Brosi allan hringinn 9. maí 2006 21:14 Árni Sigfússon virðist ekki þurfa að hafa áhyggjur af að leita sér að nýrri vinnu eftir næstu kosningar. MYND/Pjetur "Ég brosi auðvitað allan hringinn," sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, þegar kynntar voru niðurstöður könnunar fyrir NFS um fylgi flokkanna sem eru þar í framboði. Tveir af hverjum þremur kjósendum í Reykjanesbæ myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú.Það stefnir í stórsigur Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ miðað við niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS.Samfylkingarfólk og Framsóknarmenn sameinuðust í A-lista framboði fyrir kosningarnar og freistuðu þess að vinna meirihluta af Sjálfstæðisflokknum. Sú tilraun virðist ætla að mistakast hrapallega. Fylgi A-listans mælist 32 prósent en flokkarnir sem að honum standa fengu 47 prósenta fylgi í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar í stórsókn og fengi tæp 68 prósent atkvæða, fimmtán prósentustigum meira en fyrir fjórum árum.Aðrir flokkar bjóða fram í fyrsta sinn og mælast vart eða ekki. Enginn nefndi Frjálslynda flokkinn, og Vinstri-grænir og Reykjanesbæjarlistinn voru aðeins nefndir einu sinni hvor um sig.Árni Sigfússon, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna, var að vonum kátur. "Ég brosi auðvitað allan hringinn," sagði hann. "Mér þykir mjög vænt um þessa miklu samstöðu sem mikill meirihluti bæjarbúa er að sýna með þessu. Árni benti þó á að þrjú nýjustu framboðin hefðu ekki verið búin að kynna sig þegar könnunin var gerð og því væri rétt að gefa þeim eitthvert tækifæri áður en þau væru afskrifuð. Fylgi flokkanna gæti því enn átt eftir að breytast.Reynir Valbergsson, bæjarstjóraefni A-listans, sagðist sannfærður um að listinn fengi meira fylgi í kosningum en í könnuninni. Hann sagði að nú lægi fyrir mönnum að berjast og vísaði til orða Winstons Churchills, sem tvisvar var forsætisráðherra Bretlands, um að ef menn ættu leið um helvíti ættu þeir ekki að nema staðar heldur halda áfram göngu sinni.Oddvitar minni framboðanna bentu á að þau væru nýframkomin og því þekktu kjósendur lítið til þeirra. Sigurður Eyberg, oddviti Vinstri-grænna, sagði ekkert að marka kosninguna þar sem hún hefði verið gerð í síðustu viku, áður en flokkurinn ákvað framboð í Reykjanesbæ.Oddviti Reykjanesbæjarlistans á sæti í miðstjórn Frjálslynda flokksins sem býður þar með fram klofinn í sveitarfélaginu. Kristinn Guðmundsson, oddviti Frjálslynda flokksins, átti ekki í vandræðum með að skýra hvernig á þessu stæði. "Við héldum að við yrðum svo stórir að við þyrftum að bjóða fram í tveimur flokkum." Framsóknarflokkurinn Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Vinstri græn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
"Ég brosi auðvitað allan hringinn," sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, þegar kynntar voru niðurstöður könnunar fyrir NFS um fylgi flokkanna sem eru þar í framboði. Tveir af hverjum þremur kjósendum í Reykjanesbæ myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú.Það stefnir í stórsigur Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ miðað við niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS.Samfylkingarfólk og Framsóknarmenn sameinuðust í A-lista framboði fyrir kosningarnar og freistuðu þess að vinna meirihluta af Sjálfstæðisflokknum. Sú tilraun virðist ætla að mistakast hrapallega. Fylgi A-listans mælist 32 prósent en flokkarnir sem að honum standa fengu 47 prósenta fylgi í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar í stórsókn og fengi tæp 68 prósent atkvæða, fimmtán prósentustigum meira en fyrir fjórum árum.Aðrir flokkar bjóða fram í fyrsta sinn og mælast vart eða ekki. Enginn nefndi Frjálslynda flokkinn, og Vinstri-grænir og Reykjanesbæjarlistinn voru aðeins nefndir einu sinni hvor um sig.Árni Sigfússon, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna, var að vonum kátur. "Ég brosi auðvitað allan hringinn," sagði hann. "Mér þykir mjög vænt um þessa miklu samstöðu sem mikill meirihluti bæjarbúa er að sýna með þessu. Árni benti þó á að þrjú nýjustu framboðin hefðu ekki verið búin að kynna sig þegar könnunin var gerð og því væri rétt að gefa þeim eitthvert tækifæri áður en þau væru afskrifuð. Fylgi flokkanna gæti því enn átt eftir að breytast.Reynir Valbergsson, bæjarstjóraefni A-listans, sagðist sannfærður um að listinn fengi meira fylgi í kosningum en í könnuninni. Hann sagði að nú lægi fyrir mönnum að berjast og vísaði til orða Winstons Churchills, sem tvisvar var forsætisráðherra Bretlands, um að ef menn ættu leið um helvíti ættu þeir ekki að nema staðar heldur halda áfram göngu sinni.Oddvitar minni framboðanna bentu á að þau væru nýframkomin og því þekktu kjósendur lítið til þeirra. Sigurður Eyberg, oddviti Vinstri-grænna, sagði ekkert að marka kosninguna þar sem hún hefði verið gerð í síðustu viku, áður en flokkurinn ákvað framboð í Reykjanesbæ.Oddviti Reykjanesbæjarlistans á sæti í miðstjórn Frjálslynda flokksins sem býður þar með fram klofinn í sveitarfélaginu. Kristinn Guðmundsson, oddviti Frjálslynda flokksins, átti ekki í vandræðum með að skýra hvernig á þessu stæði. "Við héldum að við yrðum svo stórir að við þyrftum að bjóða fram í tveimur flokkum."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Vinstri græn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira