Blair í Ísrael 9. september 2006 18:45 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, virðist ekki láta vandræði heima fyrir slá sig út af laginu og hélt í heimsókn til Ísraels í dag. Skömmu áður flutti hann ræðu í Lundúnum þar sem hann hvatti til einingar innan Verkamannaflokksins. Blair ávarpaði tíu ára afmælisráðstefnu svokallaðra Framfarasamtaka í Bretlandi. Ræðan er hans fyrsta síðan hann greindi frá því fyrir helgi að hann myndi láta af leiðtogaembætti og hverfa úr Downing-stræti tíu innan árs. Dagana áður hafði komið fram sú krafa frá mörgum flokksmönnum að Blair tímasetti margboðað brotthvarf sitt af valdastól. Blair sagði mikilvægt að félagar í Verkamannaflokknum legðu niður innanflokksdeilur og mótuðu stefnu til framtíðar ef sigur ætti að nást í næstu kosningum. Blair sagði þrjú ár til kosninga og því nægur tími til að endurskipuleggja flokkin. Það sé þó aðeins hægt með þvi að hegða sér eins og fyrir kosningarnar árið 1997 þegar flokkinn hungraði í völd. Þá hafi liðsmenn hans skilið að fólkið skipti mestu máli en ekki stjórnmálamenn. Það var svo síðdegis í dag sem Blair kom til Ísrael til viðræðna við ráðamenn þar. Þar ræddi hann við Ehud Olmert, forsætisráðherra, um friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs, ástandið í Líbanon og kjarnorkuáætlun Írana. Hvað kjarnorkudeiluna við stjórnvöld í Teheran varðar þá átti Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, fund með Ari Larijani, aðal samningamanni Írana í kjarnorkudeilunni, í Austurríki í dag. Vesturveldin segja þennan fund síðasta möguleika Írana til að forðast refsiaðgerðir ef þeir hætti ekki auðgun úrans. Erlent Fréttir Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, virðist ekki láta vandræði heima fyrir slá sig út af laginu og hélt í heimsókn til Ísraels í dag. Skömmu áður flutti hann ræðu í Lundúnum þar sem hann hvatti til einingar innan Verkamannaflokksins. Blair ávarpaði tíu ára afmælisráðstefnu svokallaðra Framfarasamtaka í Bretlandi. Ræðan er hans fyrsta síðan hann greindi frá því fyrir helgi að hann myndi láta af leiðtogaembætti og hverfa úr Downing-stræti tíu innan árs. Dagana áður hafði komið fram sú krafa frá mörgum flokksmönnum að Blair tímasetti margboðað brotthvarf sitt af valdastól. Blair sagði mikilvægt að félagar í Verkamannaflokknum legðu niður innanflokksdeilur og mótuðu stefnu til framtíðar ef sigur ætti að nást í næstu kosningum. Blair sagði þrjú ár til kosninga og því nægur tími til að endurskipuleggja flokkin. Það sé þó aðeins hægt með þvi að hegða sér eins og fyrir kosningarnar árið 1997 þegar flokkinn hungraði í völd. Þá hafi liðsmenn hans skilið að fólkið skipti mestu máli en ekki stjórnmálamenn. Það var svo síðdegis í dag sem Blair kom til Ísrael til viðræðna við ráðamenn þar. Þar ræddi hann við Ehud Olmert, forsætisráðherra, um friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs, ástandið í Líbanon og kjarnorkuáætlun Írana. Hvað kjarnorkudeiluna við stjórnvöld í Teheran varðar þá átti Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, fund með Ari Larijani, aðal samningamanni Írana í kjarnorkudeilunni, í Austurríki í dag. Vesturveldin segja þennan fund síðasta möguleika Írana til að forðast refsiaðgerðir ef þeir hætti ekki auðgun úrans.
Erlent Fréttir Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira