Slæm vika hjá van der Meyde 15. ágúst 2006 22:15 Andy van der Meyde á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir NordicPhotos/GettyImages Andy van der Meyde, leikmaður Everton, hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu, en brotist var inn í íbúð kappans um helgina. Fjölda verðmætra muna var stolið í innbrotinu, meira að segja hundinum hans Mac. Leikmaðurinn hafði skömmu áður verið sektaður af forráðamönnum félagsins fyrir að brjóta reglur liðsins um útivistartíma fyrir leik, en van der Meyde bar því við að hann hefði fallið í yfirlið á heimili sínu eftir að efni hefði verið laumað í drykk hans á skemmtistað í Liverpool. Um helgina var svo brotist inn á heimili hans á meðan hann var að spila og öllu steini léttara stolið. Tveir bílar í eigu leikmannsins voru numdir á brott, átta Rolex-úr og þá var hundi hans Mac stolið, en hann er af tegundinni Bordeux sem gerði garðinn frægan í kvikmyndinni Turner and Hooch á níunda áratugnum. Þjófarnir höfðu á brott með sér síma knattspyrnumannsins og notuðu hann til að hringja í vini hans og heimtuðu 5000 punda lausnargjald fyrir hvuttann. Bílarnir tveir sem stolið var voru af gerðinni Mini Cooper og Ferrari og eru þeir komnir í leitirnar, en hundurinn góði er enn ekki kominn í leitirnar ef marka má frétt úr breska blaðinu Guardian. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Andy van der Meyde, leikmaður Everton, hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu, en brotist var inn í íbúð kappans um helgina. Fjölda verðmætra muna var stolið í innbrotinu, meira að segja hundinum hans Mac. Leikmaðurinn hafði skömmu áður verið sektaður af forráðamönnum félagsins fyrir að brjóta reglur liðsins um útivistartíma fyrir leik, en van der Meyde bar því við að hann hefði fallið í yfirlið á heimili sínu eftir að efni hefði verið laumað í drykk hans á skemmtistað í Liverpool. Um helgina var svo brotist inn á heimili hans á meðan hann var að spila og öllu steini léttara stolið. Tveir bílar í eigu leikmannsins voru numdir á brott, átta Rolex-úr og þá var hundi hans Mac stolið, en hann er af tegundinni Bordeux sem gerði garðinn frægan í kvikmyndinni Turner and Hooch á níunda áratugnum. Þjófarnir höfðu á brott með sér síma knattspyrnumannsins og notuðu hann til að hringja í vini hans og heimtuðu 5000 punda lausnargjald fyrir hvuttann. Bílarnir tveir sem stolið var voru af gerðinni Mini Cooper og Ferrari og eru þeir komnir í leitirnar, en hundurinn góði er enn ekki kominn í leitirnar ef marka má frétt úr breska blaðinu Guardian.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti