Spurning um virka tvíkeppni eða samhæfða fákeppni 25. október 2006 00:01 Axel Hall aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík Axel segir að til staðar þurfi að vera ákveðin skilyrði á markaði til þess að fyrirtæki sem á honum starfa geti talist fara saman með markaðsráðandi stöðu. MYND/GVA "Að einhver komist í einkasöluaðstöðu er til þess fallið að hækka verð og bæta afkomuna hjá viðkomandi. Þegar tveir aðilar selja á markaði hafa þeir ákveðinn hvata til samkeppni, en þeir hafa líka við vissar aðstæður hvata til að stunda þögula samhæfingu án beinna samskipta," segir Axel Hall, hagfræðingur og aðjúnkt við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Axel segir að í meginatriðum liggi nokkur skilyrði til grundvallar tilvist sameiginlegrar markaðsráðandi stöðu tveggja eða fleiri á markaði. Varan eða þjónustan sem seld er þarf að vera einsleit, fyrirtækin geta fylgst vel hvert með öðru og verið svipuð að gerð og stærð. Þá þurfa þau að starfa á markaði með aðgangshindrunum þar sem til staðar er fælingarmáttur sem heldur þeim við niðurstöðu hinnar sameiginlegu markaðsráðandi stöðu. "Þetta er kölluð þögul samhæfing og getur þá birst í að verð verður hærra en það hefði orðið ef til staðar væri virk samkeppni. Um þetta snerist þessi staðfesting á sameiginlega markaðsráðandi stöðu í grófum dráttum," segir hann. Sú staða getur komið upp að fleiri en tvö fyrirtæki séu talin fara saman með markaðsráðandi stöðu með þögulli samhæfingu. "Það hefur gerst í evrópskum samkeppnisrétti," segir Axel. "Til hefur komið að þrír og jafnvel fleiri aðilar væru taldir stunda þögula samhæfingu. Til dæmis er nýtt mál í Evrópu sem varðar fyrirtæki sem gefa út geisladiska. Þar var um að ræða samruna sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafði hleypt í gegn en undirréttur sambandsins vísaði frá og horfði til þess að mögulega væri að myndast sameiginlega markaðsráðandi staða. Þó voru fyrir á markaði nokkrir stórir aðilar." Axel segir því ekkert nýtt við það að litið sé svo á að fleiri en eitt fyrirtæki geti farið saman með markaðsráðandi stöðu, enda dæmin mörg frá Evrópu, þótt mál Lyfjavers og Lyfja og heilsu sé bara annað í röðinni hér. Fyrsta málið af þessu tagi sem kom til kasta samkeppnisyfirvalda hér snerist um samruna fóðurfyrirtækja árið 2001. Fréttaskýringar Viðskipti Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
"Að einhver komist í einkasöluaðstöðu er til þess fallið að hækka verð og bæta afkomuna hjá viðkomandi. Þegar tveir aðilar selja á markaði hafa þeir ákveðinn hvata til samkeppni, en þeir hafa líka við vissar aðstæður hvata til að stunda þögula samhæfingu án beinna samskipta," segir Axel Hall, hagfræðingur og aðjúnkt við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Axel segir að í meginatriðum liggi nokkur skilyrði til grundvallar tilvist sameiginlegrar markaðsráðandi stöðu tveggja eða fleiri á markaði. Varan eða þjónustan sem seld er þarf að vera einsleit, fyrirtækin geta fylgst vel hvert með öðru og verið svipuð að gerð og stærð. Þá þurfa þau að starfa á markaði með aðgangshindrunum þar sem til staðar er fælingarmáttur sem heldur þeim við niðurstöðu hinnar sameiginlegu markaðsráðandi stöðu. "Þetta er kölluð þögul samhæfing og getur þá birst í að verð verður hærra en það hefði orðið ef til staðar væri virk samkeppni. Um þetta snerist þessi staðfesting á sameiginlega markaðsráðandi stöðu í grófum dráttum," segir hann. Sú staða getur komið upp að fleiri en tvö fyrirtæki séu talin fara saman með markaðsráðandi stöðu með þögulli samhæfingu. "Það hefur gerst í evrópskum samkeppnisrétti," segir Axel. "Til hefur komið að þrír og jafnvel fleiri aðilar væru taldir stunda þögula samhæfingu. Til dæmis er nýtt mál í Evrópu sem varðar fyrirtæki sem gefa út geisladiska. Þar var um að ræða samruna sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafði hleypt í gegn en undirréttur sambandsins vísaði frá og horfði til þess að mögulega væri að myndast sameiginlega markaðsráðandi staða. Þó voru fyrir á markaði nokkrir stórir aðilar." Axel segir því ekkert nýtt við það að litið sé svo á að fleiri en eitt fyrirtæki geti farið saman með markaðsráðandi stöðu, enda dæmin mörg frá Evrópu, þótt mál Lyfjavers og Lyfja og heilsu sé bara annað í röðinni hér. Fyrsta málið af þessu tagi sem kom til kasta samkeppnisyfirvalda hér snerist um samruna fóðurfyrirtækja árið 2001.
Fréttaskýringar Viðskipti Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira