Botninum náð á fasteignamarkaði 29. nóvember 2006 08:15 Síðustu vikur hefur velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu verið að aukast eftir að mjög hægði á í byrjun hausts. Óli Kristján Ármannsson skrifar „Aðalmálið er að markaðurinn frjósi ekki og fólk geti keypt og selt á verði sem það sættir sig við," segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningadeildar Kaupþings banka, um vísbendingar um aukna veltu á fasteignamarkaði. Hann segir minna máli skipta hvort verð fasteigna hækki eða lækki um nokkur prósent. Snemma hausts segir Ásgeir að menn hafi óttast að stöðnun væri að færast yfir í fasteignasölu, en það sé það ástand sem sé markaðnum einna erfiðast. „En aukin velta er yfirleitt alltaf ávísun á að markaðurinn sé að glæðast á ný." Ásgeir segir fasteignamarkaðinn virðast standa betur en ráð var fyrir gert og telur þrennt einna helst styðja við hann á höfuðborgarsvæðinu. „Í fyrsta lagi fjölgun fólks, miklar launahækkanir og síðast en ekki síst hjöðnun verðbólgu sem hefur í för með sér minni kostnað við að skulda verðtryggð lán. Hins vegar er enn ekki alveg ljóst hvernig þetta þróast því verð hafa ekki hækkað," segir hann og telur verðbólgustigið munu verða ráðandi um þróun verðs á fasteignamarkaði. Þá telur Ásgeir að einnig sé að koma fram mun meiri aðgreining á milli hverfa í borginni en verið hafi. Í umfjöllun greiningardeildar Landsbankans er áréttað að þótt á síðustu vikum hafi komið fram auknar vísbendingar um að fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér eftir samdrátt lengst af árinu séu þær þó fremur veikar. „Ef horft er á veltu á höfuðborgarsvæðinu má engu að síður gera því skóna að botninum hafi verið náð og að veltan muni halda áfram að þokast upp á við," segir greiningadeildin. Ástæða er þó talin til að búast við einhverju bakslagi í þróunina því sveiflur á fasteignamarkaði hafi verið miklar. Bent er á að fasteignavelta á höfuðborgarsvæðinu hafi aukist um fjórðung á milli vikna í síðustu viku og um 40 prósent í vikunni þar á undan. „Tólf vikna meðalvelta síðustu vikna, eða frá því um miðjan september, hefur farið vaxandi, sem rennir einnig stoðum undir það að fasteignamarkaðurinn sé farinn að styrkjast." Í síðustu viku var, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins, þinglýst 176 kaupsamningum á höfðuborgarsvæðinu, þar af 130 um eignir í fjölbýli, 28 um sérbýli og 18 um annars konar eignir. Heildarveltan var 5.185 milljónir króna og meðalupphæð á samning 29,5 milljónir króna. Á sama tíma var sjö kaupsamningum þinglýst á Akureyri og sjö á Árborgarsvæðinu. Viðskipti Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Óli Kristján Ármannsson skrifar „Aðalmálið er að markaðurinn frjósi ekki og fólk geti keypt og selt á verði sem það sættir sig við," segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningadeildar Kaupþings banka, um vísbendingar um aukna veltu á fasteignamarkaði. Hann segir minna máli skipta hvort verð fasteigna hækki eða lækki um nokkur prósent. Snemma hausts segir Ásgeir að menn hafi óttast að stöðnun væri að færast yfir í fasteignasölu, en það sé það ástand sem sé markaðnum einna erfiðast. „En aukin velta er yfirleitt alltaf ávísun á að markaðurinn sé að glæðast á ný." Ásgeir segir fasteignamarkaðinn virðast standa betur en ráð var fyrir gert og telur þrennt einna helst styðja við hann á höfuðborgarsvæðinu. „Í fyrsta lagi fjölgun fólks, miklar launahækkanir og síðast en ekki síst hjöðnun verðbólgu sem hefur í för með sér minni kostnað við að skulda verðtryggð lán. Hins vegar er enn ekki alveg ljóst hvernig þetta þróast því verð hafa ekki hækkað," segir hann og telur verðbólgustigið munu verða ráðandi um þróun verðs á fasteignamarkaði. Þá telur Ásgeir að einnig sé að koma fram mun meiri aðgreining á milli hverfa í borginni en verið hafi. Í umfjöllun greiningardeildar Landsbankans er áréttað að þótt á síðustu vikum hafi komið fram auknar vísbendingar um að fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér eftir samdrátt lengst af árinu séu þær þó fremur veikar. „Ef horft er á veltu á höfuðborgarsvæðinu má engu að síður gera því skóna að botninum hafi verið náð og að veltan muni halda áfram að þokast upp á við," segir greiningadeildin. Ástæða er þó talin til að búast við einhverju bakslagi í þróunina því sveiflur á fasteignamarkaði hafi verið miklar. Bent er á að fasteignavelta á höfuðborgarsvæðinu hafi aukist um fjórðung á milli vikna í síðustu viku og um 40 prósent í vikunni þar á undan. „Tólf vikna meðalvelta síðustu vikna, eða frá því um miðjan september, hefur farið vaxandi, sem rennir einnig stoðum undir það að fasteignamarkaðurinn sé farinn að styrkjast." Í síðustu viku var, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins, þinglýst 176 kaupsamningum á höfðuborgarsvæðinu, þar af 130 um eignir í fjölbýli, 28 um sérbýli og 18 um annars konar eignir. Heildarveltan var 5.185 milljónir króna og meðalupphæð á samning 29,5 milljónir króna. Á sama tíma var sjö kaupsamningum þinglýst á Akureyri og sjö á Árborgarsvæðinu.
Viðskipti Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira