Ræðu ráðherra breytt eftir á? 20. mars 2006 14:35 Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra MYND/GVA Andri Snær Magnason rithöfundur segir að ræðu sem iðnaðarráðherra hafi flutt á Iðnþingi á síðasta ári hafi verið breytt eftir á á heimasíðu ráðuneytisins. Aðstoðarmaður ráðherra vísar þessu á bug. Í nýrri bók Andra Snæs, Draumalandinu, sem höfundurinn kallar sjálfshjálparbók, fjallar hann meðal annars um orkuiðnaðinn hér á landi. Andri leitaði víða fanga, meðal annars í ræðu Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem hún flutti á Iðnþingi í mars í fyrra og má finna á heimasíðu ráðuneytisins. Að sögn Andra Snæs segir ráðherrann meðal annars í ræðunni að þegar framleiðsla í stóriðju verði komin í sem svari til einnar milljónar tonna ársframleiðslu á áli verði, af ýmsum ástæðum, rétt að láta gott heita, því þá hafi Íslendingar notið efnahagslegra- og félagslegra gæða sem þjóðin hefði ekki getað veitt sér með neinum öðrum hætti. Andri afritaði klausuna til að nota í bók sína, en svo, nokkrum mánuðum seinna, eða í september síðastliðnum, skrifaði iðnaðarráðherra grein í Morgunblaðið þar sem hún segist aldrei hafa haldið því fram að áliðnaðurinn sé eina leið Íslendinga til að skapa góð lífskjör. Andra fannst sú fullyrðing óneitanlega stangast á við fyrri fullyrðingu ráðherrans og hugðist í framhaldinu skoða aftur ræðuna á heimasíðu iðnaðarráðuneytisins. Þá uppgötvaði hann að umrædd klausa í ræðunni, um milljón tonna markið, var horfin. Andri bendir á, máli sínu til stuðnings, að í fréttablaði Samtaka iðnaðarins segi frá þessum kafla ræðunnar. Það eina sem aðstoðarmaður iðnaðarráðherra vildi segja um málið í morgun er að ræðan sem sé að finna á heimasíðu ráðuneytisins sé ræðan sem ráðherrann flutti á Iðnþinginu, og hann kannist ekki við að breytingar hafi verið gerðar á henni eftir á. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Andri Snær Magnason rithöfundur segir að ræðu sem iðnaðarráðherra hafi flutt á Iðnþingi á síðasta ári hafi verið breytt eftir á á heimasíðu ráðuneytisins. Aðstoðarmaður ráðherra vísar þessu á bug. Í nýrri bók Andra Snæs, Draumalandinu, sem höfundurinn kallar sjálfshjálparbók, fjallar hann meðal annars um orkuiðnaðinn hér á landi. Andri leitaði víða fanga, meðal annars í ræðu Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem hún flutti á Iðnþingi í mars í fyrra og má finna á heimasíðu ráðuneytisins. Að sögn Andra Snæs segir ráðherrann meðal annars í ræðunni að þegar framleiðsla í stóriðju verði komin í sem svari til einnar milljónar tonna ársframleiðslu á áli verði, af ýmsum ástæðum, rétt að láta gott heita, því þá hafi Íslendingar notið efnahagslegra- og félagslegra gæða sem þjóðin hefði ekki getað veitt sér með neinum öðrum hætti. Andri afritaði klausuna til að nota í bók sína, en svo, nokkrum mánuðum seinna, eða í september síðastliðnum, skrifaði iðnaðarráðherra grein í Morgunblaðið þar sem hún segist aldrei hafa haldið því fram að áliðnaðurinn sé eina leið Íslendinga til að skapa góð lífskjör. Andra fannst sú fullyrðing óneitanlega stangast á við fyrri fullyrðingu ráðherrans og hugðist í framhaldinu skoða aftur ræðuna á heimasíðu iðnaðarráðuneytisins. Þá uppgötvaði hann að umrædd klausa í ræðunni, um milljón tonna markið, var horfin. Andri bendir á, máli sínu til stuðnings, að í fréttablaði Samtaka iðnaðarins segi frá þessum kafla ræðunnar. Það eina sem aðstoðarmaður iðnaðarráðherra vildi segja um málið í morgun er að ræðan sem sé að finna á heimasíðu ráðuneytisins sé ræðan sem ráðherrann flutti á Iðnþinginu, og hann kannist ekki við að breytingar hafi verið gerðar á henni eftir á.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira