Stór söfn og lítil þurfa geymslur Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 30. desember 2006 06:00 Síðustu daga hafa tíðindi af íslenskum safnamálum birst í Fréttablaðinu. Þar ber allt að sama brunni: íslensku stóru söfnin búa við ónógt húsnæði til sýninga og það sem verra er: geymsluhúsnæði þeirra er of lítið og víða bágborið miðað við öryggi og varðveislukröfur. Heimildir Fréttablaðsins eru af tvennum toga: forstöðumenn safna hafa lýst ástandinu frá sínum bæjardyrum, og skýrsla sem menntamálaráðherra lét vinna fyrr á þessu ári bregður ljósi á málið. Lofa verður það sem þarft er unnið: menntamálaráðherra á hrós skilið fyrir skýrsluna – og stinga henni ekki undir stól. Flokkur ráðherrans hefur farið með málefni safna í þrjú kjörtímabil og ber því ábyrgð á ástandinu: skortir hátt í 17 þúsund fermetra af geymslurými svo viðunandi geti talist. Söfn eru grunneining menningar í hverju samfélagi sem gjarnan er litið til þegar gesti ber að garði. Söfn hafa á síðustu áratugum skilgreint sig á nýjan leik víða um lönd, skipulagt sýningar með nýjum leiðum í boðun og upplýsingu – og hreinni skemmtun. það má sjá hér á landi í nýjum sýningum Þjóðminjasafns og sýningunni 871 í Aðalstræti er glæsilegt nýnæmi. Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur hafa sýnt hugdirfsku í samantekt innlendra sýninga og flutt hingað nýja og gamla myndlist sem hrærir gesti. En betur má ef duga skal: fram undan eru tröllaukin verkefni: loksins á að gera eitthvað í marglofuðum og sviknum endurbótum á aðstöðu Náttúrugripasafnsins. Fagna ber frumkvæði borgarstjórnar Reykjavíkur og líka áhuga Borgarbyggðar á safninu. Það er fagnaðarefni þegar sveitarstjórnir sýna áhuga söfnum: vel skipulögð og hugsuð söfn eru virkjanir andans, þar falla vötn sem skila orku. Ný söfn eru eitt, geymslurnar annað. Hvert safn þarf bakland: sérhæft húsnæði, nútímaleg skráningarkerfi, vel menntað og virkt starfsfólk. Nú skortir Listasafn Íslands og Þjóðminjasafnið geymslur, aðstaða Þjóðskjalasafns er slæm, Árnastofnun bíður þess að byggt verði við Þjóðarbókhlöðu svo handritin búi við sæmandi húsakost – meira að segja Landsbókasafnið bráðvantar geymslur. Í Kvikmyndasafninu er nóg pláss en þar er unnið við þarfa endurskráningu og lítið sinnt að koma safngripum á afrit. Og þannig má lengi halda áfram. Í skýrslu áðherrans er hugað að litlum hluta safna þjóðarinnar: Nýlistasafnið er með safnkost sinn í hörmulegum aðstæðum, öryggis- og geymsluaðstæður byggðasafna eru víða slæmar. Er ekki sé ástæða að nema staðar og hætta dreifingu safna um landið sem stjórnvöld hafa staðið fyrir til að þóknast byggðasjónarmiðum. Smáþjóð hefur ekki efni á að drita söfnum um allar koppagrundir. Til þess eru ráðherrar og ráðuneyti að hafa yfirsýn – ástand í safnamálum bendir til að hana hafi skort um árabil – jafnvel áratuga skeið. Það þarf pólitískt hugrekki til að viðurkenna það – og enn meira þor til að bæta úr ástandinu. Vilji menn hafa efni á að kallast menningarþjóð – í verki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa tíðindi af íslenskum safnamálum birst í Fréttablaðinu. Þar ber allt að sama brunni: íslensku stóru söfnin búa við ónógt húsnæði til sýninga og það sem verra er: geymsluhúsnæði þeirra er of lítið og víða bágborið miðað við öryggi og varðveislukröfur. Heimildir Fréttablaðsins eru af tvennum toga: forstöðumenn safna hafa lýst ástandinu frá sínum bæjardyrum, og skýrsla sem menntamálaráðherra lét vinna fyrr á þessu ári bregður ljósi á málið. Lofa verður það sem þarft er unnið: menntamálaráðherra á hrós skilið fyrir skýrsluna – og stinga henni ekki undir stól. Flokkur ráðherrans hefur farið með málefni safna í þrjú kjörtímabil og ber því ábyrgð á ástandinu: skortir hátt í 17 þúsund fermetra af geymslurými svo viðunandi geti talist. Söfn eru grunneining menningar í hverju samfélagi sem gjarnan er litið til þegar gesti ber að garði. Söfn hafa á síðustu áratugum skilgreint sig á nýjan leik víða um lönd, skipulagt sýningar með nýjum leiðum í boðun og upplýsingu – og hreinni skemmtun. það má sjá hér á landi í nýjum sýningum Þjóðminjasafns og sýningunni 871 í Aðalstræti er glæsilegt nýnæmi. Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur hafa sýnt hugdirfsku í samantekt innlendra sýninga og flutt hingað nýja og gamla myndlist sem hrærir gesti. En betur má ef duga skal: fram undan eru tröllaukin verkefni: loksins á að gera eitthvað í marglofuðum og sviknum endurbótum á aðstöðu Náttúrugripasafnsins. Fagna ber frumkvæði borgarstjórnar Reykjavíkur og líka áhuga Borgarbyggðar á safninu. Það er fagnaðarefni þegar sveitarstjórnir sýna áhuga söfnum: vel skipulögð og hugsuð söfn eru virkjanir andans, þar falla vötn sem skila orku. Ný söfn eru eitt, geymslurnar annað. Hvert safn þarf bakland: sérhæft húsnæði, nútímaleg skráningarkerfi, vel menntað og virkt starfsfólk. Nú skortir Listasafn Íslands og Þjóðminjasafnið geymslur, aðstaða Þjóðskjalasafns er slæm, Árnastofnun bíður þess að byggt verði við Þjóðarbókhlöðu svo handritin búi við sæmandi húsakost – meira að segja Landsbókasafnið bráðvantar geymslur. Í Kvikmyndasafninu er nóg pláss en þar er unnið við þarfa endurskráningu og lítið sinnt að koma safngripum á afrit. Og þannig má lengi halda áfram. Í skýrslu áðherrans er hugað að litlum hluta safna þjóðarinnar: Nýlistasafnið er með safnkost sinn í hörmulegum aðstæðum, öryggis- og geymsluaðstæður byggðasafna eru víða slæmar. Er ekki sé ástæða að nema staðar og hætta dreifingu safna um landið sem stjórnvöld hafa staðið fyrir til að þóknast byggðasjónarmiðum. Smáþjóð hefur ekki efni á að drita söfnum um allar koppagrundir. Til þess eru ráðherrar og ráðuneyti að hafa yfirsýn – ástand í safnamálum bendir til að hana hafi skort um árabil – jafnvel áratuga skeið. Það þarf pólitískt hugrekki til að viðurkenna það – og enn meira þor til að bæta úr ástandinu. Vilji menn hafa efni á að kallast menningarþjóð – í verki.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun