Færri íbúðalán 10. maí 2006 10:34 Íbúðalánasjóður. Mynd/E.Ól. Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu alls 3 milljörðum króna í síðasta mánuði. Þar af voru rúmlega 2,8 milljarðar sem tilheyra almennum lánum og tæpar 200 milljónir sem tilheyra leiguíbúðalánum. Þetta er samdráttur á milli mánaða og sama tíma í fyrra en það sem af er árinu hafa umsvif á fasteignamarkaði verið minni en á sama tíma í fyrra. Í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að þetta kunni m.a. að eiga sér skýringu í hærri vaxtakjörum og að aðgengi að lánsfjármagni hefur dregist saman. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs hækkuðu úr 15,9 milljónum í 18 milljónir 18. apríl síðastliðinn. Í mánaðarskýrslunni segir að lánin muni áfram vera bundin við brunabótamat en að fasteignamat lóðar komi nú til viðbóta við brunabótamatið. Í samræmi við breytingu laga um húsnæðislán frá 2004, um að hámarkslán skuli vera 90 prósent af sex mánaða meðaltalsverði íbúða á höfuðborgarsvæðinu, þá hefði hámarkslán sjóðsins átt að vera 21,3 milljónir í dag. Hámarkslánin höfðu hins vegar ekki hækkað í heilt ár á meðan fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 30 til 40 prósent.„Lánin eru enn bundin við brunabótamat og þar sem fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur farið langt fram úr brunabótamati er ekki hægt að færa sterk rök fyrir því að hækkun hámarkslánsins í 18 milljónir sé þensluhvetjandi aðgerð," segir í mánaðarskýrslunni og bent á að lántakandi hafi möguleika á ótakmarkaðri lántöku í bankakerfinu, svo sem veðrými leyfir, þannig að þessi hækkun á hámarksláni Íbúðalánasjóðs ætti að hafa mjög lítil sem engin efnahagsleg áhrif. Áætlun Íbúðalánasjóðs gerir ráð fyrir að útlán sjóðsins verði 14-15 milljarðar króna frá öðrum ársfjórðungi og að útgáfa íbúðabréfa verði 10-11 milljarðar á sama tímabili. Áætlað er að endurskoða áætlanir vegna minnkandi umsvifa á fasteignamarkaði og má gera ráð fyrir að nýjar endurskoðaðar áætlanir verði birtar um næstu mánaðamót. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira
Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu alls 3 milljörðum króna í síðasta mánuði. Þar af voru rúmlega 2,8 milljarðar sem tilheyra almennum lánum og tæpar 200 milljónir sem tilheyra leiguíbúðalánum. Þetta er samdráttur á milli mánaða og sama tíma í fyrra en það sem af er árinu hafa umsvif á fasteignamarkaði verið minni en á sama tíma í fyrra. Í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að þetta kunni m.a. að eiga sér skýringu í hærri vaxtakjörum og að aðgengi að lánsfjármagni hefur dregist saman. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs hækkuðu úr 15,9 milljónum í 18 milljónir 18. apríl síðastliðinn. Í mánaðarskýrslunni segir að lánin muni áfram vera bundin við brunabótamat en að fasteignamat lóðar komi nú til viðbóta við brunabótamatið. Í samræmi við breytingu laga um húsnæðislán frá 2004, um að hámarkslán skuli vera 90 prósent af sex mánaða meðaltalsverði íbúða á höfuðborgarsvæðinu, þá hefði hámarkslán sjóðsins átt að vera 21,3 milljónir í dag. Hámarkslánin höfðu hins vegar ekki hækkað í heilt ár á meðan fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 30 til 40 prósent.„Lánin eru enn bundin við brunabótamat og þar sem fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur farið langt fram úr brunabótamati er ekki hægt að færa sterk rök fyrir því að hækkun hámarkslánsins í 18 milljónir sé þensluhvetjandi aðgerð," segir í mánaðarskýrslunni og bent á að lántakandi hafi möguleika á ótakmarkaðri lántöku í bankakerfinu, svo sem veðrými leyfir, þannig að þessi hækkun á hámarksláni Íbúðalánasjóðs ætti að hafa mjög lítil sem engin efnahagsleg áhrif. Áætlun Íbúðalánasjóðs gerir ráð fyrir að útlán sjóðsins verði 14-15 milljarðar króna frá öðrum ársfjórðungi og að útgáfa íbúðabréfa verði 10-11 milljarðar á sama tímabili. Áætlað er að endurskoða áætlanir vegna minnkandi umsvifa á fasteignamarkaði og má gera ráð fyrir að nýjar endurskoðaðar áætlanir verði birtar um næstu mánaðamót.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira