Lögregla vinnur með skemmtistöðum gegn ofbeldi 18. júní 2006 18:53 Lögreglan í Reykjavík hefur tekið upp samstarf við þrjá skemmtistaði í miðborginni þar sem talstöðvum og eftirlitsmyndavélum er beitt til að reyna að draga úr ofbeldi í miðborginni. Samstarfið sem hófst um síðustu helgi hefur þegar gefið góða raun því viðbragðstími lögreglu vegna atvika hefur styst mjög mikið. Ofbeldismál í miðborginni haf verið í kastljósi fjölmiðla undanfarin ár. Reglulega berast fréttir af fólskulegum og grófum árásum, nú síðast í gær þar sem karlmaður var stunginn í kviðinn á veitingastað við Laugaveginn í fyrrinótt. Til þess að reyna að stemma stigu við ofbeldi og auka öryggi í miðborginni hefur lögreglan tekið upp samstarf við dyraverði á þremur stöðum í miðborginni. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir dyraverðina í sérstökum vestum þannig að þeir sjáist vel í öryggismyndavélunum. Þá séu þeir einnig með talstöðvar og geti kallað á lögregluna þannig að hún sé mun fljótari á vettvang en ella.Staðirnir þrír sem um ræðir eru Dubliner, Café Amsterdam og Gaukur á Stöng. Talstöðvarnar gera dyravörðunum á stöðunum einnig kleift að kalla eftir aðstoð hver frá öðrum þar sem þeir eru allir á sama svæðinu. Þórður Ásgeirsson, yfirdyravörður á Gauknum segir samstarfið stytta mjög viðbragðstíma lögreglu og að þegar hafi reynt á það. Það hafi gerst bæði um þessa og þá síðustu og allt hafi gengið mjög vel. Öll samskipti við lögreglu séu auk þess mun betri.Geir Jón segist vilja sjá samstarf við fleiri staði í miðbænum á næstunni og þegar allir verði komnir inn í samstarfið geti ofbeldismenn hvergi komist inn því staðirnir láti hver aðra vita af þeim ekki hegða sér vel. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Lögreglan í Reykjavík hefur tekið upp samstarf við þrjá skemmtistaði í miðborginni þar sem talstöðvum og eftirlitsmyndavélum er beitt til að reyna að draga úr ofbeldi í miðborginni. Samstarfið sem hófst um síðustu helgi hefur þegar gefið góða raun því viðbragðstími lögreglu vegna atvika hefur styst mjög mikið. Ofbeldismál í miðborginni haf verið í kastljósi fjölmiðla undanfarin ár. Reglulega berast fréttir af fólskulegum og grófum árásum, nú síðast í gær þar sem karlmaður var stunginn í kviðinn á veitingastað við Laugaveginn í fyrrinótt. Til þess að reyna að stemma stigu við ofbeldi og auka öryggi í miðborginni hefur lögreglan tekið upp samstarf við dyraverði á þremur stöðum í miðborginni. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir dyraverðina í sérstökum vestum þannig að þeir sjáist vel í öryggismyndavélunum. Þá séu þeir einnig með talstöðvar og geti kallað á lögregluna þannig að hún sé mun fljótari á vettvang en ella.Staðirnir þrír sem um ræðir eru Dubliner, Café Amsterdam og Gaukur á Stöng. Talstöðvarnar gera dyravörðunum á stöðunum einnig kleift að kalla eftir aðstoð hver frá öðrum þar sem þeir eru allir á sama svæðinu. Þórður Ásgeirsson, yfirdyravörður á Gauknum segir samstarfið stytta mjög viðbragðstíma lögreglu og að þegar hafi reynt á það. Það hafi gerst bæði um þessa og þá síðustu og allt hafi gengið mjög vel. Öll samskipti við lögreglu séu auk þess mun betri.Geir Jón segist vilja sjá samstarf við fleiri staði í miðbænum á næstunni og þegar allir verði komnir inn í samstarfið geti ofbeldismenn hvergi komist inn því staðirnir láti hver aðra vita af þeim ekki hegða sér vel.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels