Deildi hart á gagnrýnendur innan flokks 31. mars 2006 21:56 Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, fór hörðum orðum um þá flokksmenn sem hafa gagnrýnt forystuna opinberlega, þegar hann ávarpaði vorfund miðstjórnarflokksins sem haldinn er í Reykjavík.Formaður Framsóknarflokksins deildi hart á þá flokksmenn sem gagnrýnt hafa forystu flokksins opinberlega að undanförnu og hvatti flokksmenn til samstöðu. Hann sagði að allir þingmenn flokksins og sveitarstjórnarmenn væru forystumenn flokksins og mátti lesa úr því að ádeila hans beindist ekki síst að borgarfulltrúanum Önnu Kristinsdóttur og þingmanninum Kristni H. Gunnarssyni sem hafa gagnrýnt forystuna harkalega að undanförnu. Formaðurinn sagðist ekki hræddur við komandi kosningar en lýsti vissum áhyggjum af því að innanflokksdeilur kynnu að hafa slæm áhrif á útkomu flokksins.Halldór hvatti flokksmenn til að líta í eigin barm og skoða hvort þeir gætu ekki gert meira til að auka veg flokksins.Halldór deildi ekki aðeins á þá samflokksmenn sína sem hafa gagnrýnt forystuna opinberlega. Hann fór einnig hörðum orðum um þá hugmynd Dags. B. Eggertssonar, oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík, að byggja aðeins tveggja akreina Sundabraut, þvert á það sem samkomulag hefði náðst um. Hann sagði slíka umræðu aðeins vera út og suður og engum til gagns.Hann gagnrýndi einnig Samfylkinguna og Vinstri-græna fyrir að hafa bakkað út úr því sem hefði verið svo gott sem frágengið samkomulag um að ríkið keypti hlut borgarinnar í Landsvirkjun, þrátt fyrir að ríkið hefði verið reiðubúið að greiða hærra en matsverð fyrir hlut borgarinnar. Hefði borgin gengið að þessu hefði hún getað tekið þátt í hluta kostnaðar við Sundabraut sem væri umfram það ríkið væri reiðubúið að greiða, ef ráðist yrði í einhverja dýrari kosta við lagningu Sundabrautar. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, fór hörðum orðum um þá flokksmenn sem hafa gagnrýnt forystuna opinberlega, þegar hann ávarpaði vorfund miðstjórnarflokksins sem haldinn er í Reykjavík.Formaður Framsóknarflokksins deildi hart á þá flokksmenn sem gagnrýnt hafa forystu flokksins opinberlega að undanförnu og hvatti flokksmenn til samstöðu. Hann sagði að allir þingmenn flokksins og sveitarstjórnarmenn væru forystumenn flokksins og mátti lesa úr því að ádeila hans beindist ekki síst að borgarfulltrúanum Önnu Kristinsdóttur og þingmanninum Kristni H. Gunnarssyni sem hafa gagnrýnt forystuna harkalega að undanförnu. Formaðurinn sagðist ekki hræddur við komandi kosningar en lýsti vissum áhyggjum af því að innanflokksdeilur kynnu að hafa slæm áhrif á útkomu flokksins.Halldór hvatti flokksmenn til að líta í eigin barm og skoða hvort þeir gætu ekki gert meira til að auka veg flokksins.Halldór deildi ekki aðeins á þá samflokksmenn sína sem hafa gagnrýnt forystuna opinberlega. Hann fór einnig hörðum orðum um þá hugmynd Dags. B. Eggertssonar, oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík, að byggja aðeins tveggja akreina Sundabraut, þvert á það sem samkomulag hefði náðst um. Hann sagði slíka umræðu aðeins vera út og suður og engum til gagns.Hann gagnrýndi einnig Samfylkinguna og Vinstri-græna fyrir að hafa bakkað út úr því sem hefði verið svo gott sem frágengið samkomulag um að ríkið keypti hlut borgarinnar í Landsvirkjun, þrátt fyrir að ríkið hefði verið reiðubúið að greiða hærra en matsverð fyrir hlut borgarinnar. Hefði borgin gengið að þessu hefði hún getað tekið þátt í hluta kostnaðar við Sundabraut sem væri umfram það ríkið væri reiðubúið að greiða, ef ráðist yrði í einhverja dýrari kosta við lagningu Sundabrautar.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira