Hver kemur til með að annast Hannes Hólmstein? Ögmundur Jónasson skrifar 30. nóvember 2006 05:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson spyr í Fréttablaðsgrein 10. nóvember síðastliðinn hvort Rousseau sé kominn í stað Marx í stjórnmál samtímans, rómantíkerinn í stað efnishyggjumannsins. Báðir fá þeir Rousseau og Marx slæma einkunn hjá háskólaprófessornum þótt hann virðist kunna betur á bókhaldið en tilfinningarnar og eigi þar af leiðandi auðveldara með að skilja efnishyggjumanninn Marx. Hannesi Hólmsteini er nokkur vorkunn. Við lifum á tíma græðginnar. Öll andmæli heita öfund, öll gagnrýni heitir að vera á móti! Annnað hvort sem kommúnisti eða sem rómantíker. Þess vegna vísan í Rousseau og Marx. Sá hópur fólks sem vill andæfa lífi í græðgi hefur í dag „rangt fyrir sér". Þetta er samkvæmt boðendum fagnaðarerindis óheftrar frjálshyggju „röng lífsskoðun". Getur lífsskoðun nokkurn tímann verið „röng"? Þegar allt kemur til alls snýst málið um hvernig lífi við viljum lifa. Um einmitt það snýst lífsskoðunin. Gryfjan sem frjálshyggjumenn falla í er sú, að þeir ganga út frá því að við lifum á brauði einu saman. Að framfarir séu eingöngu efnahagslegar. Að lífshamingju sé aðeins hægt að mæla í gulli. Ef við viljum lifa í gleði og sæmilegum jöfnuði, viljum gæta fjölskyldu okkar, hafa tíma fyrir börnin okkar, þá segja hinir sókndjörfu forystumenn græðginnar: Við höfum ekki tíma fyrir þetta. Á sama hátt og lærisveinar Jesú æmtu þegar hann bað þá að yfirgefa allt og fylgja honum. En herra, sögðu þeir, við viljum hlú að foreldrum okkar og fjölskyldu, við getum ekki yfirgefið allt og alla. Þá sagði meistarinn: Það er meira virði að boða fagnaðarerindið, allir sem það geta eiga að ganga með mér, þeir sem ekki geta það eru hvort eð er dauðir. Látum hina dauðu grafa hina dauðu. Og það er þetta sem frjálshyggjumenn segja við málsvara hófsemi og mannræktar. Við þá sem vilja fara varlega í nýtingu auðlinda. Við þá sem vilja ekki bíða með að sinna öldruðum, þangað til lífeyrissjóðirnir eru orðnir nógu stórir. Við þá sem trúa ekki á sæluríki sem ávallt kemur seinna. Frjálshyggjumennirnir segja: Þið eruð á móti öllu. Þið eruð dauð, þið verðið skilin eftir. Látum hina dauðu grafa hina dauðu. Fagnaðarerindi dagsins er því miður ekki kærleikur, jöfnuður og bræðralag, heldur yfirtaka á búlgarska símanum, Storebrand og Harrods. En hitt er í fullu gildi að aldraðir og sjúkir fá ekkert núna en mikið seinna. Tökum öll þátt í sókninni, dönsum í kringum gullkálfinn. Hefur einhver heyrt þetta áður? Er þetta kannski þúsund ára gömul saga? Ég segi að hinir dauðu eru menn peninganna. Hinir dauðu eru þeir sem ekki sjá lífið í kringum sig. Hinir dauðu eru þeir sem ekki vilja hjúkra þeim sem eru sjúkir núna. Þeir sem eru aldraðir núna, fatlaðir núna, þurfandi núna. Hinir dauðu eru þeir sem ekki skilja vefnaðinn í samfélaginu. Skilja ekki mikilvægi hvers og eins. Enginn þrífst án samfélags, allir eru einhvern tímann börn, öll eldumst við og margir verða gamlir. Allir geta lent í vanda. Hver sem er getur lent í að hús hans brennur. Allir þurfa að standa saman þegar vandi steðjar að. Auðmaður með botnlangakast, frumkvöðull sem fer á hausinn, listamaður sem þarf að mennta sig. Menn njóta hvers annars. Maður er manns gaman en ekki þjónn hvers annars. Söngvari, læknir, íþróttaþjálfari, leiðsögumaður, kennari og þannig mætti áfram telja í samspili þjóðfélagsins. Þarf að skýra út samfélag? Það hefur aldrei verið til auðstétt án samfélags en oft samfélag án auðstéttar. Í fyrrnefndri greiningu Hannesar Hólmsteins í Fréttablaðinu bendir hann á að stór hluti mannkynsins séu rómantíkerar. Og niðurstaða hans er sú að þessi hópur hafi með einhverjum hætti rangt fyrir sér. Hann tekur sitt uppáhalds dæmi þar sem eignarrétturinn trónir á toppnum: Það sem allir eiga saman er eyðilagt (sbr. t.d. Kárahnjúkar?) en einkaeignin er í góðu standi að mati Hannesar Hólmsteins (kvótakerfið?). Indjánar Norður Ameríku eru - samkvæmt greinarskrifinu - viskulausir og samviskulausir eyðingarsinnar. Hefur einhver velt því fyrir sér hvers vegna frjálshyggjan er fátæk af bókmenntum, söngvum, gleði? Hún er hins vegar rík af harðmúlaðri, samanbitinni púrítanískri vinnuhörku. Lífsgleðin er vandfundin í hennar ranni. Nema sú sem er mæld á Gullvoginni. Öðru máli gegnir um samfélagið. Takmarkið með því að ganga inn í samfélag er ekki að hámarka tekjur heldur hámarka lífsgleði og láta þúsund blóm blómstra. Leyfa öllum að njóta sín. Félagshyggja er eins og Óskar Wilde orðaði það: Einstaklingshyggja fyrir alla. Frjálshyggja í sinni öfgafullu mynd er eins konar grámunkaregla sem vinnur að því dag og nótt, árið um kring, að kreista gleðisnauða hámarksnyt úr innfluttu kúakyni. Eins konar Amish-regla græðginnar þar sem aðeins ein mælistika er til: Gullvogin. Aðeins hún skiptir máli í málmkenndum heimi Hannesar Hólmsteins; heimi þar sem enginn maður deyr og allir eru alltaf ungir. En hver mun annast Hannes Hólmstein þegar hann er orðinn gamall maður? David Friedman? Eða sjúkraliði á Landspítalanum? Hvað skyldi Hannes vilja sjálfur þegar á hólminn er komið? Ögmundur Jónasson er þingmaður vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson spyr í Fréttablaðsgrein 10. nóvember síðastliðinn hvort Rousseau sé kominn í stað Marx í stjórnmál samtímans, rómantíkerinn í stað efnishyggjumannsins. Báðir fá þeir Rousseau og Marx slæma einkunn hjá háskólaprófessornum þótt hann virðist kunna betur á bókhaldið en tilfinningarnar og eigi þar af leiðandi auðveldara með að skilja efnishyggjumanninn Marx. Hannesi Hólmsteini er nokkur vorkunn. Við lifum á tíma græðginnar. Öll andmæli heita öfund, öll gagnrýni heitir að vera á móti! Annnað hvort sem kommúnisti eða sem rómantíker. Þess vegna vísan í Rousseau og Marx. Sá hópur fólks sem vill andæfa lífi í græðgi hefur í dag „rangt fyrir sér". Þetta er samkvæmt boðendum fagnaðarerindis óheftrar frjálshyggju „röng lífsskoðun". Getur lífsskoðun nokkurn tímann verið „röng"? Þegar allt kemur til alls snýst málið um hvernig lífi við viljum lifa. Um einmitt það snýst lífsskoðunin. Gryfjan sem frjálshyggjumenn falla í er sú, að þeir ganga út frá því að við lifum á brauði einu saman. Að framfarir séu eingöngu efnahagslegar. Að lífshamingju sé aðeins hægt að mæla í gulli. Ef við viljum lifa í gleði og sæmilegum jöfnuði, viljum gæta fjölskyldu okkar, hafa tíma fyrir börnin okkar, þá segja hinir sókndjörfu forystumenn græðginnar: Við höfum ekki tíma fyrir þetta. Á sama hátt og lærisveinar Jesú æmtu þegar hann bað þá að yfirgefa allt og fylgja honum. En herra, sögðu þeir, við viljum hlú að foreldrum okkar og fjölskyldu, við getum ekki yfirgefið allt og alla. Þá sagði meistarinn: Það er meira virði að boða fagnaðarerindið, allir sem það geta eiga að ganga með mér, þeir sem ekki geta það eru hvort eð er dauðir. Látum hina dauðu grafa hina dauðu. Og það er þetta sem frjálshyggjumenn segja við málsvara hófsemi og mannræktar. Við þá sem vilja fara varlega í nýtingu auðlinda. Við þá sem vilja ekki bíða með að sinna öldruðum, þangað til lífeyrissjóðirnir eru orðnir nógu stórir. Við þá sem trúa ekki á sæluríki sem ávallt kemur seinna. Frjálshyggjumennirnir segja: Þið eruð á móti öllu. Þið eruð dauð, þið verðið skilin eftir. Látum hina dauðu grafa hina dauðu. Fagnaðarerindi dagsins er því miður ekki kærleikur, jöfnuður og bræðralag, heldur yfirtaka á búlgarska símanum, Storebrand og Harrods. En hitt er í fullu gildi að aldraðir og sjúkir fá ekkert núna en mikið seinna. Tökum öll þátt í sókninni, dönsum í kringum gullkálfinn. Hefur einhver heyrt þetta áður? Er þetta kannski þúsund ára gömul saga? Ég segi að hinir dauðu eru menn peninganna. Hinir dauðu eru þeir sem ekki sjá lífið í kringum sig. Hinir dauðu eru þeir sem ekki vilja hjúkra þeim sem eru sjúkir núna. Þeir sem eru aldraðir núna, fatlaðir núna, þurfandi núna. Hinir dauðu eru þeir sem ekki skilja vefnaðinn í samfélaginu. Skilja ekki mikilvægi hvers og eins. Enginn þrífst án samfélags, allir eru einhvern tímann börn, öll eldumst við og margir verða gamlir. Allir geta lent í vanda. Hver sem er getur lent í að hús hans brennur. Allir þurfa að standa saman þegar vandi steðjar að. Auðmaður með botnlangakast, frumkvöðull sem fer á hausinn, listamaður sem þarf að mennta sig. Menn njóta hvers annars. Maður er manns gaman en ekki þjónn hvers annars. Söngvari, læknir, íþróttaþjálfari, leiðsögumaður, kennari og þannig mætti áfram telja í samspili þjóðfélagsins. Þarf að skýra út samfélag? Það hefur aldrei verið til auðstétt án samfélags en oft samfélag án auðstéttar. Í fyrrnefndri greiningu Hannesar Hólmsteins í Fréttablaðinu bendir hann á að stór hluti mannkynsins séu rómantíkerar. Og niðurstaða hans er sú að þessi hópur hafi með einhverjum hætti rangt fyrir sér. Hann tekur sitt uppáhalds dæmi þar sem eignarrétturinn trónir á toppnum: Það sem allir eiga saman er eyðilagt (sbr. t.d. Kárahnjúkar?) en einkaeignin er í góðu standi að mati Hannesar Hólmsteins (kvótakerfið?). Indjánar Norður Ameríku eru - samkvæmt greinarskrifinu - viskulausir og samviskulausir eyðingarsinnar. Hefur einhver velt því fyrir sér hvers vegna frjálshyggjan er fátæk af bókmenntum, söngvum, gleði? Hún er hins vegar rík af harðmúlaðri, samanbitinni púrítanískri vinnuhörku. Lífsgleðin er vandfundin í hennar ranni. Nema sú sem er mæld á Gullvoginni. Öðru máli gegnir um samfélagið. Takmarkið með því að ganga inn í samfélag er ekki að hámarka tekjur heldur hámarka lífsgleði og láta þúsund blóm blómstra. Leyfa öllum að njóta sín. Félagshyggja er eins og Óskar Wilde orðaði það: Einstaklingshyggja fyrir alla. Frjálshyggja í sinni öfgafullu mynd er eins konar grámunkaregla sem vinnur að því dag og nótt, árið um kring, að kreista gleðisnauða hámarksnyt úr innfluttu kúakyni. Eins konar Amish-regla græðginnar þar sem aðeins ein mælistika er til: Gullvogin. Aðeins hún skiptir máli í málmkenndum heimi Hannesar Hólmsteins; heimi þar sem enginn maður deyr og allir eru alltaf ungir. En hver mun annast Hannes Hólmstein þegar hann er orðinn gamall maður? David Friedman? Eða sjúkraliði á Landspítalanum? Hvað skyldi Hannes vilja sjálfur þegar á hólminn er komið? Ögmundur Jónasson er þingmaður vinstri grænna.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun