Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Ramsey 23. mars 2006 16:26 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Scott Ramsey sem varð dönskum hermanni að bana á veitingastaðnum Traffic í Keflavík árið 2004. Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt Scott Mckenna Ramsey í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundið, í október síðastliðnum fyrir að hafa orðið danska hermanninn Flemming Tolstrup að bana á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík í nóvember 2004. Ramsey kýldi Tolstrup í hálsinn með þeim afleiðingum að slagæð rifnaði og blæðing sem Flemming hlaut milli heila og heilahimna leiddi til dauða hans. Ramsey viðurkenndi strax á vettvangi að hafa slegið hann og sagði ástæðuna þá að Flemming hefði stöðugt verið að áreita sambýliskonu hans. Fyrir héraðsdómi hafði Ramsey játað brotið skýlaust og þótti sannað að andlát Flemmings hefði verið bein afleiðing hnefahöggsins sem hann veitti honum. Ramsey er skoskur og hefur verið búsettur hérlendis, en hann lék meðal annars knattspyrnu með Grindavík og KR. Hann á ekki neinn sakaferil að baki. Í dómi Hæstaréttar segir að ekki sé talið að Ramsey beitt sérlega hættulegri aðferð við atlöguna og var ljóst að afleiðingar af hnefahöggi hans urðu mun alvarlegri en við mátti búast. Hann hafi framið brotið í skammvinnri geðshræringu. Hins vegar verði ekki litið fram hjá hversu alvarlegar afleiðingar hlutust af broti Ramseys. Hæstiréttur telur því rétt að staðfesta dóm héraðsdóms, átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán skilorðsbundna og dregst eins dags gæsluvarðhald þar frá. Þá var úrskurður héraðsdóms um skaða- og miskabætur til handa foreldrum hins látna staðfestur, rúmar tvær milljónir króna. Ríkissjóður greiðir allan áfrýjunarkostnað. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Scott Ramsey sem varð dönskum hermanni að bana á veitingastaðnum Traffic í Keflavík árið 2004. Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt Scott Mckenna Ramsey í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundið, í október síðastliðnum fyrir að hafa orðið danska hermanninn Flemming Tolstrup að bana á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík í nóvember 2004. Ramsey kýldi Tolstrup í hálsinn með þeim afleiðingum að slagæð rifnaði og blæðing sem Flemming hlaut milli heila og heilahimna leiddi til dauða hans. Ramsey viðurkenndi strax á vettvangi að hafa slegið hann og sagði ástæðuna þá að Flemming hefði stöðugt verið að áreita sambýliskonu hans. Fyrir héraðsdómi hafði Ramsey játað brotið skýlaust og þótti sannað að andlát Flemmings hefði verið bein afleiðing hnefahöggsins sem hann veitti honum. Ramsey er skoskur og hefur verið búsettur hérlendis, en hann lék meðal annars knattspyrnu með Grindavík og KR. Hann á ekki neinn sakaferil að baki. Í dómi Hæstaréttar segir að ekki sé talið að Ramsey beitt sérlega hættulegri aðferð við atlöguna og var ljóst að afleiðingar af hnefahöggi hans urðu mun alvarlegri en við mátti búast. Hann hafi framið brotið í skammvinnri geðshræringu. Hins vegar verði ekki litið fram hjá hversu alvarlegar afleiðingar hlutust af broti Ramseys. Hæstiréttur telur því rétt að staðfesta dóm héraðsdóms, átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán skilorðsbundna og dregst eins dags gæsluvarðhald þar frá. Þá var úrskurður héraðsdóms um skaða- og miskabætur til handa foreldrum hins látna staðfestur, rúmar tvær milljónir króna. Ríkissjóður greiðir allan áfrýjunarkostnað.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira