Steranotkun unglinga mest í þremur greinum íþrótta 2. ágúst 2006 03:30 Rétt tæp átján prósent nemenda í framhaldsskólum landsins, sem lagt hafa stund á vaxtarrækt, höfðu aðspurðir notað örvandi efnið efedrín í tengslum við iðkunina einhvern tíma á síðustu tólf mánuðum. Þá höfðu þrettán prósent nemenda sem iðka vaxtarrækt notað anabólíska stera í tengslum við íþróttina einhvern tíma á sama tímabili. Bæði þessi efni eru ólögleg hér á landi. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem Rannsóknir og greining vann fyrir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands árið 2004. Þátttakendur voru þeir nemendur allra framhaldsskóla á Íslandi sem mættir voru í kennslustundir á þeim tíma sem kannanirnar voru lagðar fyrir. Gild svör fengust frá 11.031 nemanda og var svarhlutfall því 80,9 prósent. 75 prósent þeirra sem svöruðu stunduðu íþróttir eða líkamsrækt vikulega eða oftar, eða samtals 8.273 manns. Niðurstöður þessarar viðamiklu könnunar lágu fyrir á vordögum 2005, en þær hafa ekki litið dagsins ljós fyrr en nú. „Það er athyglisvert að af heildinni sem er að nota stera er heldur hærra hlutfall einstaklinga sem stunda engar íþróttir," segir Pálmar Hreinsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá ÍSÍ. Hann bætir við að hlutfall steranotenda lækki enn ef athuguð sé staða mála iðkenda hjá skipulögðum íþróttafélögum innan ÍSÍ miðað við aðra. Misnotkunin tengist því ekki öðrum þáttum en íþróttaiðkun. Af niðurstöðum rannsóknarinnar má ráða að notkun framhaldsskólanema á efedríni og anabólískum sterum tengist einkum þremur íþróttagreinum, það er vaxtarrækt, frjálsum íþróttum og bardagaíþróttum. Brögð eru þó einnig að því að neysla þessara ólöglegu efna tíðkist í mun fleiri íþróttagreinum, eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti. Athyglisverð eru svör þeirra nemenda sem nota efnin við spurningunni um hvernig þeir hafi fengið þau. Þrjátíu prósent segjast hafa fengið sterana hjá vini eða kunningja. 47 prósent segjast hafa fengið efedrínið hjá vinum. 21 prósent segist hafa fengið stera hjá fólki á líkamsræktarstöðvum og sextán prósent efedrín. Þá kveðast 22 prósent svarenda hafa fengið stera hjá fólki tengdu íþróttafélagi og þrettán prósent hafa fengið efedrín á sama hátt. Fréttir Innlent Íþróttir Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Rétt tæp átján prósent nemenda í framhaldsskólum landsins, sem lagt hafa stund á vaxtarrækt, höfðu aðspurðir notað örvandi efnið efedrín í tengslum við iðkunina einhvern tíma á síðustu tólf mánuðum. Þá höfðu þrettán prósent nemenda sem iðka vaxtarrækt notað anabólíska stera í tengslum við íþróttina einhvern tíma á sama tímabili. Bæði þessi efni eru ólögleg hér á landi. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem Rannsóknir og greining vann fyrir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands árið 2004. Þátttakendur voru þeir nemendur allra framhaldsskóla á Íslandi sem mættir voru í kennslustundir á þeim tíma sem kannanirnar voru lagðar fyrir. Gild svör fengust frá 11.031 nemanda og var svarhlutfall því 80,9 prósent. 75 prósent þeirra sem svöruðu stunduðu íþróttir eða líkamsrækt vikulega eða oftar, eða samtals 8.273 manns. Niðurstöður þessarar viðamiklu könnunar lágu fyrir á vordögum 2005, en þær hafa ekki litið dagsins ljós fyrr en nú. „Það er athyglisvert að af heildinni sem er að nota stera er heldur hærra hlutfall einstaklinga sem stunda engar íþróttir," segir Pálmar Hreinsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá ÍSÍ. Hann bætir við að hlutfall steranotenda lækki enn ef athuguð sé staða mála iðkenda hjá skipulögðum íþróttafélögum innan ÍSÍ miðað við aðra. Misnotkunin tengist því ekki öðrum þáttum en íþróttaiðkun. Af niðurstöðum rannsóknarinnar má ráða að notkun framhaldsskólanema á efedríni og anabólískum sterum tengist einkum þremur íþróttagreinum, það er vaxtarrækt, frjálsum íþróttum og bardagaíþróttum. Brögð eru þó einnig að því að neysla þessara ólöglegu efna tíðkist í mun fleiri íþróttagreinum, eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti. Athyglisverð eru svör þeirra nemenda sem nota efnin við spurningunni um hvernig þeir hafi fengið þau. Þrjátíu prósent segjast hafa fengið sterana hjá vini eða kunningja. 47 prósent segjast hafa fengið efedrínið hjá vinum. 21 prósent segist hafa fengið stera hjá fólki á líkamsræktarstöðvum og sextán prósent efedrín. Þá kveðast 22 prósent svarenda hafa fengið stera hjá fólki tengdu íþróttafélagi og þrettán prósent hafa fengið efedrín á sama hátt.
Fréttir Innlent Íþróttir Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði