Umsátrið um Frjálslynda flokkinn 30. nóvember 2006 05:00 Innreið Jóns Magnússonar og félaga úr Nýju afli í Frjálslynda flokkin vekur athygli. Lengi hefur Jón langað á þing og svo lengi sem elstu menn muna hefur hann tekið þátt í þjóðmálaumræðu. Flokkur hans, Nýtt afl hefur þó aldrei náð mælingu. Honum er staðan ljós. Verkið er vonlaust. Eina leiðin er að ná olnbogarými annars staðar. Hann valdi Frjálslynda flokkinn. Til að ná þar fótfestu hefur hann tryggt sér vinfengi og stuðning þingmanna flokksins sem hann hælir á hvert reipi. Gangur mála er sá, að Jón kemur í Frjálslynda flokkinn án þess að Nýtt afl hafi verið lagt niður. Nýtt afl er þjóðmálafélag sem getur boðið fram til Alþingis. Sem formaður ræður Jón þar öllu og heldur þeim möguleika opnum, þyki honum móttökur kaldar í Frjáslynda flokknum. Hann er í tveim flokkum sem er andstætt reglum stjórnmálaflokka. Hann er því ekki löglegur félagi. Hann leikur tveim skjöldum. Þetta er eins og skipsrán. Hann fer þá óvenjulegu leið að véla yfirmennina á sitt band. Hann skuli sigla með þeim á ný og betri mið, þar muni aflast meira. Er nú stefnunni breytt og farið með löndum. Hásetarnir vita ekki hvert stefnir, en þykir sjórinn gruggugur. Þeir segja ekkert. Þora það ekki af ótta við að vera kjöldregnir, jafnvel hent fyrir borð. Útgerðarstjórinn skilur hvorki upp né niður og þegar hann lýsir áhyggjum sínum yfir að skipinu hafi verið rænt, er honum sagt að vera ekki með neitt múður, það sé mokafli, fiskurinn vænn og ekkert brottkast. Jón er umsvifalaust beðinn afsökunar. Aflinn úr innflytjendaumræðunni kemur í ljós á landsþinginu í janúar. Þá sjáum við hver fengurinn verður og hvaða yfirbragð kemst á flokkinn. Hvort rasistastimpillinn er kominn til að vera. Þangað til segja margir fátt. Á meðan hefur Jón Frjálslynda flokkinn í herkví. Ef fundið er að því, er það móðgun við Jón og hann aftur beðinn afsökunar. Þetta er alveg kostulegt. Jón Magnússon ætlar inn á Alþingi hvað sem það kostar. Þetta er síðasti séns. Hann hefur tryggt sér vinfengi og stuðning sitjandi þingmannanna Frjálslynda flokksins og mun tryggja þeim þau atkvæði sem honum eru tiltæk til endurkjörs. Hann á vísan stuðning þeirra á móti. Komist þeir inn á Alþingi verða þeir Jóni auðveldir viðfangs. Forsmekkur þess blasir við allra augum. Hann mun ríkja yfir hópnum eins og Napóleon. Hér hangir fleira á spýtunnim. Með væntanlegum reglum um fjármögnun á stjórnmálastarfsemi í landinu á Nýtt afl enga möguleika. Innganga Jóns og félaga snýst því einnig um aðgang að fjármunum og eignum Frjálslynda flokksins. Landsþingið verður það nærri kosningum að menn munu reyna allt til að halda friðinn. Það gefur Jóni svigrúm. Það vinnur með honum. Hann á hægar með að tryggja sér fylgi, kemst lengra með sínar áherslur. Þetta veit hann. Þetta er hinn grái leikur Jóns Magnússonar. Hann er klókari en tófan. Nái Jón Magnússon völdum í Frjálslynda flokknum eins og hann stefnir að, er flokkurinn úr sögunni sem frjálslynt umbótaafl og næsta víst að hann verði til sölu á pólitískum uppboðsmarkaði eftir kosningar þar sem stefnumál hans fara endanlega lönd og leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Innreið Jóns Magnússonar og félaga úr Nýju afli í Frjálslynda flokkin vekur athygli. Lengi hefur Jón langað á þing og svo lengi sem elstu menn muna hefur hann tekið þátt í þjóðmálaumræðu. Flokkur hans, Nýtt afl hefur þó aldrei náð mælingu. Honum er staðan ljós. Verkið er vonlaust. Eina leiðin er að ná olnbogarými annars staðar. Hann valdi Frjálslynda flokkinn. Til að ná þar fótfestu hefur hann tryggt sér vinfengi og stuðning þingmanna flokksins sem hann hælir á hvert reipi. Gangur mála er sá, að Jón kemur í Frjálslynda flokkinn án þess að Nýtt afl hafi verið lagt niður. Nýtt afl er þjóðmálafélag sem getur boðið fram til Alþingis. Sem formaður ræður Jón þar öllu og heldur þeim möguleika opnum, þyki honum móttökur kaldar í Frjáslynda flokknum. Hann er í tveim flokkum sem er andstætt reglum stjórnmálaflokka. Hann er því ekki löglegur félagi. Hann leikur tveim skjöldum. Þetta er eins og skipsrán. Hann fer þá óvenjulegu leið að véla yfirmennina á sitt band. Hann skuli sigla með þeim á ný og betri mið, þar muni aflast meira. Er nú stefnunni breytt og farið með löndum. Hásetarnir vita ekki hvert stefnir, en þykir sjórinn gruggugur. Þeir segja ekkert. Þora það ekki af ótta við að vera kjöldregnir, jafnvel hent fyrir borð. Útgerðarstjórinn skilur hvorki upp né niður og þegar hann lýsir áhyggjum sínum yfir að skipinu hafi verið rænt, er honum sagt að vera ekki með neitt múður, það sé mokafli, fiskurinn vænn og ekkert brottkast. Jón er umsvifalaust beðinn afsökunar. Aflinn úr innflytjendaumræðunni kemur í ljós á landsþinginu í janúar. Þá sjáum við hver fengurinn verður og hvaða yfirbragð kemst á flokkinn. Hvort rasistastimpillinn er kominn til að vera. Þangað til segja margir fátt. Á meðan hefur Jón Frjálslynda flokkinn í herkví. Ef fundið er að því, er það móðgun við Jón og hann aftur beðinn afsökunar. Þetta er alveg kostulegt. Jón Magnússon ætlar inn á Alþingi hvað sem það kostar. Þetta er síðasti séns. Hann hefur tryggt sér vinfengi og stuðning sitjandi þingmannanna Frjálslynda flokksins og mun tryggja þeim þau atkvæði sem honum eru tiltæk til endurkjörs. Hann á vísan stuðning þeirra á móti. Komist þeir inn á Alþingi verða þeir Jóni auðveldir viðfangs. Forsmekkur þess blasir við allra augum. Hann mun ríkja yfir hópnum eins og Napóleon. Hér hangir fleira á spýtunnim. Með væntanlegum reglum um fjármögnun á stjórnmálastarfsemi í landinu á Nýtt afl enga möguleika. Innganga Jóns og félaga snýst því einnig um aðgang að fjármunum og eignum Frjálslynda flokksins. Landsþingið verður það nærri kosningum að menn munu reyna allt til að halda friðinn. Það gefur Jóni svigrúm. Það vinnur með honum. Hann á hægar með að tryggja sér fylgi, kemst lengra með sínar áherslur. Þetta veit hann. Þetta er hinn grái leikur Jóns Magnússonar. Hann er klókari en tófan. Nái Jón Magnússon völdum í Frjálslynda flokknum eins og hann stefnir að, er flokkurinn úr sögunni sem frjálslynt umbótaafl og næsta víst að hann verði til sölu á pólitískum uppboðsmarkaði eftir kosningar þar sem stefnumál hans fara endanlega lönd og leið.
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar