Samkeppniseftirlitið sýknað af kröfum Sjóvás 31. maí 2006 17:53 MYND/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Samkeppniseftirlitið af kröfum Sjóvás - Almennra vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála í tengslum við ólöglegt samráð stóru tryggingarfélaganna. Tuttugu og sjö milljóna króna sekt Sjóvás - Almennra stendur því óhreyfð. Forsaga málsins er sú að í júlí 2002 leitaði aðili sem starfar við bifreiðaréttingar og sprautun til Samkeppnisstofnunar vegna aðgerða vátryggingafélaganna í tengslum við innleiðingu svokallaðs Cabas-tjónamatskerfis. Taldi aðilinn að vátryggingafélögin hefðu haft samráð um greiðslur fyrir hverra unna einingu í kerfinu. Samkeppnisstofnun tók málið til rannsóknar og komst að þeirri niðurstöðu að VÍS, Tryggingamiðstöðin og Sjóvá hefðu haft með sér samráð í málinu og gaf félögunum kost á að tjá sig munnlega um efni málsins. Áður en til þess kom óskaði VÍS eftir viðræðum við Samkeppnisstofnun um að ljúka málinu með sátt og greiddi félagið fimmtán milljónir króna í stjórnvaldssekt. Sama gerði Tryggingamiðstöðin og greiddi átján og hálfa milljón í sekt vegna samráðsins. Sjóvá taldi sig hins vegar ekki hafa brotið samkeppnislög. Því hélt málið áfram og var Sjóvá dæmt til greiðslu 27 milljóna króna í sekt. Þá ákvörðun kærði Sjóvá til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem staðfesti úrskurð samkeppnisráðs. Í kjölfar úrskurðarins höfðaði Sjóvá-Almennar mál gegn Samkeppniseftirlitinu til þess að fá úrskurðinum hnekkt. Þeirri kröfu hafnaði héraðsdómur nú í vikunni og því stendur sektargreiðslan. Voru Sjóvá-Almennar auk þess dæmdar til að greiða málskostnað. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Samkeppniseftirlitið af kröfum Sjóvás - Almennra vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála í tengslum við ólöglegt samráð stóru tryggingarfélaganna. Tuttugu og sjö milljóna króna sekt Sjóvás - Almennra stendur því óhreyfð. Forsaga málsins er sú að í júlí 2002 leitaði aðili sem starfar við bifreiðaréttingar og sprautun til Samkeppnisstofnunar vegna aðgerða vátryggingafélaganna í tengslum við innleiðingu svokallaðs Cabas-tjónamatskerfis. Taldi aðilinn að vátryggingafélögin hefðu haft samráð um greiðslur fyrir hverra unna einingu í kerfinu. Samkeppnisstofnun tók málið til rannsóknar og komst að þeirri niðurstöðu að VÍS, Tryggingamiðstöðin og Sjóvá hefðu haft með sér samráð í málinu og gaf félögunum kost á að tjá sig munnlega um efni málsins. Áður en til þess kom óskaði VÍS eftir viðræðum við Samkeppnisstofnun um að ljúka málinu með sátt og greiddi félagið fimmtán milljónir króna í stjórnvaldssekt. Sama gerði Tryggingamiðstöðin og greiddi átján og hálfa milljón í sekt vegna samráðsins. Sjóvá taldi sig hins vegar ekki hafa brotið samkeppnislög. Því hélt málið áfram og var Sjóvá dæmt til greiðslu 27 milljóna króna í sekt. Þá ákvörðun kærði Sjóvá til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem staðfesti úrskurð samkeppnisráðs. Í kjölfar úrskurðarins höfðaði Sjóvá-Almennar mál gegn Samkeppniseftirlitinu til þess að fá úrskurðinum hnekkt. Þeirri kröfu hafnaði héraðsdómur nú í vikunni og því stendur sektargreiðslan. Voru Sjóvá-Almennar auk þess dæmdar til að greiða málskostnað.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira