Kidd með áttundu þrennuna í sigri Nets 9. apríl 2006 22:17 Jason Kidd náði enn einni þrennunni í kvöld þegar New Jersey færði Milwaukee fjórða tap sitt í röð NordicPhotos/GettyImages Fimm leikjum er þegar lokið í NBA deildinni í kvöld. New Jersey Nets komst aftur á sigurbraut og lagði Milwaukee Bucks 95-83. Jason Kidd náði áttundu þrennu sinni í vetur og þeirri 75. á ferlinum þegar hann skoraði 11 stig, hirti 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar hjá Nets. Vince Carter var stigahæstur með 25 stig, en hjá Milwaukee skoraði TJ Ford mest, 19 stig. Leikur Seattle og Phoenix verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan eitt í nótt. Efsta lið deildarinnar Detroit valtaði yfir Indiana á heimavelli 98-73. Tayshaun Prince var stigahæstur í jöfnu liði Detroit og skoraði 17 stig og Ben Wallace hirti 22 fráköst, en Stephen Jackson skoraði 15 stig fyrir Indiana. Minnesota vann nauman heimasigur á Atlanta Hawks 84-83. Kevin Garnett og Ricky Davis voru ekki með hjá Minnesota og flestir eru á einu máli um að liðið sé viljandi að reyna að tapa sem flestum leikjum á lokasprettinum til að eiga betri möguleika í nýliðavalinu í sumar. Þetta var í fyrsta sinn í yfir 350 leiki sem Kevin Garnett er ekki í byrjunarliði Minnesota. Charlotte lagði Toronto 94-88 og reynir nú að forðast að vera með lélegastan árangur allra liða í deildinni. Brevin Knight skoraði 19 stig fyrir Charlotte, en Mike James skoraði 32 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Toronto. Loks vann New York nokkuð óvæntan útisigur á Boston Celtics 101-86, þar sem Jamal Crawford skoraði 31 stig og hirti 11 fráköst fyrir New York en Paul Pierce skoraði 19 stig, hirti 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar hjá Boston. Nokkrum leikjum er enn ólokið í deildinni, en eins og áður sagði verður leikur Seattle og Phoenix sýndur beint á NBA TV-rásinni á Digital Ísland klukkan eitt í nótt. Rétt er að hvetja alla sem hafa gaman af leiftrandi sóknarleik til að horfa á þann leik, því þetta eru tvö af sprækustu sóknarliðum deildarinnar og mikið má vera ef stigaskorið fer ekki yfir 120 stigin hjá báðum liðum. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Sjá meira
Fimm leikjum er þegar lokið í NBA deildinni í kvöld. New Jersey Nets komst aftur á sigurbraut og lagði Milwaukee Bucks 95-83. Jason Kidd náði áttundu þrennu sinni í vetur og þeirri 75. á ferlinum þegar hann skoraði 11 stig, hirti 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar hjá Nets. Vince Carter var stigahæstur með 25 stig, en hjá Milwaukee skoraði TJ Ford mest, 19 stig. Leikur Seattle og Phoenix verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan eitt í nótt. Efsta lið deildarinnar Detroit valtaði yfir Indiana á heimavelli 98-73. Tayshaun Prince var stigahæstur í jöfnu liði Detroit og skoraði 17 stig og Ben Wallace hirti 22 fráköst, en Stephen Jackson skoraði 15 stig fyrir Indiana. Minnesota vann nauman heimasigur á Atlanta Hawks 84-83. Kevin Garnett og Ricky Davis voru ekki með hjá Minnesota og flestir eru á einu máli um að liðið sé viljandi að reyna að tapa sem flestum leikjum á lokasprettinum til að eiga betri möguleika í nýliðavalinu í sumar. Þetta var í fyrsta sinn í yfir 350 leiki sem Kevin Garnett er ekki í byrjunarliði Minnesota. Charlotte lagði Toronto 94-88 og reynir nú að forðast að vera með lélegastan árangur allra liða í deildinni. Brevin Knight skoraði 19 stig fyrir Charlotte, en Mike James skoraði 32 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Toronto. Loks vann New York nokkuð óvæntan útisigur á Boston Celtics 101-86, þar sem Jamal Crawford skoraði 31 stig og hirti 11 fráköst fyrir New York en Paul Pierce skoraði 19 stig, hirti 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar hjá Boston. Nokkrum leikjum er enn ólokið í deildinni, en eins og áður sagði verður leikur Seattle og Phoenix sýndur beint á NBA TV-rásinni á Digital Ísland klukkan eitt í nótt. Rétt er að hvetja alla sem hafa gaman af leiftrandi sóknarleik til að horfa á þann leik, því þetta eru tvö af sprækustu sóknarliðum deildarinnar og mikið má vera ef stigaskorið fer ekki yfir 120 stigin hjá báðum liðum.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Sjá meira