Stoudemire sneri aftur 24. mars 2006 12:14 Amare Stoudemire hefur verið sárt saknað í Phoenix í allan vetur og ljóst að liðið verður ekki árennilegt þegar hann kemst í toppform á ný NordicPhotos/GettyImages Framherjinn Amare Stoudemire sneri aftur til leiks með liði Phoenix Suns í nótt þegar það burstaði Portland 125-108. Stoudemire náði sér vel á strik í fyrsta leik sínum í langan tíma, skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst og á eflaust eftir að styrkja lið sitt gríðarlega á lokasprettinum í vor. Viktor Khryapa skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst fyrir Portland. Golden State vann ævintýralegan sigur á Dallas á útivelli í frábærum leik 122-121, þar sem Jason Richardson skoraði sigurkörfu Golden State með þriggja stiga skoti á hlaupum um leið og leiktíminn rann út. Richardson skoraði 40 stig í leiknum, en Dirk Nowitzki bætti reyndar um betur og skoraði 51 stig fyrir Dallas. Elsti leikmaður deildarinnar, Clifford Robinson, skoraði sigurkörfu New Jersey Nets í 86-82 sigri á Minnesota en þetta var sjöundi sigurleikur New Jersey í röð. Richard Jefferson og Vince Carter skoruðu 21 stig fyrir New Jersey, en Kevin Garnett skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Minnesota. Houston vann nauman útisigur á New Orleans 93-92. Rafer Alston og Yao Ming skoruðu 22 stig fyrir Houston en David West skoraði 14 stig og hirti 11 fráköst fyrir New Orleans, sem með þessu áframhaldi missir af sæti í úrslitakeppninni. Memphis vann mikilvægan sigur á keppinautum sínum LA Clippers 95-85 á heimavelli og færðist með sigrinum hálfum leik fram úr Clippers í stöðutöflunni. Eddie Jones skoraði 23 stig fyrir Memphis en Elton Brand skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst fyrir Clippers. Loks vann Washington góðan útisigur á Utah 109-97, þar sem liðið setti félagsmet með 16 þriggja stiga körfum. Gilbert Arenas skoraði 31 stig fyrir Washington og Antawn Jamison og Caron Butler skoruðu 27 stig hvor. Carlos Boozer skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Utah. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Sjá meira
Framherjinn Amare Stoudemire sneri aftur til leiks með liði Phoenix Suns í nótt þegar það burstaði Portland 125-108. Stoudemire náði sér vel á strik í fyrsta leik sínum í langan tíma, skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst og á eflaust eftir að styrkja lið sitt gríðarlega á lokasprettinum í vor. Viktor Khryapa skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst fyrir Portland. Golden State vann ævintýralegan sigur á Dallas á útivelli í frábærum leik 122-121, þar sem Jason Richardson skoraði sigurkörfu Golden State með þriggja stiga skoti á hlaupum um leið og leiktíminn rann út. Richardson skoraði 40 stig í leiknum, en Dirk Nowitzki bætti reyndar um betur og skoraði 51 stig fyrir Dallas. Elsti leikmaður deildarinnar, Clifford Robinson, skoraði sigurkörfu New Jersey Nets í 86-82 sigri á Minnesota en þetta var sjöundi sigurleikur New Jersey í röð. Richard Jefferson og Vince Carter skoruðu 21 stig fyrir New Jersey, en Kevin Garnett skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Minnesota. Houston vann nauman útisigur á New Orleans 93-92. Rafer Alston og Yao Ming skoruðu 22 stig fyrir Houston en David West skoraði 14 stig og hirti 11 fráköst fyrir New Orleans, sem með þessu áframhaldi missir af sæti í úrslitakeppninni. Memphis vann mikilvægan sigur á keppinautum sínum LA Clippers 95-85 á heimavelli og færðist með sigrinum hálfum leik fram úr Clippers í stöðutöflunni. Eddie Jones skoraði 23 stig fyrir Memphis en Elton Brand skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst fyrir Clippers. Loks vann Washington góðan útisigur á Utah 109-97, þar sem liðið setti félagsmet með 16 þriggja stiga körfum. Gilbert Arenas skoraði 31 stig fyrir Washington og Antawn Jamison og Caron Butler skoruðu 27 stig hvor. Carlos Boozer skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Utah.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Sjá meira