Dwayne Wade skaut Detroit í kaf 13. febrúar 2006 05:30 Dwayne Wade var stórkostlegur í leiknum í gærkvöldi og sýndi svart á hvítu að hann er einn allra besti leikmaður deildarinnar þegar hann skoraði 17 síðustu stig Miami - þar á meðal sigurkörfuna gegn Detroit NordicPhotos/GettyImages Dwayne Wade, leikmaður Miami Heat, setti á svið sannkallaða skotsýningu í gærkvöldi þegar hann bar lið sitt á herðum sér og skaut það einn síns liðs til sigurs gegn efsta liði deildarinnar Detroit Pistons, 100-98, en leikurinn var sýndur á Sýn. Detroit hafði frumkvæðið nær allan leikinn í gær og hafði sjö stiga forystu þegar aðeins rúmar fjórar mínútur voru til leiksloka. Dwayne Wade tók hinsvegar til sinna ráða og skoraði 17 síðustu stig Miami í leiknum. Varnarmenn Detroit réðu ekkert við hann þar sem hann hitti úr síðustu sjö skotum sínum í röð og endaði með 37 stig í leiknum, þar af var hann með 28 stig í síðari hálfleik. Hér má sjá sigurkörfu Dwayne Wade gegn Detroit í gær, en hinn sterki varnarmaður Detroit, Tayshaun Prince, átti ekki möguleika á að stöðva hann.NordicPhotos/GettyImages Shaquille O´Neal dró vagninn fyrir Miami í fyrri hálfleiknum og skoraði þar 21 af 31 stigi sínu í leiknum, en greinilegt er að tröllið er óðum að komast í leikform eftir erfið meiðsli í byrjun tímabils. Leikurinn í gær var þó eign Dwayne Wade, en fyrsta karfa hans í leiknum var einmitt ein af þeim glæsilegri í vetur. Wade fékk sendingu frá félaga sínum Jason Williams, sem hann tók viðstöðulaust í loftinu og lagði ofan í körfuna - eftir að hafa snúið sér í hring í loftinu. "Þetta var gaman fyrir mig, ég tók það á mig að reyna að koma okkur í land í lokin og þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur. Það er gaman að sjá að við getum klárað þessa jöfnu leiki gegn sterkari liðum deildarinnar," sagði Dwayne Wade. "Wade gerði út af við okkur í þessum leik," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. "Við náðum ekki að hjálpa manninum sem var að dekka hann og því fór hann illa með okkur í kvöld." Chauncey Billups skoraði 29 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Detroit, Rip Hamilton skoraði 25 stig og Rasheed Wallace skoraði 21 stig. Detroit hefur nú tapað 3 af 5 síðustu leikjum sínum í deildinni, en er enn með besta vinningshlutfall allra liða. Þetta var fyrsti sigur Miami á einu af fjórum efstu liðunum í NBA deildinni í átta tilraunum. Miami hefur tapað öllum leikjum sínum gegn Dallas, San Antonio og Phoenix. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira
Dwayne Wade, leikmaður Miami Heat, setti á svið sannkallaða skotsýningu í gærkvöldi þegar hann bar lið sitt á herðum sér og skaut það einn síns liðs til sigurs gegn efsta liði deildarinnar Detroit Pistons, 100-98, en leikurinn var sýndur á Sýn. Detroit hafði frumkvæðið nær allan leikinn í gær og hafði sjö stiga forystu þegar aðeins rúmar fjórar mínútur voru til leiksloka. Dwayne Wade tók hinsvegar til sinna ráða og skoraði 17 síðustu stig Miami í leiknum. Varnarmenn Detroit réðu ekkert við hann þar sem hann hitti úr síðustu sjö skotum sínum í röð og endaði með 37 stig í leiknum, þar af var hann með 28 stig í síðari hálfleik. Hér má sjá sigurkörfu Dwayne Wade gegn Detroit í gær, en hinn sterki varnarmaður Detroit, Tayshaun Prince, átti ekki möguleika á að stöðva hann.NordicPhotos/GettyImages Shaquille O´Neal dró vagninn fyrir Miami í fyrri hálfleiknum og skoraði þar 21 af 31 stigi sínu í leiknum, en greinilegt er að tröllið er óðum að komast í leikform eftir erfið meiðsli í byrjun tímabils. Leikurinn í gær var þó eign Dwayne Wade, en fyrsta karfa hans í leiknum var einmitt ein af þeim glæsilegri í vetur. Wade fékk sendingu frá félaga sínum Jason Williams, sem hann tók viðstöðulaust í loftinu og lagði ofan í körfuna - eftir að hafa snúið sér í hring í loftinu. "Þetta var gaman fyrir mig, ég tók það á mig að reyna að koma okkur í land í lokin og þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur. Það er gaman að sjá að við getum klárað þessa jöfnu leiki gegn sterkari liðum deildarinnar," sagði Dwayne Wade. "Wade gerði út af við okkur í þessum leik," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. "Við náðum ekki að hjálpa manninum sem var að dekka hann og því fór hann illa með okkur í kvöld." Chauncey Billups skoraði 29 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Detroit, Rip Hamilton skoraði 25 stig og Rasheed Wallace skoraði 21 stig. Detroit hefur nú tapað 3 af 5 síðustu leikjum sínum í deildinni, en er enn með besta vinningshlutfall allra liða. Þetta var fyrsti sigur Miami á einu af fjórum efstu liðunum í NBA deildinni í átta tilraunum. Miami hefur tapað öllum leikjum sínum gegn Dallas, San Antonio og Phoenix.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira