Rooney og Ferguson misstu stjórn á sér 14. janúar 2006 17:30 Rooney og Ryan Giggs eru alveg gáttaðir á Bennett í leiknum í dag. Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United og sóknarmaður liðsins, Wayne Rooney misstu stjórn á skapi sínu í hálfleik í 3-1 tapleiknum gegn Man City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Tvímenningarnir helltu úr skálum reiði sinnar á leið til búningsherbergja yfir dómarann Steve Bennett sem átti slæman dag með flautuna. Rooney og Ferguson gætu nú átt yfir höfði sér rannsókn og hugsanlega refsingu ef Bennet færir umrætt atvik í leikskýrslu sína sem hann að öllum líkindum mun gera. Þá er Rooney sagður hafa valdið skemmdum á hurð á búningsherbergi Man Utd fyrir framan fjölda vitna. Leikmenn Man Utd og fleiri í herbúðum þeirra voru langt frá því að vera kátir með frammistöðu Bennett dómara sem rak Christiano Ronaldo af velli á 66. mínútu þegar hann framdi tveggja fóta tæklingu á Andy Cole. Þá vilja þeir meina að dæma hefði átt rangstöðu á Man City þegar Trevor Sinclair skoraði fyrsta marki heimamanna. Þá voru þeir langt frá því að vera sáttir við gula spjaldið sem Rooney fékk í fyrri hálfleik fyrir mótmæli. Bennett átti upphaflega ekki að dæma leikinn en tók hann að sér þar sem Mark Halsey dómari sem átti upphaflega að flauta leikinn meiddist í vikunni. Man Utd er nú 13 stigum á eftir toppliði Chelsea og möguleikar á meistaratitlinum dvína hraðar og hraðar. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United og sóknarmaður liðsins, Wayne Rooney misstu stjórn á skapi sínu í hálfleik í 3-1 tapleiknum gegn Man City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Tvímenningarnir helltu úr skálum reiði sinnar á leið til búningsherbergja yfir dómarann Steve Bennett sem átti slæman dag með flautuna. Rooney og Ferguson gætu nú átt yfir höfði sér rannsókn og hugsanlega refsingu ef Bennet færir umrætt atvik í leikskýrslu sína sem hann að öllum líkindum mun gera. Þá er Rooney sagður hafa valdið skemmdum á hurð á búningsherbergi Man Utd fyrir framan fjölda vitna. Leikmenn Man Utd og fleiri í herbúðum þeirra voru langt frá því að vera kátir með frammistöðu Bennett dómara sem rak Christiano Ronaldo af velli á 66. mínútu þegar hann framdi tveggja fóta tæklingu á Andy Cole. Þá vilja þeir meina að dæma hefði átt rangstöðu á Man City þegar Trevor Sinclair skoraði fyrsta marki heimamanna. Þá voru þeir langt frá því að vera sáttir við gula spjaldið sem Rooney fékk í fyrri hálfleik fyrir mótmæli. Bennett átti upphaflega ekki að dæma leikinn en tók hann að sér þar sem Mark Halsey dómari sem átti upphaflega að flauta leikinn meiddist í vikunni. Man Utd er nú 13 stigum á eftir toppliði Chelsea og möguleikar á meistaratitlinum dvína hraðar og hraðar.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira