Mótmælendur héldu starfsfólki í gíslingu 14. ágúst 2006 18:43 Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar stormuðu inn á skrifstofu fyrirtækisins Hönnunar á Reyðarfirði í dag og héldu starfsfólki þar í gíslingu. Samtímis var farið inn á byggingarsvæði Bechtel og ALCOA og vinna þar stöðvuð. Mótmælendurnir eiga nú yfir höfði sér kæru vegna skemmdarverka og frelsissviptingar. Það var um klukkan níu í morgun sem mótmælendur gengu inn á skrifstofu Hönnunar á Reyðarfirði og lokuðu útgönguleiðum skrifstofunnar. Að sögn starfsmanna var þeim mjög brugðið enda ekki hverjum degi sem menn séu sviptir frelsi á þennan hátt. Mótmælendur hafa aðra sögu að segja af viðburðum morgunsins. Þeir segjast hafa komið á skrifstofuna til þess eins að mótmæla og að þeir hafi verið friðsamir þar til starfsfólkið réðst að þeim af hörku. Með aðgerðum sínum segjast mótmæelndur vera að sýna andstöðu við þátttöku Hönnunar í þeim óhæfuverkum sem framin eru gegn íslenskri náttúru og þjóðfélagi. Mótmælendur hafa hafst við á túninu við bæinn Kollaleiru í Reyðarfirði síðan lörgeglan á Egilsstöðum upprætti tjaldbúðir þeirra við Lindur. Einn þeirra fór inn á vinnusvæði Bectel við álverið í morgun en þar sem mjög strangar öryggisreglur eru á svæðinu stöðvaðist öll vinna á því þar til lögregla hafði fjarlægt manninn. Að sögn lögreglunnar á Eskifirði eru þeir vonsviknir yfir að mótmælendur hafi ákveðið að fara þessa leið en Alcoa hafði látið útbúa sér aðstöðu fyrir mótmæli rétt við álverið en utan hættusvæðis. Í fréttatilkynningu sem Alcoa sendi frá sér síðdegis harmar félagið að sama skapi aðgerðirnar enda hafi Alcoa ætíð verið þeirrar skoðunar að fólk hafi frelsi til að mótmæla. Hins vegar sé ekki hægt að leyfa fólki að fara um á svæði sem það og aðra í hættu. Alcoa undirbýr nú kæru á hendur manninum sem fór um svæðið í morgun og starfsmenn Hönnunar hafa þegar kært mótmælendur fyrir frelsissviptingu og eignaspjöll. Fréttir Innlent Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar stormuðu inn á skrifstofu fyrirtækisins Hönnunar á Reyðarfirði í dag og héldu starfsfólki þar í gíslingu. Samtímis var farið inn á byggingarsvæði Bechtel og ALCOA og vinna þar stöðvuð. Mótmælendurnir eiga nú yfir höfði sér kæru vegna skemmdarverka og frelsissviptingar. Það var um klukkan níu í morgun sem mótmælendur gengu inn á skrifstofu Hönnunar á Reyðarfirði og lokuðu útgönguleiðum skrifstofunnar. Að sögn starfsmanna var þeim mjög brugðið enda ekki hverjum degi sem menn séu sviptir frelsi á þennan hátt. Mótmælendur hafa aðra sögu að segja af viðburðum morgunsins. Þeir segjast hafa komið á skrifstofuna til þess eins að mótmæla og að þeir hafi verið friðsamir þar til starfsfólkið réðst að þeim af hörku. Með aðgerðum sínum segjast mótmæelndur vera að sýna andstöðu við þátttöku Hönnunar í þeim óhæfuverkum sem framin eru gegn íslenskri náttúru og þjóðfélagi. Mótmælendur hafa hafst við á túninu við bæinn Kollaleiru í Reyðarfirði síðan lörgeglan á Egilsstöðum upprætti tjaldbúðir þeirra við Lindur. Einn þeirra fór inn á vinnusvæði Bectel við álverið í morgun en þar sem mjög strangar öryggisreglur eru á svæðinu stöðvaðist öll vinna á því þar til lögregla hafði fjarlægt manninn. Að sögn lögreglunnar á Eskifirði eru þeir vonsviknir yfir að mótmælendur hafi ákveðið að fara þessa leið en Alcoa hafði látið útbúa sér aðstöðu fyrir mótmæli rétt við álverið en utan hættusvæðis. Í fréttatilkynningu sem Alcoa sendi frá sér síðdegis harmar félagið að sama skapi aðgerðirnar enda hafi Alcoa ætíð verið þeirrar skoðunar að fólk hafi frelsi til að mótmæla. Hins vegar sé ekki hægt að leyfa fólki að fara um á svæði sem það og aðra í hættu. Alcoa undirbýr nú kæru á hendur manninum sem fór um svæðið í morgun og starfsmenn Hönnunar hafa þegar kært mótmælendur fyrir frelsissviptingu og eignaspjöll.
Fréttir Innlent Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira