Spá harðari lendingu 16. ágúst 2006 12:02 Alþýðusamband Íslands (ASÍ) segir ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti í 13,5 prósent leiða til harðrar lendingar í íslensku efnahagslífi á næsta ári með minni hagvexti, lægri kaupmætti og auknu atvinnuleysi. Þá sé hætta á að stýrivaxtahækkunin nú leiði til þess að gengi krónunnar hækki frekar sem stuðli að því að viðskiptahallinn og ytra ójafnvægi hagkerfisins leiðréttist hægar en ella. Á vef ASÍ segir ennfremur að hlutverk Seðlabankans við núverandi aðstæður sé vandasamt. Annars vegar þurfi bankinn að berjast gegn verðbólgu og hins vegar að hafa í huga væntanlega niðursveiflu efnahagslífsins. „Vandi bankans er ekki síst sá að áhrifin af vaxtaákvörðuninni skilar sér út í hagkerfið á næstu 18 til 24 mánuðum. Grípi bankinn til of harðra aðgerða nú mun það leiða til harkalegrar lendingar í íslensku efnahagslífi strax á næsta ári,“ að sögn ASÍ. „Þrátt fyrir mikla verðbólgu nú eru ýmis teikn á lofti um að hún muni lækka hratt á næstu mánuðum. Gripið hefur verið til aðgerða til að ná niður verðbólgu. Samkomulag á vinnumarkaði frá því í júní eyðir óvissu og dregur úr verðbólguvæntingum og frestun framkvæmda ríkis og sveitarfélaga dregur úr þenslu. Að auki eru margar vísbendingar um að það hægi á í efnahagslífinu. Mikið hefur dregið úr fjölda þinglýstra kaupsamninga og íbúðaverð lækkaði í síðustu mælingu Hagstofunnar. Það hægir á kortaveltu, útlán lánastofnanna dragast saman og nýskráningum bíla hefur fækkað. Stóriðjuframkvæmdir hafa þegar náð hámarki, gengisfall krónunnar hefur stöðvast og krónan styrkst á ný að undanförnu,“ segir ASÍ. Þá er bætt við að líkur séu á því að verðbólgan hafi náð hámarki. Þriggja mánaða verðbólgan hafi lækkað hratt að undanförnu og víst að næsta mæling Hagstofunnar sýni lækkandi verðbólgu. Seðlabankinn virðist lítið tillit taka til þessara atriða, samkvæmt ASÍ. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Alþýðusamband Íslands (ASÍ) segir ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti í 13,5 prósent leiða til harðrar lendingar í íslensku efnahagslífi á næsta ári með minni hagvexti, lægri kaupmætti og auknu atvinnuleysi. Þá sé hætta á að stýrivaxtahækkunin nú leiði til þess að gengi krónunnar hækki frekar sem stuðli að því að viðskiptahallinn og ytra ójafnvægi hagkerfisins leiðréttist hægar en ella. Á vef ASÍ segir ennfremur að hlutverk Seðlabankans við núverandi aðstæður sé vandasamt. Annars vegar þurfi bankinn að berjast gegn verðbólgu og hins vegar að hafa í huga væntanlega niðursveiflu efnahagslífsins. „Vandi bankans er ekki síst sá að áhrifin af vaxtaákvörðuninni skilar sér út í hagkerfið á næstu 18 til 24 mánuðum. Grípi bankinn til of harðra aðgerða nú mun það leiða til harkalegrar lendingar í íslensku efnahagslífi strax á næsta ári,“ að sögn ASÍ. „Þrátt fyrir mikla verðbólgu nú eru ýmis teikn á lofti um að hún muni lækka hratt á næstu mánuðum. Gripið hefur verið til aðgerða til að ná niður verðbólgu. Samkomulag á vinnumarkaði frá því í júní eyðir óvissu og dregur úr verðbólguvæntingum og frestun framkvæmda ríkis og sveitarfélaga dregur úr þenslu. Að auki eru margar vísbendingar um að það hægi á í efnahagslífinu. Mikið hefur dregið úr fjölda þinglýstra kaupsamninga og íbúðaverð lækkaði í síðustu mælingu Hagstofunnar. Það hægir á kortaveltu, útlán lánastofnanna dragast saman og nýskráningum bíla hefur fækkað. Stóriðjuframkvæmdir hafa þegar náð hámarki, gengisfall krónunnar hefur stöðvast og krónan styrkst á ný að undanförnu,“ segir ASÍ. Þá er bætt við að líkur séu á því að verðbólgan hafi náð hámarki. Þriggja mánaða verðbólgan hafi lækkað hratt að undanförnu og víst að næsta mæling Hagstofunnar sýni lækkandi verðbólgu. Seðlabankinn virðist lítið tillit taka til þessara atriða, samkvæmt ASÍ.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira