Spá 0,5 prósenta hækkun stýrivaxta 29. mars 2006 11:57 Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun sína í fyrramálið auk þess sem verðbólguspá verður birt. Greiningardeildir bankanna búast almennt við 0,5 prósenta hækkun stýrivaxta. Verði það raunin verða stýrivextir 11,25 prósent hér á landi. Greiningardeild Glitnis útilokar ekki að Seðlabankinn hækki vexti sína meira, eða um 0,75 prósent. Segir greiningardeildin að vaxtahækkunin muni styðja við gengi krónunnar og stuðla að minni verðbólgu. Þá býst bankinn við að verðbólga muni aukast tímabundið á allra næstu mánuðum og bendi flest til þess að hún muni fara yfir 6 prósent. Greiningardeild KB banka býst sömuleiðis við 0,5 prósenta hækkun stýrivaxta en telur líkur á að Seðlabankinn muni hækka vextina enn á ný um 0,25 prósent á þriðja ársfjórðungi. Ekki er búist við hækkun stýrivaxta á fjórða ársfjórðungi og þeim fyrsta á næsta ári. Þá telur greiningardeildin líkur á vaxtalækkun á öðrum ársfjórðungi 2007 og ályktar hún að á seinni hluta næsta árs verði stýrivextir Seðlabankans 9 prósent. Greiningardeild Landsbankans tók í sama streng í gær og segir að stýrivextir hafi fyrst og fremst áhrif á eftirspurn til lengri tíma en segir engan vafa á að Seðlabankinn geti haft áhrif á verðbólguskotið sem framundan sé með 75-100 punkta vaxtahækkun. „Hressileg vaxtahækkun mun ... hafa meiri áhrif á verðtryggða vexti á skuldabréfamarkaði og þar með vexti húsnæðislána. Þau áhrif eru nauðsynleg til að draga úr hækkun húsnæðisverðs, sem er lykilatriði í því að ná niður verðbólgu næstu missera. Miklir hagsmunir eru í húfi, m.a. endurskoðun kjarasamninga í haust, og mikilvægt að nota tæki Seðlabankans til að sporna við á meðan hægt er," segir í Vegvísi Landsbankans. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Fleiri fréttir Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Sjá meira
Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun sína í fyrramálið auk þess sem verðbólguspá verður birt. Greiningardeildir bankanna búast almennt við 0,5 prósenta hækkun stýrivaxta. Verði það raunin verða stýrivextir 11,25 prósent hér á landi. Greiningardeild Glitnis útilokar ekki að Seðlabankinn hækki vexti sína meira, eða um 0,75 prósent. Segir greiningardeildin að vaxtahækkunin muni styðja við gengi krónunnar og stuðla að minni verðbólgu. Þá býst bankinn við að verðbólga muni aukast tímabundið á allra næstu mánuðum og bendi flest til þess að hún muni fara yfir 6 prósent. Greiningardeild KB banka býst sömuleiðis við 0,5 prósenta hækkun stýrivaxta en telur líkur á að Seðlabankinn muni hækka vextina enn á ný um 0,25 prósent á þriðja ársfjórðungi. Ekki er búist við hækkun stýrivaxta á fjórða ársfjórðungi og þeim fyrsta á næsta ári. Þá telur greiningardeildin líkur á vaxtalækkun á öðrum ársfjórðungi 2007 og ályktar hún að á seinni hluta næsta árs verði stýrivextir Seðlabankans 9 prósent. Greiningardeild Landsbankans tók í sama streng í gær og segir að stýrivextir hafi fyrst og fremst áhrif á eftirspurn til lengri tíma en segir engan vafa á að Seðlabankinn geti haft áhrif á verðbólguskotið sem framundan sé með 75-100 punkta vaxtahækkun. „Hressileg vaxtahækkun mun ... hafa meiri áhrif á verðtryggða vexti á skuldabréfamarkaði og þar með vexti húsnæðislána. Þau áhrif eru nauðsynleg til að draga úr hækkun húsnæðisverðs, sem er lykilatriði í því að ná niður verðbólgu næstu missera. Miklir hagsmunir eru í húfi, m.a. endurskoðun kjarasamninga í haust, og mikilvægt að nota tæki Seðlabankans til að sporna við á meðan hægt er," segir í Vegvísi Landsbankans.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Fleiri fréttir Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Sjá meira