Grunaðir um undirbúning hryðjuverka 8. september 2006 21:06 Belgíska lögreglan hefur handtekið ellefu hermenn sem eru grunaðir um að hafa safnað vopnum til hryðjuverkaárásar. Hermennirnir eru sagðir hallir undir nýnasista. Talsmaður saksóknara í Belgíu segir að töluvert af fullkomnum vopnum og sprengiefni hafi fundist þeegar áhlaup voru gerð á húsakynni á vegum hersins og kaffihús víða um Belgíu. Sautján eru í haldi lögreglunnar í Flanders vegna málsins, þar af hermennirnir ellefu. Líklegt er að þeir sem teknir voru höndum verði ákærðir fyrir aðild að hryðjuverkasamtökum, að hafa ólögleg vopn undir höndum, kynþáttafordóma og að hafa neitað því að Helför gyðinga hafi átt sér stað. Hundrað lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum í gær en rannsókn á málinu hefur staðið í tvö ár og á þeim tíma hafa belgískir lögreglumenn laumað sér inn í öfgasinnuð samtök hægrimanna í landinu. Mennirnir voru allir handteknir í hollenskumælandi hluta Belgíu þar sem flokkur sem berst gegn innflytjendum hefur náð fótfestu. Mennirnir munu allir hafa tilheyrt klofningshóp úr samtökum sem kenna sig við blóð, ættjörð, heiður og tryggð. Leiðtogi hópsins er hermaður sem er sagður hafa ætlað að gera hryðjuverkaáætlanir sínar að veruleika. Höfuðpaurinn er sagður hafa varið tveimur og hálfu ári í að afla liðsstyrks og skipuleggja æfingar með vopn á svæði hersins án vitundar yfirvalda. Alvarlegum glæpum sem tengdir eru kynþáttafordómum hefur fjölgað í Belgíu síðustu mánuði. Það var í maí sem átján ára félagi í öfgasamtökum var ákærður fyrir að hafa myrt hvítt barn og hörundsdökka barnfóstur þess í Antwerpen, annarri stærstu borg Flanders. Erlent Fréttir Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Belgíska lögreglan hefur handtekið ellefu hermenn sem eru grunaðir um að hafa safnað vopnum til hryðjuverkaárásar. Hermennirnir eru sagðir hallir undir nýnasista. Talsmaður saksóknara í Belgíu segir að töluvert af fullkomnum vopnum og sprengiefni hafi fundist þeegar áhlaup voru gerð á húsakynni á vegum hersins og kaffihús víða um Belgíu. Sautján eru í haldi lögreglunnar í Flanders vegna málsins, þar af hermennirnir ellefu. Líklegt er að þeir sem teknir voru höndum verði ákærðir fyrir aðild að hryðjuverkasamtökum, að hafa ólögleg vopn undir höndum, kynþáttafordóma og að hafa neitað því að Helför gyðinga hafi átt sér stað. Hundrað lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum í gær en rannsókn á málinu hefur staðið í tvö ár og á þeim tíma hafa belgískir lögreglumenn laumað sér inn í öfgasinnuð samtök hægrimanna í landinu. Mennirnir voru allir handteknir í hollenskumælandi hluta Belgíu þar sem flokkur sem berst gegn innflytjendum hefur náð fótfestu. Mennirnir munu allir hafa tilheyrt klofningshóp úr samtökum sem kenna sig við blóð, ættjörð, heiður og tryggð. Leiðtogi hópsins er hermaður sem er sagður hafa ætlað að gera hryðjuverkaáætlanir sínar að veruleika. Höfuðpaurinn er sagður hafa varið tveimur og hálfu ári í að afla liðsstyrks og skipuleggja æfingar með vopn á svæði hersins án vitundar yfirvalda. Alvarlegum glæpum sem tengdir eru kynþáttafordómum hefur fjölgað í Belgíu síðustu mánuði. Það var í maí sem átján ára félagi í öfgasamtökum var ákærður fyrir að hafa myrt hvítt barn og hörundsdökka barnfóstur þess í Antwerpen, annarri stærstu borg Flanders.
Erlent Fréttir Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira