Bergur Elías Ágústsson ráðinn sveitarstjóri 3. ágúst 2006 00:00 Byggðaráð sveitarfélagsins Norðurþings samþykkti á fundi sínum í dag að ráða Berg Elías Ágústsson í starf sveitarstjóra til næstu fjögurra ára. Auglýst var eftir sveitarstjóra og bárust 13 umsóknir en tvær voru dregnar til baka. Eftir umsögn utanaðkomandi ráðningarþjónstu var einn umsækjendanna metinn hæfur en niðurstaða meirihluta byggðaráðs var að hafna öllum umsóknum. Í framhaldi af því var ákveðið að ráða Berg Elías í starfið. Bergur Elías Ágústsson var á síðasta kjörtímabili bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Bergur er 43 ára að aldri, fæddur og uppalinn Vestmannaeyingur og menntaður í hagfræði frá Sjávarútvegsháskólanum í Tromsö í Noregi. Hann hefur gegnt margvíslegum stjórnundarstörfum í atvinnulífi hér á landi, m.a. sem rekstrarstjóri og síðar framkvæmdastjóri Skagstrendings hf. - Dvergasteins, framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækjanna NASCO og Norðuróss á Blönduósi. Árið 2003 tók Bergur Elías við starfi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og gegndi því til loka kjörtímabils í ár.Áhugaverð viðfangsefni framundan"Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við þau spennandi viðfangsefni sem framundan eru hjá Norðurþingi. Þetta er nýtt sveitarfélag og mjög áhugavert að vinna að uppbyggingu á því og öllum þeim tækifærum sem nýju sveitarfélagi fylgja. Í öðru lagi er framundan uppbygging á stóriðju við Húsavík og verður mjög áhugavert að fá að vera þátttakandi í því stóra verkefni," segir Bergur Elías, sem kemur til starfa hjá Norðurþingi nú í ágústmánuði.Bergur Elías er í sambúð með Bryndísi Sigurðardóttir og eiga þau tvo syni fædda 1998 og 2001. Auk þess á Bergur tvær dætur frá fyrra hjónabandi fæddar 1991 og 1993.Ungt sveitarfélagSveitarfélagið Norðurþing varð til þann 10. júní síðastliðinn með sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum, þ.e. Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Öxarfjarðar-hrepps og Raufarhafnarhrepps. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Byggðaráð sveitarfélagsins Norðurþings samþykkti á fundi sínum í dag að ráða Berg Elías Ágústsson í starf sveitarstjóra til næstu fjögurra ára. Auglýst var eftir sveitarstjóra og bárust 13 umsóknir en tvær voru dregnar til baka. Eftir umsögn utanaðkomandi ráðningarþjónstu var einn umsækjendanna metinn hæfur en niðurstaða meirihluta byggðaráðs var að hafna öllum umsóknum. Í framhaldi af því var ákveðið að ráða Berg Elías í starfið. Bergur Elías Ágústsson var á síðasta kjörtímabili bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Bergur er 43 ára að aldri, fæddur og uppalinn Vestmannaeyingur og menntaður í hagfræði frá Sjávarútvegsháskólanum í Tromsö í Noregi. Hann hefur gegnt margvíslegum stjórnundarstörfum í atvinnulífi hér á landi, m.a. sem rekstrarstjóri og síðar framkvæmdastjóri Skagstrendings hf. - Dvergasteins, framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækjanna NASCO og Norðuróss á Blönduósi. Árið 2003 tók Bergur Elías við starfi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og gegndi því til loka kjörtímabils í ár.Áhugaverð viðfangsefni framundan"Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við þau spennandi viðfangsefni sem framundan eru hjá Norðurþingi. Þetta er nýtt sveitarfélag og mjög áhugavert að vinna að uppbyggingu á því og öllum þeim tækifærum sem nýju sveitarfélagi fylgja. Í öðru lagi er framundan uppbygging á stóriðju við Húsavík og verður mjög áhugavert að fá að vera þátttakandi í því stóra verkefni," segir Bergur Elías, sem kemur til starfa hjá Norðurþingi nú í ágústmánuði.Bergur Elías er í sambúð með Bryndísi Sigurðardóttir og eiga þau tvo syni fædda 1998 og 2001. Auk þess á Bergur tvær dætur frá fyrra hjónabandi fæddar 1991 og 1993.Ungt sveitarfélagSveitarfélagið Norðurþing varð til þann 10. júní síðastliðinn með sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum, þ.e. Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Öxarfjarðar-hrepps og Raufarhafnarhrepps.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira