30 ríki gætu þróað kjarnorkuvopn 16. október 2006 22:30 Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóða Kjarnorkumálastofnunarinnar. MYND/AFP Allt að 30 ríki gætu þróað kjarnorkuvopn ef ekkert verður að gert. Þetta er mat fulltrúa Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. 9 ríki heims ráða yfir kjarnorkuvopnum nú svo vitað sé. Það var í síðustu viku sem Norður-kóreumenn gerður tilraun með kjarnorkusprengju og því 9 ríki í heimi sem vitað er að hefur yfir vopni af þessari gerð að ráða. Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, segir það freistandi fyrir sum ríki að þróa kjarnorkuvopn. Þetta kom fram á ráðstefnu í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Vínarborg í Austurríki. ElBaradei sagði 20 til 30 ríki hafa getu til að þróa vopna af þessu tagi á stuttum tíma. Þessi ríki séu því í reynd kjarnorkuveldi. Hann segir skorta á að öryggi sé tryggt í alþjóðasamfélaginu. Einnig hafi þeim kjarnorkuveldum sem fyrir séu ekki auðnast að eyða vopnabúri sínu. Þetta tvennt geri það erfitt að sannfæra önnur ríki um að þróa ekki kjarnorkuvopn. Á ráðstefnunni í Vínarborg verður leitað nýrra leiða til að greina það hvort ríki séu að þróa kjarnorkuvopn. Rætt verður hvernig má nota gervihnattamyndir og aðra fullkomna tækni til að leggja mat á slíkt. ElBaradei lagði áherslu á að erfitt reyndist að hefta upplýsingastreymi í tengslum við kjarnorkurannsóknir því upplýsingaflæði nú til dags væri mikið. Auk Norður-kóreumanna hafa Íranar auðgað úran sem talið er liður í þróun þeirra á kjarnorkuvopnum. Fram kemur á fréttavef BBC að Brasilíumenn hafa einnig byrjað auðgun úrans auk þess sem Suður-kóreumann, Japanar, Sádar og Egyptar eru sagðir hugsanlega geta þróað vopn af þessari gerð og hafi auk þess áhuga á því. Aðeins tvo ríki heims hafa sjálfviljug hætt þróun kjarnorkuvopna, þ.e. Suður-Afríka, sem lét frá sér fullbúin vopn snemma á tíunda áratug síðustu aldar, og Líbía, sem upplýsti um kjarnorkuáætlun sína og lagði hana á hilluna árið 2003. Áætlun Líbíumanna var þó skammt á veg komin. Erlent Fréttir Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Allt að 30 ríki gætu þróað kjarnorkuvopn ef ekkert verður að gert. Þetta er mat fulltrúa Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. 9 ríki heims ráða yfir kjarnorkuvopnum nú svo vitað sé. Það var í síðustu viku sem Norður-kóreumenn gerður tilraun með kjarnorkusprengju og því 9 ríki í heimi sem vitað er að hefur yfir vopni af þessari gerð að ráða. Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, segir það freistandi fyrir sum ríki að þróa kjarnorkuvopn. Þetta kom fram á ráðstefnu í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Vínarborg í Austurríki. ElBaradei sagði 20 til 30 ríki hafa getu til að þróa vopna af þessu tagi á stuttum tíma. Þessi ríki séu því í reynd kjarnorkuveldi. Hann segir skorta á að öryggi sé tryggt í alþjóðasamfélaginu. Einnig hafi þeim kjarnorkuveldum sem fyrir séu ekki auðnast að eyða vopnabúri sínu. Þetta tvennt geri það erfitt að sannfæra önnur ríki um að þróa ekki kjarnorkuvopn. Á ráðstefnunni í Vínarborg verður leitað nýrra leiða til að greina það hvort ríki séu að þróa kjarnorkuvopn. Rætt verður hvernig má nota gervihnattamyndir og aðra fullkomna tækni til að leggja mat á slíkt. ElBaradei lagði áherslu á að erfitt reyndist að hefta upplýsingastreymi í tengslum við kjarnorkurannsóknir því upplýsingaflæði nú til dags væri mikið. Auk Norður-kóreumanna hafa Íranar auðgað úran sem talið er liður í þróun þeirra á kjarnorkuvopnum. Fram kemur á fréttavef BBC að Brasilíumenn hafa einnig byrjað auðgun úrans auk þess sem Suður-kóreumann, Japanar, Sádar og Egyptar eru sagðir hugsanlega geta þróað vopn af þessari gerð og hafi auk þess áhuga á því. Aðeins tvo ríki heims hafa sjálfviljug hætt þróun kjarnorkuvopna, þ.e. Suður-Afríka, sem lét frá sér fullbúin vopn snemma á tíunda áratug síðustu aldar, og Líbía, sem upplýsti um kjarnorkuáætlun sína og lagði hana á hilluna árið 2003. Áætlun Líbíumanna var þó skammt á veg komin.
Erlent Fréttir Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira