Lakers vann grannaslaginn 10. apríl 2006 08:53 Kobe Bryant var samur við sig í nótt og sallaði 38 stigum á LA Clippers NordicPhotos/GettyImages Los Angeles Lakers sigraði í nótt granna sína Clippers 100-83 í NBA deildinni og kom þar með í veg fyrir að Clippers hefði betur í innbyrðisviðureignum liðanna í fyrsta sinn síðan árið 1993. Kobe Bryant skoraði 17 af 38 stigum sínum í fjórða leikhlutanum, en Elton Brand og Sam Cassell skoruðu 24 stig hvor fyrir Clippers - sem þó er enn ofar í töflunni. Orlando heldur áfram að koma á óvart og í nótt vann liðið annan sigur sinn í röð gegn stórliði í Austurdeildinni þegar liðið skellti Miami Heat 93-84. Jameer Nelson skoraði 26 stig fyrir Orlando, en Dwayne Wade skoraði 27 stig fyrir Miami. San Antonio vann mikilvægan sigur á Memphis á heimavelli sínum 83-81, þar sem lokaskot Pau Gasol um leið og lokaflautið gall vildi ekki í körfuna og því höfðu heimamenn nauman sigur. Tim Duncan skoraði 23 stig og hirti 12 fráköst fyrir meistarana, en Jake Tsakalidis skoraði 15 stig fyrir Memphis. Sacramento lagði Houston 86-77 og þarf nú aðeins þrjá sigra í viðbót til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Brad Miller skoraði 30 stig, hirti 11 fráköst og náði að halda þokkalega aftur af kínverska risanum Yao Ming hjá Houston, sem þó var atkvæðamestur í liði gestanna með 19 stig og 12 fráköst. Loks vann Seattle góðan sigur á Phoenix á heimavelli sínum 116-114 í leik sem var sýndur í beinni útsendingu á NBA TV og var sóknarleikurinn í miklu fyrirrúmi hjá liðunum eins og ætla mátti. Ray Allen skoraði öll 30 stig sín í þremur síðustu leikhlutunum og þar á meðal sigurkörfuna. Raja Bell var stigahæstur hjá Phoenix með 23 stig og þeir Boris Diaw og Shawn Marion skoruðu 22 stig hvor. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Los Angeles Lakers sigraði í nótt granna sína Clippers 100-83 í NBA deildinni og kom þar með í veg fyrir að Clippers hefði betur í innbyrðisviðureignum liðanna í fyrsta sinn síðan árið 1993. Kobe Bryant skoraði 17 af 38 stigum sínum í fjórða leikhlutanum, en Elton Brand og Sam Cassell skoruðu 24 stig hvor fyrir Clippers - sem þó er enn ofar í töflunni. Orlando heldur áfram að koma á óvart og í nótt vann liðið annan sigur sinn í röð gegn stórliði í Austurdeildinni þegar liðið skellti Miami Heat 93-84. Jameer Nelson skoraði 26 stig fyrir Orlando, en Dwayne Wade skoraði 27 stig fyrir Miami. San Antonio vann mikilvægan sigur á Memphis á heimavelli sínum 83-81, þar sem lokaskot Pau Gasol um leið og lokaflautið gall vildi ekki í körfuna og því höfðu heimamenn nauman sigur. Tim Duncan skoraði 23 stig og hirti 12 fráköst fyrir meistarana, en Jake Tsakalidis skoraði 15 stig fyrir Memphis. Sacramento lagði Houston 86-77 og þarf nú aðeins þrjá sigra í viðbót til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Brad Miller skoraði 30 stig, hirti 11 fráköst og náði að halda þokkalega aftur af kínverska risanum Yao Ming hjá Houston, sem þó var atkvæðamestur í liði gestanna með 19 stig og 12 fráköst. Loks vann Seattle góðan sigur á Phoenix á heimavelli sínum 116-114 í leik sem var sýndur í beinni útsendingu á NBA TV og var sóknarleikurinn í miklu fyrirrúmi hjá liðunum eins og ætla mátti. Ray Allen skoraði öll 30 stig sín í þremur síðustu leikhlutunum og þar á meðal sigurkörfuna. Raja Bell var stigahæstur hjá Phoenix með 23 stig og þeir Boris Diaw og Shawn Marion skoruðu 22 stig hvor.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira