Tólf í röð hjá New Jersey 3. apríl 2006 14:27 Vince Carter skoraði 43 stig fyrir New Jersey þegar liðið vann sinn 12. leik í röð í nótt NordicPhotos/GettyImages Lið New Jersey Nets hefur heldur betur verið á sigurgöngu í NBA deildinni að undanförnu og í nótt skellti liðið Miami og vann sinn 12. leik í röð. Vince Carter fór á kostum í liði New Jersey og skoraði 43 stig, en Dwayne Wade skoraði 32 stig fyrir Miami. Detroit lagði Phoenix 109-102 eftir að hafa lent mest 17 stigum undir í leiknum. Chauncey Billups skoraði 35 stig fyrir Detroit, en Shawn Marion 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir Phoenix. Dallas hristi af sér slenið eftir þrjú töp í röð og skellti Denver 103-79. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig og hirti 12 fráköst fyrir Dallas, en Carmelo Anthony skoraði 25 stig fyrir Denver. Kobe Bryant skoraði 43 stig fyrir LA Lakers í 104-88 sigri á Houston. Yao Ming skoraði 33 stig og 16 fráköst fyrir Houston. Minnesota lagði Golden State í framlengingu 106-104. Jason Richardson skoraði 33 stig fyrir Golden State, en Marcus Banks skoraði 24 stig fyrir Minnesota. Memphis stöðvaði þriggja leikja taphrinu með sigri á Atlanta 98-87. Chucky Atkins skoraði 19 stig fyrir Memphis, en Josh Smith skoraði 26 stig fyrir Atlanta. Philadelphia vann New York í annað sinn um helgina 114-95. Allen Iverson skoraði 32 stig fyrir Philadelphia en Jamal Crawford skoraði 23 stig fyrir New York. Cleveland vann áttunda leik sinn í röð þegar liði skellti Charlotte á útivelli 101-97. LeBron James átti enn einn tröllaleikinn með 35 stigum, 12 fráköstum og 8 stoðsendingum, en Raymond Felton var bestur hjá Charlotte með 20 stig. Nýliðinn Chris Paul náði fyrstu þrennu sinni á ferlinum þegar New Orleans lagði Toronto 120-113 í tvíframlengdum leik. Paul skoraði 24 stig, hirti 12 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. En Mo Peterson skoraði 27 stig fyrir Toronto. Sacramento hélt uppteknum hætti gegn LA Clippers á heimavelli sínum og sigraði 106-96, en Clippers hefur ekki unnið í Sacramento í níu ár. Ron Artest skoraði 26 stig fyrir Sacramento, en þeir Sam Cassell og Chris Kaman skoruðu 20 stig hvor fyrir Clippers. Loks burstaði Seattle heillum horfið lið Portland 122-83. Ray Allen skoraði 24 stig fyrir Seattle, en Martell Webster og Sebastian Telfair skoruðu 14 stig hvor fyrir Portland sem tapaði sínum 11. leik í röð. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Sjá meira
Lið New Jersey Nets hefur heldur betur verið á sigurgöngu í NBA deildinni að undanförnu og í nótt skellti liðið Miami og vann sinn 12. leik í röð. Vince Carter fór á kostum í liði New Jersey og skoraði 43 stig, en Dwayne Wade skoraði 32 stig fyrir Miami. Detroit lagði Phoenix 109-102 eftir að hafa lent mest 17 stigum undir í leiknum. Chauncey Billups skoraði 35 stig fyrir Detroit, en Shawn Marion 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir Phoenix. Dallas hristi af sér slenið eftir þrjú töp í röð og skellti Denver 103-79. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig og hirti 12 fráköst fyrir Dallas, en Carmelo Anthony skoraði 25 stig fyrir Denver. Kobe Bryant skoraði 43 stig fyrir LA Lakers í 104-88 sigri á Houston. Yao Ming skoraði 33 stig og 16 fráköst fyrir Houston. Minnesota lagði Golden State í framlengingu 106-104. Jason Richardson skoraði 33 stig fyrir Golden State, en Marcus Banks skoraði 24 stig fyrir Minnesota. Memphis stöðvaði þriggja leikja taphrinu með sigri á Atlanta 98-87. Chucky Atkins skoraði 19 stig fyrir Memphis, en Josh Smith skoraði 26 stig fyrir Atlanta. Philadelphia vann New York í annað sinn um helgina 114-95. Allen Iverson skoraði 32 stig fyrir Philadelphia en Jamal Crawford skoraði 23 stig fyrir New York. Cleveland vann áttunda leik sinn í röð þegar liði skellti Charlotte á útivelli 101-97. LeBron James átti enn einn tröllaleikinn með 35 stigum, 12 fráköstum og 8 stoðsendingum, en Raymond Felton var bestur hjá Charlotte með 20 stig. Nýliðinn Chris Paul náði fyrstu þrennu sinni á ferlinum þegar New Orleans lagði Toronto 120-113 í tvíframlengdum leik. Paul skoraði 24 stig, hirti 12 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. En Mo Peterson skoraði 27 stig fyrir Toronto. Sacramento hélt uppteknum hætti gegn LA Clippers á heimavelli sínum og sigraði 106-96, en Clippers hefur ekki unnið í Sacramento í níu ár. Ron Artest skoraði 26 stig fyrir Sacramento, en þeir Sam Cassell og Chris Kaman skoruðu 20 stig hvor fyrir Clippers. Loks burstaði Seattle heillum horfið lið Portland 122-83. Ray Allen skoraði 24 stig fyrir Seattle, en Martell Webster og Sebastian Telfair skoruðu 14 stig hvor fyrir Portland sem tapaði sínum 11. leik í röð.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Sjá meira