Að minnsta kosti 600 milljónum hent 28. desember 2006 06:00 Nú um hátíðarnar er rétt að velta fyrir sér gríðarlegri sóun sem stjórnvöld standa fyrir á sama tíma og fjöldi fólks stendur í biðröðum eftir mat og glaðningi, s.s. hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Niðurstaða rannsóknar Hafró gefur til kynna að tæplega 7.500 tonnum af ýsu og þorski sé hent í sjóinn á Íslandsmiðum á árinu 2005. Ég tek þessum niðurstöðum með miklum fyrirvara þar sem ekki er um að ræða neinar beinar mælingar heldur einungis samanburð á samsetningu á lönduðum afla annars vegar og samsetningu á mældum afla í veiðiferðum hins vegar. Ef samsetning var mjög ólík var gert ráð fyrir að um brottkast hefði verið að ræða. Almennt má gera ráð fyrir að minni fiski sé frekar hent en stærri og þess vegna sé rétt að reikna út virði aflans sem hent er út frá verðlagningu á undirmáli á fiskmörkuðum. Útreikningar út frá niðurstöðum Hafró og meðalverði Íslandsmarkaðar á árinu 2005 gefa til kynna að um 600 milljónum króna sé í bókstaflegri merkingu kastað á glæ. Gera má ráð fyrir því að þjóðarbúið sé að verða af tvöfalt hærri upphæð þar sem að við meðhöndlun og vinnslu verður umtalsverður virðisauki. Þessi rannsókn Hafró gefur ótvírætt til kynna að brottkast fari fram og margir telja að um mjög varlega áætlun sé að ræða. Stjórnvöld bera fyrst og fremst ábyrgð á þessari sóun þar sem aflamarkskerfið hvetur beinlínis til þess að minni fiski sé hent og sérstaklega þegar leiga aflaheimilda er hærri en sem nemur verðmæti landaðs undirmálsafla. Í stað þess að breyta kerfinu í átt til meira réttlætis og minnka hvata til brottkasts hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið þveröfuga leið. Í fyrsta lagi hafði Sjálfstæðisflokkurinn forgöngu um að leggja af sóknarmarkskerfi sem minnstu trillurnar voru í og setja þær inn í alræmt aflamarkskerfi. Það var gert þrátt fyrir að reynsla Færeyinga sýndi að ekkert brottkast færi fram ef veiðum væri stjórnað með sóknarmarkskerfi. Í öðru lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft forgöngu um að koma á gríðarlega kostnaðarsömu opinberu eftirliti með óréttlátu og árangurslausu fiskveiðistjórnarkerfi og er kostnaðurinn við að hafa eftirlit með sjómönnum vel á annan milljarð króna árlega. Frjálslyndi flokkurinn hefur ítrekað lagt fram leiðir til þess að koma á árangursríkari og réttlátari stjórnun á fiskveiðum landsmanna og taka í burtu alla hvata til brottkasts með því að koma á sóknardagakerfi. Núverandi kerfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur beðið skipbrot þar sem það hvetur til sóunar og byggðaflótta og það er löngu orðið tímabært að það verði tekið til rækilegrar endurskoðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Nú um hátíðarnar er rétt að velta fyrir sér gríðarlegri sóun sem stjórnvöld standa fyrir á sama tíma og fjöldi fólks stendur í biðröðum eftir mat og glaðningi, s.s. hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Niðurstaða rannsóknar Hafró gefur til kynna að tæplega 7.500 tonnum af ýsu og þorski sé hent í sjóinn á Íslandsmiðum á árinu 2005. Ég tek þessum niðurstöðum með miklum fyrirvara þar sem ekki er um að ræða neinar beinar mælingar heldur einungis samanburð á samsetningu á lönduðum afla annars vegar og samsetningu á mældum afla í veiðiferðum hins vegar. Ef samsetning var mjög ólík var gert ráð fyrir að um brottkast hefði verið að ræða. Almennt má gera ráð fyrir að minni fiski sé frekar hent en stærri og þess vegna sé rétt að reikna út virði aflans sem hent er út frá verðlagningu á undirmáli á fiskmörkuðum. Útreikningar út frá niðurstöðum Hafró og meðalverði Íslandsmarkaðar á árinu 2005 gefa til kynna að um 600 milljónum króna sé í bókstaflegri merkingu kastað á glæ. Gera má ráð fyrir því að þjóðarbúið sé að verða af tvöfalt hærri upphæð þar sem að við meðhöndlun og vinnslu verður umtalsverður virðisauki. Þessi rannsókn Hafró gefur ótvírætt til kynna að brottkast fari fram og margir telja að um mjög varlega áætlun sé að ræða. Stjórnvöld bera fyrst og fremst ábyrgð á þessari sóun þar sem aflamarkskerfið hvetur beinlínis til þess að minni fiski sé hent og sérstaklega þegar leiga aflaheimilda er hærri en sem nemur verðmæti landaðs undirmálsafla. Í stað þess að breyta kerfinu í átt til meira réttlætis og minnka hvata til brottkasts hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið þveröfuga leið. Í fyrsta lagi hafði Sjálfstæðisflokkurinn forgöngu um að leggja af sóknarmarkskerfi sem minnstu trillurnar voru í og setja þær inn í alræmt aflamarkskerfi. Það var gert þrátt fyrir að reynsla Færeyinga sýndi að ekkert brottkast færi fram ef veiðum væri stjórnað með sóknarmarkskerfi. Í öðru lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft forgöngu um að koma á gríðarlega kostnaðarsömu opinberu eftirliti með óréttlátu og árangurslausu fiskveiðistjórnarkerfi og er kostnaðurinn við að hafa eftirlit með sjómönnum vel á annan milljarð króna árlega. Frjálslyndi flokkurinn hefur ítrekað lagt fram leiðir til þess að koma á árangursríkari og réttlátari stjórnun á fiskveiðum landsmanna og taka í burtu alla hvata til brottkasts með því að koma á sóknardagakerfi. Núverandi kerfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur beðið skipbrot þar sem það hvetur til sóunar og byggðaflótta og það er löngu orðið tímabært að það verði tekið til rækilegrar endurskoðunar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun