Bandaríkjaforseti staðfestir frumvarp um yfirheyrsluaðferðir 17. október 2006 17:09 George Bush, Bandaríkjaforseti, staðfesti í dag lagafrumvarp þar sem skilgreint er hvað leyfist við yfirheyrslur á grunuðum hryðjuverkamönnum. Frumvarpið skilgreinir einnig hvernig rétta skal yfir þeim. Markmiðið með lagasetningunni er að tryggja það að mannréttindi fanganna séu virt en samt er að finna ákvæði í þeim sem takmarka rétt þeirra til að kæra varðhald þeirra og jafnvel fá því hnekkt. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í júní að skipan herréttar í málum fanga í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu færi gegn bandarískum lögum og ekki síður alþjóðalögum. Undirbúningur lagafrumvarpsins hófst þá þegar. Talsmaður bandarískra stjórnvalda sagði í dag að undirbúningur vegna réttarhalda yfir föngum í Guantanamo-fangabúðunum myndi nú hefjast. Vonast er til að hægt verði að rétta innan tíðar yfir Khalid Sheikh Mohammed, sem grunaður er um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Um leið og Bush Bandaríkjaforseti undirritaði lögin í dag sagði hann þetta eitt fárra skipta þar sem forseti Bandaríkjanna undirritaði lög, fullviss um það að þau myndu leiða til þess að mannslífum yrði bjargað. Hann sagði að yfirheyrslur bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, yfir grunuðum hryðjuverkamönnum hefðu reynst ómetanlega og ný löggjöf myndi staðfesta vinnuaðferðir CIA. Samkvæmt nýju lögunum eru yfirheyrsluaðferðir bannaðar ef þær geti talist stríðsglæpir. Bandaríkjaforseta er heimilt að ákveða hvaða aðrar yfirheyrsluaðferðir teljist leyfilegar. Fjölmargir fangar eru í haldi Bandaríkjamanna í Guantanamo-fangabúðunum. Eftir er að rétta yfir þeim öllum. Samkvæmt nýju lögunum verður þeim leyft að sjá einhver sönnunargögn sem liggi fyrir gegn þeim, en ekki öll. Mannréttindasamtök segja lögin ekki tryggja réttindi fanga. Varnarmálaráðuneytið bandaríska hefur ákært 10 fanga og undirbýr ákærur á hendur 65 til viðbótar. Að sögn bandarískra yfirvalda eru um 450 fangar í Guantanamo-fangabúðunum. Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
George Bush, Bandaríkjaforseti, staðfesti í dag lagafrumvarp þar sem skilgreint er hvað leyfist við yfirheyrslur á grunuðum hryðjuverkamönnum. Frumvarpið skilgreinir einnig hvernig rétta skal yfir þeim. Markmiðið með lagasetningunni er að tryggja það að mannréttindi fanganna séu virt en samt er að finna ákvæði í þeim sem takmarka rétt þeirra til að kæra varðhald þeirra og jafnvel fá því hnekkt. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í júní að skipan herréttar í málum fanga í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu færi gegn bandarískum lögum og ekki síður alþjóðalögum. Undirbúningur lagafrumvarpsins hófst þá þegar. Talsmaður bandarískra stjórnvalda sagði í dag að undirbúningur vegna réttarhalda yfir föngum í Guantanamo-fangabúðunum myndi nú hefjast. Vonast er til að hægt verði að rétta innan tíðar yfir Khalid Sheikh Mohammed, sem grunaður er um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Um leið og Bush Bandaríkjaforseti undirritaði lögin í dag sagði hann þetta eitt fárra skipta þar sem forseti Bandaríkjanna undirritaði lög, fullviss um það að þau myndu leiða til þess að mannslífum yrði bjargað. Hann sagði að yfirheyrslur bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, yfir grunuðum hryðjuverkamönnum hefðu reynst ómetanlega og ný löggjöf myndi staðfesta vinnuaðferðir CIA. Samkvæmt nýju lögunum eru yfirheyrsluaðferðir bannaðar ef þær geti talist stríðsglæpir. Bandaríkjaforseta er heimilt að ákveða hvaða aðrar yfirheyrsluaðferðir teljist leyfilegar. Fjölmargir fangar eru í haldi Bandaríkjamanna í Guantanamo-fangabúðunum. Eftir er að rétta yfir þeim öllum. Samkvæmt nýju lögunum verður þeim leyft að sjá einhver sönnunargögn sem liggi fyrir gegn þeim, en ekki öll. Mannréttindasamtök segja lögin ekki tryggja réttindi fanga. Varnarmálaráðuneytið bandaríska hefur ákært 10 fanga og undirbýr ákærur á hendur 65 til viðbótar. Að sögn bandarískra yfirvalda eru um 450 fangar í Guantanamo-fangabúðunum.
Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira