Þjónusta Stígamóta um allt land? 29. nóvember 2006 05:00 Það hefur lengi verið ljóst að þjónusta Stígamóta nýtist best fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins þrátt fyrir brýna þörf alls staðar á landinu. Fólk hefur lagt á sig ómældan kostnað og fyrirhöfn til þess að sækja ráðgjöf til Stígamóta og aðeins í litlum hluta tilfella hefur verið farið fram á fjárhagslega aðstoð sveitarfélaga. Þátttaka fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins í sjálfshjálparhópum sem hittast 15 sinnum hefur verið óraunhæf. Þróunin hefur verið sú undanfarin misseri að víða hefur verið falast eftir þjónustu Stígamóta. Þannig var lögð í það mikil vinna að þjálfa upp sjálfstæðan hóp heimakvenna á Akureyri til þess að rækja hliðstæða starfsemi. Á minni stöðum virðist slíkt fyrirkomulag ómögulegt vegna nábýlis og fámennis, óháð þekkingu og góðs vilja heimafólks. Ráðgjafar frá Stígamótum veita vikulega þjónustu hjá Krýsuvíkursamtökunum og hliðstæð vikuleg ráðgjöf er veitt í Kvennafangelsinu. Á Ísafirði og í Vestmannaeyjum eru nú starfræktir sjálfshjálparhópar í tilraunaskyni. Undirbúningur starfseminnar var unninn í náinni samvinnu og með ráðgjöf frá Stígamótum og leiðbeinendur sóttu leiðbeinendanámskeið til Stígamóta.Bætt þjónustaNú hafa Stígamót ákveðið að mæta þörfinni fyrir bætta þjónustu með því að bjóða sveitarfélögum upp á reglulega þjónustu í heimabyggð. Þar sem um nýtt tilboð er að ræða er mikilvægt að prófa það og þróa. Náðst hefur samningur við Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað um þriggja mánaða tilraunaverkefni. Verkefnið felst í því að ráðgjafi frá Stígamótum mun bjóða upp á viðtöl hálfsmánaðalega.Þjónustan verður opinn allan daginn og tímapantanir fara fram í gegnum Stígamótasímann til þess að varðveita milliliðalausan trúnað. Verkefnið hefst í janúar og verður kynnt rækilega á Austfjörðum í svæðisfjölmiðlum, á opnum fundum með almenningi, í framhaldsskólunum og á lokuðum fundi með fagfólki. Ef tilraunin heppnast vel og tilboðið verður nýtt af heimafólki er freistandi að festa það í sessi og bjóða upp á sjálfshjálparhópa sem heimakonur gætu stýrt í framtíðinni. Nú þegar er ljóst að Austfirðingar bíða eftir þessari þjónustu.Þjónusta Stígamóta um allt land?Samkvæmt þeim tölulegu upplýsingum sem safnað hefur verið á Stígamótum undanfarin ár hefur um 32 - 38% ofbeldisins verið framið utan höfuðborgarsvæðisins. Fólkið sem leitað hefur hjálpar hefur verið búsett utan höfuðborgarsvæðisins í 11 – 19 % tilfella, þrátt fyrir langar vegalengdir og mikinn kostnað. Þessi hluti hópsins hefur komið sjaldnar en aðrir og ekki tekið þátt í starfi sjálfshjálparhópanna. Nokkur fjöldi fólks leitar aðstoðar í gegnum tölvupóst eða í síma, en slík aðstoð er ósambærileg við regluleg klukkustundarlöng ráðgjafarviðtöl.Þjónusta Stígamóta byggist á þeim sameiginlega skilningi landsmanna að kynferðisofbeldi sé samfélagsmein og fólk sem verði fyrir því eigi rétt á ókeypis þjónustu. Rekstarfé hefur því fengist frá ríki og nokkrum sveitarfélögum. Það er sanngirnismál að þjónustan nýtist um allt land. Samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi er gert ráð fyrir því að sveitarfélög landsins geri eigin áætlanir um hvernig brugðist skuli við ofbeldi og minnt á ábyrgð þeirra. Að taka tilboði Stígamóta um ráðgjöf í heimabyggð væri frábær leið fyrir stærri sveitarfélög til þess að axla þá ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Það hefur lengi verið ljóst að þjónusta Stígamóta nýtist best fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins þrátt fyrir brýna þörf alls staðar á landinu. Fólk hefur lagt á sig ómældan kostnað og fyrirhöfn til þess að sækja ráðgjöf til Stígamóta og aðeins í litlum hluta tilfella hefur verið farið fram á fjárhagslega aðstoð sveitarfélaga. Þátttaka fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins í sjálfshjálparhópum sem hittast 15 sinnum hefur verið óraunhæf. Þróunin hefur verið sú undanfarin misseri að víða hefur verið falast eftir þjónustu Stígamóta. Þannig var lögð í það mikil vinna að þjálfa upp sjálfstæðan hóp heimakvenna á Akureyri til þess að rækja hliðstæða starfsemi. Á minni stöðum virðist slíkt fyrirkomulag ómögulegt vegna nábýlis og fámennis, óháð þekkingu og góðs vilja heimafólks. Ráðgjafar frá Stígamótum veita vikulega þjónustu hjá Krýsuvíkursamtökunum og hliðstæð vikuleg ráðgjöf er veitt í Kvennafangelsinu. Á Ísafirði og í Vestmannaeyjum eru nú starfræktir sjálfshjálparhópar í tilraunaskyni. Undirbúningur starfseminnar var unninn í náinni samvinnu og með ráðgjöf frá Stígamótum og leiðbeinendur sóttu leiðbeinendanámskeið til Stígamóta.Bætt þjónustaNú hafa Stígamót ákveðið að mæta þörfinni fyrir bætta þjónustu með því að bjóða sveitarfélögum upp á reglulega þjónustu í heimabyggð. Þar sem um nýtt tilboð er að ræða er mikilvægt að prófa það og þróa. Náðst hefur samningur við Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað um þriggja mánaða tilraunaverkefni. Verkefnið felst í því að ráðgjafi frá Stígamótum mun bjóða upp á viðtöl hálfsmánaðalega.Þjónustan verður opinn allan daginn og tímapantanir fara fram í gegnum Stígamótasímann til þess að varðveita milliliðalausan trúnað. Verkefnið hefst í janúar og verður kynnt rækilega á Austfjörðum í svæðisfjölmiðlum, á opnum fundum með almenningi, í framhaldsskólunum og á lokuðum fundi með fagfólki. Ef tilraunin heppnast vel og tilboðið verður nýtt af heimafólki er freistandi að festa það í sessi og bjóða upp á sjálfshjálparhópa sem heimakonur gætu stýrt í framtíðinni. Nú þegar er ljóst að Austfirðingar bíða eftir þessari þjónustu.Þjónusta Stígamóta um allt land?Samkvæmt þeim tölulegu upplýsingum sem safnað hefur verið á Stígamótum undanfarin ár hefur um 32 - 38% ofbeldisins verið framið utan höfuðborgarsvæðisins. Fólkið sem leitað hefur hjálpar hefur verið búsett utan höfuðborgarsvæðisins í 11 – 19 % tilfella, þrátt fyrir langar vegalengdir og mikinn kostnað. Þessi hluti hópsins hefur komið sjaldnar en aðrir og ekki tekið þátt í starfi sjálfshjálparhópanna. Nokkur fjöldi fólks leitar aðstoðar í gegnum tölvupóst eða í síma, en slík aðstoð er ósambærileg við regluleg klukkustundarlöng ráðgjafarviðtöl.Þjónusta Stígamóta byggist á þeim sameiginlega skilningi landsmanna að kynferðisofbeldi sé samfélagsmein og fólk sem verði fyrir því eigi rétt á ókeypis þjónustu. Rekstarfé hefur því fengist frá ríki og nokkrum sveitarfélögum. Það er sanngirnismál að þjónustan nýtist um allt land. Samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi er gert ráð fyrir því að sveitarfélög landsins geri eigin áætlanir um hvernig brugðist skuli við ofbeldi og minnt á ábyrgð þeirra. Að taka tilboði Stígamóta um ráðgjöf í heimabyggð væri frábær leið fyrir stærri sveitarfélög til þess að axla þá ábyrgð.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar