Gott að vera bara 50%! 1. desember 2006 05:00 Það virðast engin mörk á afbrigðilegu hegðunarmynstri þessarar þjóðar. Umræðan um innflytjendur þróaðist í karp og taut um orðalag, hvað þessi sagði þarna og hve miklir fordómar væru hjá þessum sem sagði þetta. Málefnaleg umræða um málefni sem þarfnast virkilega málefnalegrar umræðu fór út um gluggann og með tímanum þá deyr þessi umræða án nokkurrar málefnalegrar niðurstöðu, heldur bara karp og kapp um að niðurlægja viðmælanda sinn, týpískt ferli. Aldraðir bíða í löngum röðum eftir plássi á hjúkrunarheimilum. Ráðamenn koma og státa sér af því að biðraðir minnka ört en það vill ekki betur til en svo að meginástæðan fyrir því að biðröðin minnkar er vegna þess að aldraðir deyja áður en þeir fá pláss eftir að vera búnir að bíða svo árum skiptir. Börn og unglingar sem eiga við t.d. geðlæg vandamál að stríða þurfa að bíða í löngum röðum eftir því að fá læknismeðferð á sínum veikindum jafnvel hátt í heilt ár áður en eitthvað er hægt að gera. Húsnæðisverð er svo hátt að það er ekki möguleiki fyrir ungt fólk að ætla að koma undir sig fótunum og ef þau ætla að leigja þá þýðir það 16 tíma vinnu á dag til að eiga fyrir leigu en eiga þá eftir að kaupa í matinn og matarverðið er það hæsta sem um getur. Skólakerfið er rjúkandi rúst og þar hefur ekki verið gert ráð fyrir að aðrir en upprunalegir Íslendingar myndu sækja skólann þrátt fyrir að útlendingar hafi streymt hingað til lands í þúsundavís svo árum skiptir, ýmist með börn eða sjálf á barneignaraldri, en í skólanum klóra menn sér í hausnum og skilja ekkert í því að kennarinn skilur hvorki nemendur né foreldra líkt og þetta fólk hafi bara skyndilega birst á göngum skólans. Þetta er dæmigert fyrir svifasein viðbrögð skólakerfisins hér á landi. Við vitum öll af vandamálum líkt og líðan drengja í skóla, hvernig afburðanemendur enda í meðalveginum vegna skorts á verðugum viðfangsefnum innan skólans. Steypum alla í sama mót virðist vera mottó skólans, einn ríkisskóli líkt og Marteinn Mosdal sagði hér um árið. Nú er Árni Johnsen aftur á leið á þing, maðurinn sem var kosinn á þing hér um árið og stal frá okkur og virtist gera það án þess að sýna vott af móral, hann sagðist hafa átt inni laun hjá ríkinu. Hann birtist t.d. í Kastljósi og reif bara kjaft. En hann sat inni fyrir þetta, gat að vísu dundað sér eitthvað þar eftir að það var búið að skipta um rúm á staðnum. Gott og vel, hann tók út sína refsingu og honum var fyrirgefið fyrir þessi afglöp sín en auðvitað reiknaði ekki nokkur maður með að hann færi aftur á þing, allavega gerði ég það ekki gæfi mér það að vottur af siðferði væri kannski til. Botna ekkert í þessari þjóð og gleðst alltaf meira og meira yfir því að vera bara 50% Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Það virðast engin mörk á afbrigðilegu hegðunarmynstri þessarar þjóðar. Umræðan um innflytjendur þróaðist í karp og taut um orðalag, hvað þessi sagði þarna og hve miklir fordómar væru hjá þessum sem sagði þetta. Málefnaleg umræða um málefni sem þarfnast virkilega málefnalegrar umræðu fór út um gluggann og með tímanum þá deyr þessi umræða án nokkurrar málefnalegrar niðurstöðu, heldur bara karp og kapp um að niðurlægja viðmælanda sinn, týpískt ferli. Aldraðir bíða í löngum röðum eftir plássi á hjúkrunarheimilum. Ráðamenn koma og státa sér af því að biðraðir minnka ört en það vill ekki betur til en svo að meginástæðan fyrir því að biðröðin minnkar er vegna þess að aldraðir deyja áður en þeir fá pláss eftir að vera búnir að bíða svo árum skiptir. Börn og unglingar sem eiga við t.d. geðlæg vandamál að stríða þurfa að bíða í löngum röðum eftir því að fá læknismeðferð á sínum veikindum jafnvel hátt í heilt ár áður en eitthvað er hægt að gera. Húsnæðisverð er svo hátt að það er ekki möguleiki fyrir ungt fólk að ætla að koma undir sig fótunum og ef þau ætla að leigja þá þýðir það 16 tíma vinnu á dag til að eiga fyrir leigu en eiga þá eftir að kaupa í matinn og matarverðið er það hæsta sem um getur. Skólakerfið er rjúkandi rúst og þar hefur ekki verið gert ráð fyrir að aðrir en upprunalegir Íslendingar myndu sækja skólann þrátt fyrir að útlendingar hafi streymt hingað til lands í þúsundavís svo árum skiptir, ýmist með börn eða sjálf á barneignaraldri, en í skólanum klóra menn sér í hausnum og skilja ekkert í því að kennarinn skilur hvorki nemendur né foreldra líkt og þetta fólk hafi bara skyndilega birst á göngum skólans. Þetta er dæmigert fyrir svifasein viðbrögð skólakerfisins hér á landi. Við vitum öll af vandamálum líkt og líðan drengja í skóla, hvernig afburðanemendur enda í meðalveginum vegna skorts á verðugum viðfangsefnum innan skólans. Steypum alla í sama mót virðist vera mottó skólans, einn ríkisskóli líkt og Marteinn Mosdal sagði hér um árið. Nú er Árni Johnsen aftur á leið á þing, maðurinn sem var kosinn á þing hér um árið og stal frá okkur og virtist gera það án þess að sýna vott af móral, hann sagðist hafa átt inni laun hjá ríkinu. Hann birtist t.d. í Kastljósi og reif bara kjaft. En hann sat inni fyrir þetta, gat að vísu dundað sér eitthvað þar eftir að það var búið að skipta um rúm á staðnum. Gott og vel, hann tók út sína refsingu og honum var fyrirgefið fyrir þessi afglöp sín en auðvitað reiknaði ekki nokkur maður með að hann færi aftur á þing, allavega gerði ég það ekki gæfi mér það að vottur af siðferði væri kannski til. Botna ekkert í þessari þjóð og gleðst alltaf meira og meira yfir því að vera bara 50% Íslendingur.
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar