Orlando og skoraði 23 stig en Antawn Jamison skoraði 29 stig fyrir Washington, sem leiddi lengst af í leiknum. San Antonio lagði New York á útivelli 105-93. Tony Parker skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir San Antonio en Stephon Marbury skoraði 18 stig fyrir New York sem hefur tapað þremur leikjum í röð eftir sigur í fyrsta leik. Chicago burstaði Milwaukee 110-85 í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Heimamenn voru í miklu stuði í United Center eftir tvö töp í röð og fór Ben Gordon fyrir Chicago með 37 stigum og 9 stoðsendingum, sem allar komu reyndar í fyrri hálfleik. Luol Deng skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst og Andres Nocioni skoraði 17 stig fyrir Chicago. Michael Redd skoraði 30 stig fyrir Milwaukee og Charlie Villanueva skoraði 17 stig og hirti 13 fráköst fyrir Milwaukee. Sacramento lagði Minnesota 93-81 þó liðið væri án Brad Miller sem verður frá í nokkrar vikur vegna meiðsla. Ron Artest var stigahæstur í liði Sacramento með 22 stig, en Mike James setti 23 stig fyrir Minnesota. Loks vann lið LA Clippers þriðja leikinn í röð með sigri á Portland 102-89. Zach Randolph skoraði 35 stig og hirti 13 fráköst fyrir Portland en Corey Maggette skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst fyrir Clippers, Cuttino Mobley 17 stig, Sam Cassell 16 stig og Chris Kaman 15 stig og hirti 9 fráköst. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Lið Dallas Mavericks tapaði í nótt sínum þriðja leik í röð á tímabilinu þegar liðið fékk fyrrum þjálfara sinn Don Nelson og lærisveina hans í Golden State í heimsókn. Utah Jazz skellti Detroit og hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína. Don Nelson fékk hlýjar móttökur þegar hann sneri aftur til Dallas í nótt en hann er nú þjálfari Golden State. Fyrir leikinn var fáni til marks um að Dallas vann Vesturdeildina hengdur upp í rjáfur, en það skilaði litlu og Don Nelson og félagar hrósuðu sigri 107-104. Mikill hiti var í mönnum í leiknum og var þeim Jason Terry og Avery Johnson þjálfara Dallas vísað af velli. Golden State skoraði ekki körfu síðustu mínúturnar í leiknum en hafði náð góðri forystu fram að því og náði að hanga á sigri. Nelson stendur í málaferlum gegn Mark Cuban eiganda Dallas og segir félagið skulda sér 6 milljónir dollara. Það breytti því þó ekki að Cuban klappaði kurteisislega fyrir Nelson þegar hann var kynntur fyrir leikinn í gær. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst fyrir Dallas í gær en Baron Davis skoraði 26 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Golden State. Josh Howard hjá Dallas sneri sig á ökkla í öðrum leikhluta og gat ekki spilað meira fyrir heimamenn. Utah vann fjórða leikinn í röð með því að skella Detroit á heimavelli 103-101. Mehmet Okur skoraði 23 stig, hirti 10 fráköst og varði sniðskot frá Rip Hamilton á lokasekúndunni sem hefði geta jafnað leikinn. Carlos Boozer skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst hjá Utah, en hann var í gær útnefndur leikmaður vikunnar í Vesturdeildinni. Rasheed Wallace var atkvæðamestur í liði Detroit með 25 stig og 12 fráköst, en hann fékk þar að auki sína fjórðu tæknivillu í fjórum leikjum. Orlando lagði Washington á heimavelli 106-103, þar sem varamaðurinn Carlos Arroyo fór á kostum annan leikinn í röð fyrir Orlando og skoraði 23 stig en Antawn Jamison skoraði 29 stig fyrir Washington, sem leiddi lengst af í leiknum. San Antonio lagði New York á útivelli 105-93. Tony Parker skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir San Antonio en Stephon Marbury skoraði 18 stig fyrir New York sem hefur tapað þremur leikjum í röð eftir sigur í fyrsta leik. Chicago burstaði Milwaukee 110-85 í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Heimamenn voru í miklu stuði í United Center eftir tvö töp í röð og fór Ben Gordon fyrir Chicago með 37 stigum og 9 stoðsendingum, sem allar komu reyndar í fyrri hálfleik. Luol Deng skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst og Andres Nocioni skoraði 17 stig fyrir Chicago. Michael Redd skoraði 30 stig fyrir Milwaukee og Charlie Villanueva skoraði 17 stig og hirti 13 fráköst fyrir Milwaukee. Sacramento lagði Minnesota 93-81 þó liðið væri án Brad Miller sem verður frá í nokkrar vikur vegna meiðsla. Ron Artest var stigahæstur í liði Sacramento með 22 stig, en Mike James setti 23 stig fyrir Minnesota. Loks vann lið LA Clippers þriðja leikinn í röð með sigri á Portland 102-89. Zach Randolph skoraði 35 stig og hirti 13 fráköst fyrir Portland en Corey Maggette skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst fyrir Clippers, Cuttino Mobley 17 stig, Sam Cassell 16 stig og Chris Kaman 15 stig og hirti 9 fráköst.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins