Karlar til ábyrgðar 28. nóvember 2006 05:00 Síðastliðið vor urðu þau ánægjulegu tíðindi að verkefnið Karlar til ábyrgðar (KTÁ) var endurreist. Verkefnið er meðferðartilboð fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum. Hafi þeir gert sér grein fyrir því að ofbeldisbeiting þeirra er vandamál og vilji þeir reyna að breyta hegðun sinni þá er KTÁ leið sem þeim stendur til boða. Það er hins vegar algert skilyrði að karlar leiti sér sjálfir aðstoðar, séu reiðubúnir til að taka þetta skref. Sjálf meðferðin felst í sálfræðilegri aðstoð við að breyta hegðun. Í upphafi er um nokkur einkaviðtöl að ræða en meginþungi meðferðarinnar er yfirleitt í hóp. Þar geta skjólstæðingar rætt reynslu sína og aðstoðað hver annan í breytingaferlinu. Erlend og innlend reynsla hefur sýnt að slíkir hópar geta skipt verulega miklu máli fyrir hvernig til tekst. Margir telja að ofbeldisbeiting þeirra sé einstök og sá vandi sem þeir eru að takast á við sé bundinn við þá eina og samband þeirra. Það skiptir miklu máli að menn komist að því að svo er ekki. Mun fleiri eru í svipuðum sporum og takast á við svipaðan vanda. Mikilvægt er að undirstrika að meðferðin er ekkert kraftaverk. Ekki er um það að ræða að skyndilega ljúkist upp augu manna og þeir átti sig á hvað hegðun þeirra hefur skemmt mikið í þeirra eigin lífi og hjá þeim sem næst standa. Oft er um að ræða hegðunarmynstur sem lengi hefur verið til staðar og á jafnvel rætur að rekja til æsku. Það tekur tíma að breyta slíku, læra nýja hegðun, ný viðbrögð við erfiðleikum tilverunnar. En erlendar athuganir sýna að það er hægt. Fyrri tilraun til reksturs þessa meðferðarúrræðis sýndi líka að þetta er hægt hérlendis. Athugun á meðal skjólstæðinga sýndi að þeir voru ánægðir með meðferðina og töldu hana hafa gagnast sér verulega. Enn meira máli skiptir þó að konurnar voru ánægðar og töldu margt hafa breyst til betri vegar. Lífsgæði þeirra höfðu aukist, þær hlógu oftar, fannst þær frjálsari og þótti sem þær gætu rætt fleiri mál við maka sinn en áður. Allt er þetta gott og blessað en það er þó e.t.v. ekki síst börnin sem vonir eru bundnar við. Það sýndi sig í áðurnefndri athugun að þar sem börn voru í sambandinu höfðu þau undantekningarlaust orðið vitni að ofbeldinu. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hvílíkt áfall slíkt er fyrir börnin, þessi reynsla setur mark á þau alla ævi. Það hefur líka sýnt sig að það er verulega aukin hætta á að börn sem hafa orðið vitni að ofbeldi á æskuheimili beiti sjálf ofbeldi á fullorðinsárum. Þetta verður félagslegur vítahringur sem afar mikilvægt er að rjúfa. Aðstandendur verkefnisins vona auðvitað að skjólstæðingar hætti að beita ofbeldi gegn þeim sem næst standa og öðrum. Vonin er að bæði gerandinn og þolandinn lifi betra lífi eftir meðferðina en áður. En við bindum líka vonir við að sú upplifun barnanna að faðir þeirra sé að leita sér aðstoðar til að hætta að nota ofbeldi geti leitt til þess að síður sé hætta á að þau endurtaki hegðunina þegar þau eru sjálf komin með fjölskyldu. Meðvitundin um að pabbi sé að reyna að hætta stuðli að því að þau geri sér enn frekar grein fyrir því að um sé að ræða hegðun sem ekki sé eðlileg og viðurkennd. Verkefnið Karlar til ábyrgðar er þannig einnig hugsað sem leið til að rjúfa áðurnefndan félagslegan vítahring. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Síðastliðið vor urðu þau ánægjulegu tíðindi að verkefnið Karlar til ábyrgðar (KTÁ) var endurreist. Verkefnið er meðferðartilboð fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum. Hafi þeir gert sér grein fyrir því að ofbeldisbeiting þeirra er vandamál og vilji þeir reyna að breyta hegðun sinni þá er KTÁ leið sem þeim stendur til boða. Það er hins vegar algert skilyrði að karlar leiti sér sjálfir aðstoðar, séu reiðubúnir til að taka þetta skref. Sjálf meðferðin felst í sálfræðilegri aðstoð við að breyta hegðun. Í upphafi er um nokkur einkaviðtöl að ræða en meginþungi meðferðarinnar er yfirleitt í hóp. Þar geta skjólstæðingar rætt reynslu sína og aðstoðað hver annan í breytingaferlinu. Erlend og innlend reynsla hefur sýnt að slíkir hópar geta skipt verulega miklu máli fyrir hvernig til tekst. Margir telja að ofbeldisbeiting þeirra sé einstök og sá vandi sem þeir eru að takast á við sé bundinn við þá eina og samband þeirra. Það skiptir miklu máli að menn komist að því að svo er ekki. Mun fleiri eru í svipuðum sporum og takast á við svipaðan vanda. Mikilvægt er að undirstrika að meðferðin er ekkert kraftaverk. Ekki er um það að ræða að skyndilega ljúkist upp augu manna og þeir átti sig á hvað hegðun þeirra hefur skemmt mikið í þeirra eigin lífi og hjá þeim sem næst standa. Oft er um að ræða hegðunarmynstur sem lengi hefur verið til staðar og á jafnvel rætur að rekja til æsku. Það tekur tíma að breyta slíku, læra nýja hegðun, ný viðbrögð við erfiðleikum tilverunnar. En erlendar athuganir sýna að það er hægt. Fyrri tilraun til reksturs þessa meðferðarúrræðis sýndi líka að þetta er hægt hérlendis. Athugun á meðal skjólstæðinga sýndi að þeir voru ánægðir með meðferðina og töldu hana hafa gagnast sér verulega. Enn meira máli skiptir þó að konurnar voru ánægðar og töldu margt hafa breyst til betri vegar. Lífsgæði þeirra höfðu aukist, þær hlógu oftar, fannst þær frjálsari og þótti sem þær gætu rætt fleiri mál við maka sinn en áður. Allt er þetta gott og blessað en það er þó e.t.v. ekki síst börnin sem vonir eru bundnar við. Það sýndi sig í áðurnefndri athugun að þar sem börn voru í sambandinu höfðu þau undantekningarlaust orðið vitni að ofbeldinu. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hvílíkt áfall slíkt er fyrir börnin, þessi reynsla setur mark á þau alla ævi. Það hefur líka sýnt sig að það er verulega aukin hætta á að börn sem hafa orðið vitni að ofbeldi á æskuheimili beiti sjálf ofbeldi á fullorðinsárum. Þetta verður félagslegur vítahringur sem afar mikilvægt er að rjúfa. Aðstandendur verkefnisins vona auðvitað að skjólstæðingar hætti að beita ofbeldi gegn þeim sem næst standa og öðrum. Vonin er að bæði gerandinn og þolandinn lifi betra lífi eftir meðferðina en áður. En við bindum líka vonir við að sú upplifun barnanna að faðir þeirra sé að leita sér aðstoðar til að hætta að nota ofbeldi geti leitt til þess að síður sé hætta á að þau endurtaki hegðunina þegar þau eru sjálf komin með fjölskyldu. Meðvitundin um að pabbi sé að reyna að hætta stuðli að því að þau geri sér enn frekar grein fyrir því að um sé að ræða hegðun sem ekki sé eðlileg og viðurkennd. Verkefnið Karlar til ábyrgðar er þannig einnig hugsað sem leið til að rjúfa áðurnefndan félagslegan vítahring.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun