Úrskurður Kjaradóms felldur úr gildi 20. janúar 2006 20:42 Alþingi samþykkti í dag frumvarp til laga sem fellir úr gildi úrskurð Kjaradóms frá 19. desember síðastliðnum um launahækkanir til æðstu stjórnenda ríkisins. Stjórnarandstaðan stóð gegn frumvarpinu og vildi fara aðra leið. Fulltrúar hennar telja að frumvarpið geti brotið í bága við stjórnarskrá. Frumvarpið, sem fellir úr gildi átta prósenta launahækkanir til æðstu stjórnenda ríkisins, var keyrt í gegnum Alþingi í dag þrátt fyrir hávær mótmæli stjórnarandstöðunnar sem telur vafa leika á að frumvarpið standist ákvæði stjórnarskrárinnar í ljósi þess að allir lögfræðingar sem Efnahags- og viðskiptanefnd kallaði til álitsgjafar hefðu lýst efasemdum um það. Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að það væri ekki rétt að allir lögfræðingar, sem komu fyrir nefndina, hefðu varað við þeirri leið sem ríkisstjórnin valdi. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, svaraði því kröftuglega og áréttaði að umræddir lögfræðingar hefðu lýst efasemdum um að frumvarpið stæðist ákvæði stjórnarskrárinnar. Stjórnarandstaðan vildi fara aðra leið í málinu. Vildi hún að úrskurði Kjaradóms yrði frestað á tímabilinu 1. febrúar til 1. júní og að á meðan myndi nefnd fjalla um nýjan lagagrundvöll Kjaradóms. Sú nefnd skyldi svo skila niðurstöðu sinni í formi frumvarps til laga fyrir miðjan mars næstkomandi. Með nýjan lagagrundvöll að leiðarljósi myndi dómurinn svo kveða upp úrskurð á grundvelli nýrra laga og gilti sá úrskurður frá 1. febrúar. Ögmundur Jónasson alþingismaður sagði aðferð stjórnarandstöðu við að ýta niðurstöðu Kjaradóms út af borðinu vera heppilegri, skynsamlegri og betur í takt við þær ábendingar sem Efnahags- og viðskiptanefnd fékk frá sérfróðum aðilum. En frumvarpið er nú orðið að lögum sem þýðir að átta prósenta launahækkanir til handa æðstu stjórnendum ríkisins falla úr gildi en í staðinn fá þeir 2,5 prósenta hækkun frá og með fyrsta febrúar. Gildir það sama um forseta Íslands en lagaprófessorarnir Sigurður Líndal og Eiríkur Tómasson hafa lýst miklum efasemdum um að það standist ákvæði 9. greinar stjórnarskrárinnar. Alþingi Fréttir Innlent Stjórnarskrá Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag frumvarp til laga sem fellir úr gildi úrskurð Kjaradóms frá 19. desember síðastliðnum um launahækkanir til æðstu stjórnenda ríkisins. Stjórnarandstaðan stóð gegn frumvarpinu og vildi fara aðra leið. Fulltrúar hennar telja að frumvarpið geti brotið í bága við stjórnarskrá. Frumvarpið, sem fellir úr gildi átta prósenta launahækkanir til æðstu stjórnenda ríkisins, var keyrt í gegnum Alþingi í dag þrátt fyrir hávær mótmæli stjórnarandstöðunnar sem telur vafa leika á að frumvarpið standist ákvæði stjórnarskrárinnar í ljósi þess að allir lögfræðingar sem Efnahags- og viðskiptanefnd kallaði til álitsgjafar hefðu lýst efasemdum um það. Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að það væri ekki rétt að allir lögfræðingar, sem komu fyrir nefndina, hefðu varað við þeirri leið sem ríkisstjórnin valdi. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, svaraði því kröftuglega og áréttaði að umræddir lögfræðingar hefðu lýst efasemdum um að frumvarpið stæðist ákvæði stjórnarskrárinnar. Stjórnarandstaðan vildi fara aðra leið í málinu. Vildi hún að úrskurði Kjaradóms yrði frestað á tímabilinu 1. febrúar til 1. júní og að á meðan myndi nefnd fjalla um nýjan lagagrundvöll Kjaradóms. Sú nefnd skyldi svo skila niðurstöðu sinni í formi frumvarps til laga fyrir miðjan mars næstkomandi. Með nýjan lagagrundvöll að leiðarljósi myndi dómurinn svo kveða upp úrskurð á grundvelli nýrra laga og gilti sá úrskurður frá 1. febrúar. Ögmundur Jónasson alþingismaður sagði aðferð stjórnarandstöðu við að ýta niðurstöðu Kjaradóms út af borðinu vera heppilegri, skynsamlegri og betur í takt við þær ábendingar sem Efnahags- og viðskiptanefnd fékk frá sérfróðum aðilum. En frumvarpið er nú orðið að lögum sem þýðir að átta prósenta launahækkanir til handa æðstu stjórnendum ríkisins falla úr gildi en í staðinn fá þeir 2,5 prósenta hækkun frá og með fyrsta febrúar. Gildir það sama um forseta Íslands en lagaprófessorarnir Sigurður Líndal og Eiríkur Tómasson hafa lýst miklum efasemdum um að það standist ákvæði 9. greinar stjórnarskrárinnar.
Alþingi Fréttir Innlent Stjórnarskrá Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira