Verðlagning hlutabréfa sanngjörn 7. apríl 2006 16:59 Greiningardeild Landsbankans segir verðmat á innlendum hlutabréfum sanngjarna í dag. Verðmatskennitölur styðja þessa niðurstöðu, að sögn deildarinnar. Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að til skemmri tíma sé búist við að hlutabréfamarkaðurinn verði áfram mjög viðkvæmur fyrir öllum fréttum varðandi lánshæfi Íslands og íslensku bankanna. Þetta muni væntanlega ekki breytast fyrr en ró skapast um fjármögnun bankanna á alþjóða fjármálamörkuðum. Til lengri tíma séu horfur á hlutabréfamarkaði góðar. Greiningardeildin segir jafnframt að samanlagt markaðsvirði félaganna 17 sem skráð eru í Kauphöllinni sé 86 prósent af heildarvirði markaðarins. Deildin spáir hins vegar ekki um afkomu Landsbankans, en með honum sé markaðsvirðið 99 prósent af heildarvirði markaðarins. Afkomuspá fyrir árið í heild gerir ráð fyrir að hagnaður allra félaga í Kauphöllinni, nema TM og HB Granda, aukist á milli ára. Stórum hluta aukningarinnar má rekja til ytri vaxtar. Í krónum talið sé gert ráð fyrir mestri hagnaðaraukningu hjá FL Group (3,5 milljarðar króna eða sem nemur 20 prósentum), Bakkavör (2,4 milljarðar króna eða sem nemur 66 prósentum) og Actavis (2 milljarðar króna eða sem nemur 31 prósenti). Þá gerir greiningardeildin ráð fyrir 3. milljarða króna afkomubata hjá Icelandic Group, en á síðasta ári skilaði fyrirtækið 1,2 milljarða króna tapi. Hlutfallslega er gert ráð fyrir að hagnaður Alfesca aukist mest á milli ára, eða um 540 prósent í krónum talið. Þá er búist við að hagnaður Mosaic Fashions aukist um 126 prósent. Deildin gerir ráð fyrir því að hagnaður TM dragist saman um 57 prósent á milli ára og nemi 3,1 milljarði króna á þessu ári. Ástæða samdráttarins er sú að skilyrði á hlutabréfamarkaði voru óvenju hagstæð á síðasta ári og sé því ekki gert ráð fyrir jafn hagstæðu ári í ár. Þá hefur tryggingastarfsemin hefur verið í járnum um nokkurt skeið og hagnaður borinn uppi af fjármagnstekjum. Búist er við að HB Grandi muni skila rekstrartapi fyrir árið í heild. Skýringin liggur í gengistapi erlendra skulda, en sjóðstreymi félagsins styrkist mjög á milli ára. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Greiningardeild Landsbankans segir verðmat á innlendum hlutabréfum sanngjarna í dag. Verðmatskennitölur styðja þessa niðurstöðu, að sögn deildarinnar. Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að til skemmri tíma sé búist við að hlutabréfamarkaðurinn verði áfram mjög viðkvæmur fyrir öllum fréttum varðandi lánshæfi Íslands og íslensku bankanna. Þetta muni væntanlega ekki breytast fyrr en ró skapast um fjármögnun bankanna á alþjóða fjármálamörkuðum. Til lengri tíma séu horfur á hlutabréfamarkaði góðar. Greiningardeildin segir jafnframt að samanlagt markaðsvirði félaganna 17 sem skráð eru í Kauphöllinni sé 86 prósent af heildarvirði markaðarins. Deildin spáir hins vegar ekki um afkomu Landsbankans, en með honum sé markaðsvirðið 99 prósent af heildarvirði markaðarins. Afkomuspá fyrir árið í heild gerir ráð fyrir að hagnaður allra félaga í Kauphöllinni, nema TM og HB Granda, aukist á milli ára. Stórum hluta aukningarinnar má rekja til ytri vaxtar. Í krónum talið sé gert ráð fyrir mestri hagnaðaraukningu hjá FL Group (3,5 milljarðar króna eða sem nemur 20 prósentum), Bakkavör (2,4 milljarðar króna eða sem nemur 66 prósentum) og Actavis (2 milljarðar króna eða sem nemur 31 prósenti). Þá gerir greiningardeildin ráð fyrir 3. milljarða króna afkomubata hjá Icelandic Group, en á síðasta ári skilaði fyrirtækið 1,2 milljarða króna tapi. Hlutfallslega er gert ráð fyrir að hagnaður Alfesca aukist mest á milli ára, eða um 540 prósent í krónum talið. Þá er búist við að hagnaður Mosaic Fashions aukist um 126 prósent. Deildin gerir ráð fyrir því að hagnaður TM dragist saman um 57 prósent á milli ára og nemi 3,1 milljarði króna á þessu ári. Ástæða samdráttarins er sú að skilyrði á hlutabréfamarkaði voru óvenju hagstæð á síðasta ári og sé því ekki gert ráð fyrir jafn hagstæðu ári í ár. Þá hefur tryggingastarfsemin hefur verið í járnum um nokkurt skeið og hagnaður borinn uppi af fjármagnstekjum. Búist er við að HB Grandi muni skila rekstrartapi fyrir árið í heild. Skýringin liggur í gengistapi erlendra skulda, en sjóðstreymi félagsins styrkist mjög á milli ára.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira