Varnarleikur meistaranna gerði útslagið 8. maí 2006 05:45 Hér eigast þeir við í leiknum í gær, Bruce Bowen og Dirk Nowitzki, en þeir eiga eftir að kljást mikið áður en úrslit liggja fyrir í einvígi San Antonio og Dallas NordicPhotos/GettyImages San Antonio hafði ekki nema einn og hálfan sólarhring til að jafna sig eftir viðureign sína við Sacramento í fyrstu umferðinni áður en liðið sneri aftur heim og tók á móti Dallasí fyrsta leik annarar umferðarinnar í Vesturdeildinni. Meistararnir skelltu í lás í vörninni á lokasprettinum í hnífjöfnum leik og höfðu sigur 87-85. Tim Duncan átti frábæran leik fyrir San Antonio í gær, skoraði 31 stig og hirti 13 fráköst. Tony Parker skoraði 19 stig og Manu Ginobili bætti við 15 stigum. Varamaðurinn Jerry Stackhouse skoraði 24 stig fyrir Dallas, Dirk Nowitzki skoraði 20 stig og hirti 14 fráköst og Josh Howard skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst. "Ég tek eftir því að sum lið eru hætt að tvídekka Tim Duncan. Það er mjög slæm hugmynd. Hann var frábær í kvöld og þegar hann er að spila svona vel er eftirleikurinn okkur hinum svo miklu auðveldari," sagði Tony Parker, leikstjórnandi San Antonio um leikaðferð Dallas. Leikurinn var í járnum allan tímann, en eins og áður sagði var það varnarleikur heimamanna sem gerði útslagið. Dallas skoraði ekki körfu utan af velli á síðustu þremur mínútum leiksins. Það var ekki síst varnarjaxlinn Bruce Bowen sem var hetja San Antonio, því hann skoraði það sem reyndist sigurkarfa liðsins þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum - og náði svo að hanga á Dirk Nowitzki í lokin og koma í veg fyrir að hann næði góðu skoti til að reyna að jafna leikinn. Það kom í hlut Jerry Stackhouse að eiga síðasta skot Dallas í leiknum, sem var örvæntingarfullt og illa ígrundað þriggja stiga skot úr horninu sem var fjarri því að hitta. Flest bendir til þess að einvígi þessara liða verði jafnt og æsispennandi, því liðin gjörþekkja hvort annað. Avery Johnson, þjálfari Dallas, spilaði í mörg ár undir stjórn Gregg Popovich, þjálfara San Antonio. Michael Finley, núverandi leikmaður San Antonio, lék áður í níu ár með Dallas. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Sjá meira
San Antonio hafði ekki nema einn og hálfan sólarhring til að jafna sig eftir viðureign sína við Sacramento í fyrstu umferðinni áður en liðið sneri aftur heim og tók á móti Dallasí fyrsta leik annarar umferðarinnar í Vesturdeildinni. Meistararnir skelltu í lás í vörninni á lokasprettinum í hnífjöfnum leik og höfðu sigur 87-85. Tim Duncan átti frábæran leik fyrir San Antonio í gær, skoraði 31 stig og hirti 13 fráköst. Tony Parker skoraði 19 stig og Manu Ginobili bætti við 15 stigum. Varamaðurinn Jerry Stackhouse skoraði 24 stig fyrir Dallas, Dirk Nowitzki skoraði 20 stig og hirti 14 fráköst og Josh Howard skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst. "Ég tek eftir því að sum lið eru hætt að tvídekka Tim Duncan. Það er mjög slæm hugmynd. Hann var frábær í kvöld og þegar hann er að spila svona vel er eftirleikurinn okkur hinum svo miklu auðveldari," sagði Tony Parker, leikstjórnandi San Antonio um leikaðferð Dallas. Leikurinn var í járnum allan tímann, en eins og áður sagði var það varnarleikur heimamanna sem gerði útslagið. Dallas skoraði ekki körfu utan af velli á síðustu þremur mínútum leiksins. Það var ekki síst varnarjaxlinn Bruce Bowen sem var hetja San Antonio, því hann skoraði það sem reyndist sigurkarfa liðsins þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum - og náði svo að hanga á Dirk Nowitzki í lokin og koma í veg fyrir að hann næði góðu skoti til að reyna að jafna leikinn. Það kom í hlut Jerry Stackhouse að eiga síðasta skot Dallas í leiknum, sem var örvæntingarfullt og illa ígrundað þriggja stiga skot úr horninu sem var fjarri því að hitta. Flest bendir til þess að einvígi þessara liða verði jafnt og æsispennandi, því liðin gjörþekkja hvort annað. Avery Johnson, þjálfari Dallas, spilaði í mörg ár undir stjórn Gregg Popovich, þjálfara San Antonio. Michael Finley, núverandi leikmaður San Antonio, lék áður í níu ár með Dallas.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Sjá meira