Ekki tímabært að afnema verðtryggingu lána 30. mars 2006 17:29 MYND/GVA Stefna ber að því til lengri tíma litið að afnema verðtryggingu lána hér á landi en það er ekki hægt nú vegna þeirra sveiflna sem eru í þjóðfélaginu. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra við utandagskrárumræðu um aukningu á skuldum þjóðarbúsins í dag. Málshefjandinn Sigurjón Þórðarson úr Frjálslynda flokknum vakti athygli á því að skuldir þjóðarbúsins við útlönd umfram eignir hefðu aukist um 270 milljarða í fyrra. Hann benti einnig á að í því efnahagsumróti sem verið hefði síðustu vikur með neikvæðri umræðu um stöðu bankanna og lækkun á gengi krónunnar væri hætta á verðbólguskoti með tilheyrandi skuldaaukningu fyrir þjóðina. Hann spurði því forsætisráðherra meðal annars hvort til greina kæmi að afnema verðtryggingu til þess að lánastofnanir yrðu varkárari í útlánum og tækju þannig á sig aukna áhættu vegna hækkandi verðbólgu. Sigurjón sagði enn fremur að með núverandi verðtryggingu myndi hækkandi verðbólga nær eingöngu bitna á viðskiptavinum bankanna þar sem þeir væru tryggðir í bak og fyrir. Frjálslyndir teldu að ef verðtryggingin yrði afnumin yrði erlend lántaka bankanna mun varfærnari. Forsætisráðherra sagði óhjákvæmilegt að taka tillit til eigna þegar skuldir væru metnar og benti á að skuldir ríkissjóðs hefðu minnkað hröðum skrefum. Skuldastaða heimilanna væri vissulega áhyggjuefni eignir þeirra hefðu aukist um 1200 milljarða á síðustu árum. Hann sagði verðtryggingu á vissan hátt gallaða en erfitt væri að afnema hana nú. Hann sagði að ef taka ætti upp gengistryggingu í staðinn lægi það fyrir að lán yrðu meira eða minna í erlendri mynt í stað íslenskra króna. Til lengri tíma litið teldi hann að stefna bæri að því að afnema verðtryggingu en við þau skilyrði sem nú væru uppi sæi hann ekki forsendur til þess. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu stjórnvöld ekki standa sig í efnahagsstjórninni og bent var á að Seðlabankinn hefði hækkað stýri vexti í þrettánda sinn í morgun frá maí 2004. Stjórnarþingmenn sögðu hins vegar að þjóðin hefði aldrei verið betur í stakk búin til að borgar skuldir. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, benti á að menn þyrftu að hafa þrek til þess að varðveita þann árangur sem náðst hefði Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Stefna ber að því til lengri tíma litið að afnema verðtryggingu lána hér á landi en það er ekki hægt nú vegna þeirra sveiflna sem eru í þjóðfélaginu. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra við utandagskrárumræðu um aukningu á skuldum þjóðarbúsins í dag. Málshefjandinn Sigurjón Þórðarson úr Frjálslynda flokknum vakti athygli á því að skuldir þjóðarbúsins við útlönd umfram eignir hefðu aukist um 270 milljarða í fyrra. Hann benti einnig á að í því efnahagsumróti sem verið hefði síðustu vikur með neikvæðri umræðu um stöðu bankanna og lækkun á gengi krónunnar væri hætta á verðbólguskoti með tilheyrandi skuldaaukningu fyrir þjóðina. Hann spurði því forsætisráðherra meðal annars hvort til greina kæmi að afnema verðtryggingu til þess að lánastofnanir yrðu varkárari í útlánum og tækju þannig á sig aukna áhættu vegna hækkandi verðbólgu. Sigurjón sagði enn fremur að með núverandi verðtryggingu myndi hækkandi verðbólga nær eingöngu bitna á viðskiptavinum bankanna þar sem þeir væru tryggðir í bak og fyrir. Frjálslyndir teldu að ef verðtryggingin yrði afnumin yrði erlend lántaka bankanna mun varfærnari. Forsætisráðherra sagði óhjákvæmilegt að taka tillit til eigna þegar skuldir væru metnar og benti á að skuldir ríkissjóðs hefðu minnkað hröðum skrefum. Skuldastaða heimilanna væri vissulega áhyggjuefni eignir þeirra hefðu aukist um 1200 milljarða á síðustu árum. Hann sagði verðtryggingu á vissan hátt gallaða en erfitt væri að afnema hana nú. Hann sagði að ef taka ætti upp gengistryggingu í staðinn lægi það fyrir að lán yrðu meira eða minna í erlendri mynt í stað íslenskra króna. Til lengri tíma litið teldi hann að stefna bæri að því að afnema verðtryggingu en við þau skilyrði sem nú væru uppi sæi hann ekki forsendur til þess. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu stjórnvöld ekki standa sig í efnahagsstjórninni og bent var á að Seðlabankinn hefði hækkað stýri vexti í þrettánda sinn í morgun frá maí 2004. Stjórnarþingmenn sögðu hins vegar að þjóðin hefði aldrei verið betur í stakk búin til að borgar skuldir. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, benti á að menn þyrftu að hafa þrek til þess að varðveita þann árangur sem náðst hefði
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira