Svona er Alcan í raun! 6. nóvember 2006 17:50 Eina ferðina enn gera stjórnendur Íslenska álfélagsins atlögu að starfsfólki og heiðri þess. Árlegum hreinsunum er nýlokið undir þeim formerkjum að óæskilegur starfskraftur hafi þurft að víkja. Menn með langan starfsaldur, þetta 20-30 ár, eru reknir fyrirvaralaust án nokkura ástæðna. Ísal-Alcan hlýtur að vera óheppnasta fyrirtæki á íslandi að lenda í því svona sí og æ að ráða mikið af ónothæfu starfsfólki og uppgötva síðan ekki fyrr en eftir jafnvel 30 ár að starfskrafturinn var í raun ónothæfur. Það er komið nóg! Samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ILO, um uppsagnir þarf að taka upp á Íslandi strax. Hvar eru stjórnvöld? Í vasa stóriðjufyrirtækja eins og Alcan? Ég hef fylgst með fjölmiðlaumræðu síðustu vikna og get ekki orða bundist lengur. Opnuauglýsing Alcan í Fréttablaðinu 26.10. 06 með fyrirsögninni „Svona erum við!" lýsir nokkuð vel þeim hugmyndaheimi sem stjórnendur fyrirtækisins dvelja í. Hvar eru mengunarmyndirnar og skítuga og sveitta fólkið? Í auglýsingunni er talað um heiðarleika, ábyrgð, traust og samvinnu. Nokkuð sem gerist ekki af sjálfu sér, bara við að hamra á því eins oft og hægt er. Hugmyndasmiðurinn er annaðhvort langt í burtu frá raunveruleikanum eða hann hefur talið að nokkur hundruð þúsund króna glansauglýsing geti hagrætt honum? Fyrirtækið starfrækir læknastofu með lækni á launum. Menn eru skyldugir að mæta á eina skrifstofu fyrirtækisins einu sinni á ári með þvagprufu og gangast undir læknisskoðun ellegar eiga þeir á hættu að vera reknir að undangenginni viðvörun. Lækni sem starfsmenn bera jafnvel engan trúnað til. Hvernig eru upplýsingar þær sem koma úr slíkri skoðun notaðar og hver heldur utan um þær? Er einhver t.d. frá Landlækni sem sannreynir skráningu og notkun upplýsinganna? Mig langar að segja smá sögu til að upplýsa málefnastöðu stjórnenda. Ég vann að því ásamt Kolbeini Gunnarssyni (núverandi formanni Hlífar) í tvö ár fyrir hönd félagsins að koma á starfsnámi hjá Ísal. Samið var um 10,5% kauphækkun og það metið til eininga í framhaldsskólum. Fyrir tilstuðlan okkar fékkst peningastyrkur og viðurkenning frá ríkinu til að koma því á. Eftir nærri tveggja ára undirbúningsvinnu varð námið að veruleika. Verkalýðsfélögin, og að sögn fulltrúar Ísal í starfsnámsnefndinni, lögðu til að undirritaður yrði sjálfskipaður í fyrsta hóp vegna vinnu minnar. Rannveig Rist ákvað síðan upp á sitt einsdæmi að taka völdin af nefndinni og velja þá sem voru hennir þóknanlegir án nokkurs samráðs við nefndina. Það hentaði forstjóranum ekki að hafa undirritaðan þar, enda ekki vön að þakka hverjum sem er vel unnin störf. Af hverju? Vegna skoðana minna á ákaflega lélegum aðbúnaðar- og öryggismálum? Stóri dagurinn rann upp. Hefja skyldi námið. Boðið var til veislu og Rannveig sagðist ætla að gefa okkur, fulltrúum starfsmanna, bókagjöf til að þakka vel unnin störf. Ég sagðist vera tilbúinn til að taka við slíkri gjöf ef ég fengi að taka til máls við afhendinguna. Í stuttu máli varð ekkert úr þakklætinu, hvorki fyrr né síðar, enda enginn séns tekinn á að menn taki til máls á eigin vegum í fínum kokkteilpinnaveislum fyrirtækisins! Að hætti einræðisins hefur sagan síðan verið endurrituð og nöfn okkar, fulltrúa starfsmanna í nefndinni, verið afmáð úr sögubókunum. Síðar boðaði forstjóri starfsnámsnefndina ásamt formanni Hlífar og yfirtrúnaðarmanni til einnar af sinni frægu rjómatertuveislum. Fara átti yfir hvursu vel til hefði tekist með námið. Ég var boðaður af yfirtrúnaðarmanni. Þegar ég gekk í salinn sagði Rannveig með sínu fræga þjósti: „Hva, hva? Hvað ert þú að gera hér?" Síðan bætti hún við: „Hva? Hver bauð þér hingað? Ég veit ekki til þess að þér hafi verið boðið hingað." Hún leit á fulltrúa Ísal í nefndinni, sem horfðu í gaupnir sér, og spurði: „Hvað er að ske, buðuð þið honum?" Það sló þögn á hópinn. Fyrrverandi formaður Hlífar varð meira að segja orðlaus og er þá mikið sagt. Ég settist niður og sagði yfirvegað og rólega að ég væri ekki óvanur þessari framkomu hennar og málatilbúnaði sem ætti sér enga hliðstæðu í mannlegum samskiptum og hún ætti að skammast sín hvernig hún hagaði sér í eineltistilburðum við starfsmenn. Síðan gekk ég út í rólegheitum og lokaði dyrunum varlega á eftir mér þannig að það færi ekki á milli mála að ég gekk á dyr án þess að skella eða vera með læti enda vildi ég ekki með nokkru móti stela glæpnum frá forstjóranum. Samt hélt hún því á lofti síðar að ég hefði hellt mér yfir hana og skellt á eftir mér. Formaður Hlífar leiðrétti það við hana síðar. Heiðarleiki, ábyrgð, traust og samvinna eru stór orð. Þessi saga er sögð, svona til útskýringa á því hvað við er að fást. Raunveruleg gildi og óskgildi er ekki það sama. Þessi saga er ein af ótal mörgum ósögðum sögum um mengunarmál og framkomu stjórnenda svo það helsta sé upptalið. Sögur t.d. af undirstjórnendum sem stillt er upp við vegg til að finna eitthvað á starfsmenn svo hægt sé að reka þá. Höfundur starfaði hjá Ísal í nærri tvo áratugi og er fyrrverandi trúnaðarmaður og öryggistrúnaðarmaður í skautsmiðju Ísal. Rannveig Rist ákvað síðan upp á sitt einsdæmi að taka völdin af nefndinni og velja þá sem voru hennir þóknanlegir án nokkurs samráðs við nefndina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Eina ferðina enn gera stjórnendur Íslenska álfélagsins atlögu að starfsfólki og heiðri þess. Árlegum hreinsunum er nýlokið undir þeim formerkjum að óæskilegur starfskraftur hafi þurft að víkja. Menn með langan starfsaldur, þetta 20-30 ár, eru reknir fyrirvaralaust án nokkura ástæðna. Ísal-Alcan hlýtur að vera óheppnasta fyrirtæki á íslandi að lenda í því svona sí og æ að ráða mikið af ónothæfu starfsfólki og uppgötva síðan ekki fyrr en eftir jafnvel 30 ár að starfskrafturinn var í raun ónothæfur. Það er komið nóg! Samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ILO, um uppsagnir þarf að taka upp á Íslandi strax. Hvar eru stjórnvöld? Í vasa stóriðjufyrirtækja eins og Alcan? Ég hef fylgst með fjölmiðlaumræðu síðustu vikna og get ekki orða bundist lengur. Opnuauglýsing Alcan í Fréttablaðinu 26.10. 06 með fyrirsögninni „Svona erum við!" lýsir nokkuð vel þeim hugmyndaheimi sem stjórnendur fyrirtækisins dvelja í. Hvar eru mengunarmyndirnar og skítuga og sveitta fólkið? Í auglýsingunni er talað um heiðarleika, ábyrgð, traust og samvinnu. Nokkuð sem gerist ekki af sjálfu sér, bara við að hamra á því eins oft og hægt er. Hugmyndasmiðurinn er annaðhvort langt í burtu frá raunveruleikanum eða hann hefur talið að nokkur hundruð þúsund króna glansauglýsing geti hagrætt honum? Fyrirtækið starfrækir læknastofu með lækni á launum. Menn eru skyldugir að mæta á eina skrifstofu fyrirtækisins einu sinni á ári með þvagprufu og gangast undir læknisskoðun ellegar eiga þeir á hættu að vera reknir að undangenginni viðvörun. Lækni sem starfsmenn bera jafnvel engan trúnað til. Hvernig eru upplýsingar þær sem koma úr slíkri skoðun notaðar og hver heldur utan um þær? Er einhver t.d. frá Landlækni sem sannreynir skráningu og notkun upplýsinganna? Mig langar að segja smá sögu til að upplýsa málefnastöðu stjórnenda. Ég vann að því ásamt Kolbeini Gunnarssyni (núverandi formanni Hlífar) í tvö ár fyrir hönd félagsins að koma á starfsnámi hjá Ísal. Samið var um 10,5% kauphækkun og það metið til eininga í framhaldsskólum. Fyrir tilstuðlan okkar fékkst peningastyrkur og viðurkenning frá ríkinu til að koma því á. Eftir nærri tveggja ára undirbúningsvinnu varð námið að veruleika. Verkalýðsfélögin, og að sögn fulltrúar Ísal í starfsnámsnefndinni, lögðu til að undirritaður yrði sjálfskipaður í fyrsta hóp vegna vinnu minnar. Rannveig Rist ákvað síðan upp á sitt einsdæmi að taka völdin af nefndinni og velja þá sem voru hennir þóknanlegir án nokkurs samráðs við nefndina. Það hentaði forstjóranum ekki að hafa undirritaðan þar, enda ekki vön að þakka hverjum sem er vel unnin störf. Af hverju? Vegna skoðana minna á ákaflega lélegum aðbúnaðar- og öryggismálum? Stóri dagurinn rann upp. Hefja skyldi námið. Boðið var til veislu og Rannveig sagðist ætla að gefa okkur, fulltrúum starfsmanna, bókagjöf til að þakka vel unnin störf. Ég sagðist vera tilbúinn til að taka við slíkri gjöf ef ég fengi að taka til máls við afhendinguna. Í stuttu máli varð ekkert úr þakklætinu, hvorki fyrr né síðar, enda enginn séns tekinn á að menn taki til máls á eigin vegum í fínum kokkteilpinnaveislum fyrirtækisins! Að hætti einræðisins hefur sagan síðan verið endurrituð og nöfn okkar, fulltrúa starfsmanna í nefndinni, verið afmáð úr sögubókunum. Síðar boðaði forstjóri starfsnámsnefndina ásamt formanni Hlífar og yfirtrúnaðarmanni til einnar af sinni frægu rjómatertuveislum. Fara átti yfir hvursu vel til hefði tekist með námið. Ég var boðaður af yfirtrúnaðarmanni. Þegar ég gekk í salinn sagði Rannveig með sínu fræga þjósti: „Hva, hva? Hvað ert þú að gera hér?" Síðan bætti hún við: „Hva? Hver bauð þér hingað? Ég veit ekki til þess að þér hafi verið boðið hingað." Hún leit á fulltrúa Ísal í nefndinni, sem horfðu í gaupnir sér, og spurði: „Hvað er að ske, buðuð þið honum?" Það sló þögn á hópinn. Fyrrverandi formaður Hlífar varð meira að segja orðlaus og er þá mikið sagt. Ég settist niður og sagði yfirvegað og rólega að ég væri ekki óvanur þessari framkomu hennar og málatilbúnaði sem ætti sér enga hliðstæðu í mannlegum samskiptum og hún ætti að skammast sín hvernig hún hagaði sér í eineltistilburðum við starfsmenn. Síðan gekk ég út í rólegheitum og lokaði dyrunum varlega á eftir mér þannig að það færi ekki á milli mála að ég gekk á dyr án þess að skella eða vera með læti enda vildi ég ekki með nokkru móti stela glæpnum frá forstjóranum. Samt hélt hún því á lofti síðar að ég hefði hellt mér yfir hana og skellt á eftir mér. Formaður Hlífar leiðrétti það við hana síðar. Heiðarleiki, ábyrgð, traust og samvinna eru stór orð. Þessi saga er sögð, svona til útskýringa á því hvað við er að fást. Raunveruleg gildi og óskgildi er ekki það sama. Þessi saga er ein af ótal mörgum ósögðum sögum um mengunarmál og framkomu stjórnenda svo það helsta sé upptalið. Sögur t.d. af undirstjórnendum sem stillt er upp við vegg til að finna eitthvað á starfsmenn svo hægt sé að reka þá. Höfundur starfaði hjá Ísal í nærri tvo áratugi og er fyrrverandi trúnaðarmaður og öryggistrúnaðarmaður í skautsmiðju Ísal. Rannveig Rist ákvað síðan upp á sitt einsdæmi að taka völdin af nefndinni og velja þá sem voru hennir þóknanlegir án nokkurs samráðs við nefndina.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun