Sex hundruð látnir í Líbanon 27. júlí 2006 19:05 Ísraelska ríkisstjórnin túlkar niðurstöðu ráðstefnunnar um stríðið í Líbanon, sem fram fór í Róm í gær, sem samþykki alþjóðasamfélagsins fyrir áframhaldandi hernaði. Líbönsk yfirvöld telja að sex hundruð manns liggi í valnum eftir árásirnar. Ekkert samkomulag náðist á fundi utanríkisráðherra heims í Róm í gær um að knýja Ísraela og skæruliða Hizbollah til að slíðra sverðin og eftir að fjórir friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna dóu í fyrrakvöld í loftárás Ísraela á Suður-Líbanon ákváðu Ástralir að kalla sína gæsluliða heim. Þessi öfugþróun hefur reynst vatn á myllu Ísraela því í dag lýsti dómsmálaráðherra landsins, Haim Ramon, því yfir að ekki væri hægt að túlka hana öðruvísi en að alþjóðasamfélagið væri að gefa Ísraelum grænt ljós á áframhaldandi hernað. Þeir stóðu ekki við orðin tóm því átökin fyrir botni Miðjarðarhafs héldu áfram í dag sem aldrei fyrr. Enn einn daginn rigndi sprengjum yfir borgina Týrus í Líbanon og Hizbollah skutu fleiri eldflaugum á Ísrael en nokkru sinni fyrr. Ein hafnaði á efnaverksmiðu í bænum Kiryat Shmona. Sem fyrr eru hundruð þúsunda Líbana á flótta og örvænting þessa fólks er orðin mikil. "Is this acceptable that Israel kills, slaughter, destroy and displace people and not listening to any one?" Mohammad Khalifeh, heilbrigðisráðherra Líbanons, sagði í dag mannfall óbreyttra borgara væri mun meira en áður væri talið því enn væru svo margir grafnir undir rústum. Hann hélt að ekki færri en sex hundruð hefðu týnt lífi í árásum síðustu tveggja vikna. Fréttir Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Sjá meira
Ísraelska ríkisstjórnin túlkar niðurstöðu ráðstefnunnar um stríðið í Líbanon, sem fram fór í Róm í gær, sem samþykki alþjóðasamfélagsins fyrir áframhaldandi hernaði. Líbönsk yfirvöld telja að sex hundruð manns liggi í valnum eftir árásirnar. Ekkert samkomulag náðist á fundi utanríkisráðherra heims í Róm í gær um að knýja Ísraela og skæruliða Hizbollah til að slíðra sverðin og eftir að fjórir friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna dóu í fyrrakvöld í loftárás Ísraela á Suður-Líbanon ákváðu Ástralir að kalla sína gæsluliða heim. Þessi öfugþróun hefur reynst vatn á myllu Ísraela því í dag lýsti dómsmálaráðherra landsins, Haim Ramon, því yfir að ekki væri hægt að túlka hana öðruvísi en að alþjóðasamfélagið væri að gefa Ísraelum grænt ljós á áframhaldandi hernað. Þeir stóðu ekki við orðin tóm því átökin fyrir botni Miðjarðarhafs héldu áfram í dag sem aldrei fyrr. Enn einn daginn rigndi sprengjum yfir borgina Týrus í Líbanon og Hizbollah skutu fleiri eldflaugum á Ísrael en nokkru sinni fyrr. Ein hafnaði á efnaverksmiðu í bænum Kiryat Shmona. Sem fyrr eru hundruð þúsunda Líbana á flótta og örvænting þessa fólks er orðin mikil. "Is this acceptable that Israel kills, slaughter, destroy and displace people and not listening to any one?" Mohammad Khalifeh, heilbrigðisráðherra Líbanons, sagði í dag mannfall óbreyttra borgara væri mun meira en áður væri talið því enn væru svo margir grafnir undir rústum. Hann hélt að ekki færri en sex hundruð hefðu týnt lífi í árásum síðustu tveggja vikna.
Fréttir Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Sjá meira