Ómarktækur umhverfisráðherra 23. október 2006 06:00 Yfirlýsingar Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra í fjölmiðlum, vegna þess að Íslendingar hefja nú atvinnuhvalveiðar á nýjan leik eru fádæma klaufalegar og lýsa botnlausri hræsni. Það er fyrir neðan allar hellur að ráðherra í ríkisstjórn Íslands skuli láta svona lagað frá sér fara rétt eftir að heimsbyggðinni hefur verið tilkynnt að einhugur ríki í sömu ríkisstjórn um að hefja atvinnuhvalveiðar á nýjan leik eftir um tuttugu ára hlé. Ráðherrann kemur hér í bakið á ríkisstjórninni og öllum þeim sem vilja hefja hvalveiðar á nýjan leik. Þannig opnar hún óþarfa tækifæri fyrir andstæðinga hvalveiða og grefur undan þjóðarhagsmunum og góðum málstað Íslands út á við. Ráðherrann virðist ekki hafa þorað að skýra frá efasemdum sínum við ríkisstjórnina þegar málið var rætt þar og ákvörðun tekin. Ráðherrann lét sig svo vanta á Alþingi þegar umræður um ummæli hennar fóru fram í upphafi þingfundar í liðinni viku, þrátt fyrir að hafa verið látin vita af því hvað til stæði með góðum fyrirvara. Hér fer ráðherra sem þykist vilja tala um ímynd Íslands í umhverfismálum, en gerir það helst ekki nema á eintali við fréttamenn. Þessi sami ráðherra greiddi virkjanaframkvæmdum á Austurlandi atkvæði sitt þegjandi og möglunarlaust þann 8. apríl árið 2002, og hefur aldrei síðan að ég best veit gagnrýnt þær framkvæmdir. Þarna var farið út í mestu náttúruspjöll Íslandssögunnar. Óafturkræfar framkvæmdir sem vakið hafa heimsathygli og sætt mikilli gagnrýni og deilum sem klofið hafa þjóðina. Nú kýs þessi ráðherra og alþingismaður að reyna að slá sig til riddara með því að ráðast á hvalveiðarnar og segir í viðtali við RÚV að hún telji að þetta geti skaðað ímynd Íslands út á við í alþjóðasamfélaginu, ímynd okkar í umhverfislegu tilliti. Heyr á endemi! Hvað segir frúin þá um framkvæmdirnar sem hún studdi við Kárahnjúka? Hvalveiðarnar eru sjálfbær og mjög varfærnisleg nýting úr endurnýjanlegum dýrastofnum, og skaða ekki náttúruna á neinn hátt. Þær eru ekki óafturkræf náttúruspjöll eins og virkjanaframkvæmdirnar sem Jónína Bjartmarz og félagar hennar í Framsókn eru svo hrifin af. Nei, Jónína Bjartmarz ætti að segja af sér sem ráðherra fyrst hún er svona óánægð með fullkomlega löglega ákvörðun ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Um leið ætti hún að harma framkvæmdirnar við Kárahnjúka og biðja þjóðina fyrirgefningar fyrir að hafa gefið samþykki sitt fyrir þeim sem fulltrúi á löggjafarþingi þjóðarinnar. Fyrr en þetta gerist, þá tek ég ekkert mark á henni varðandi afstöðu hennar til hvalveiða. Höfundur er alþingismaður Frjálslynda flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Yfirlýsingar Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra í fjölmiðlum, vegna þess að Íslendingar hefja nú atvinnuhvalveiðar á nýjan leik eru fádæma klaufalegar og lýsa botnlausri hræsni. Það er fyrir neðan allar hellur að ráðherra í ríkisstjórn Íslands skuli láta svona lagað frá sér fara rétt eftir að heimsbyggðinni hefur verið tilkynnt að einhugur ríki í sömu ríkisstjórn um að hefja atvinnuhvalveiðar á nýjan leik eftir um tuttugu ára hlé. Ráðherrann kemur hér í bakið á ríkisstjórninni og öllum þeim sem vilja hefja hvalveiðar á nýjan leik. Þannig opnar hún óþarfa tækifæri fyrir andstæðinga hvalveiða og grefur undan þjóðarhagsmunum og góðum málstað Íslands út á við. Ráðherrann virðist ekki hafa þorað að skýra frá efasemdum sínum við ríkisstjórnina þegar málið var rætt þar og ákvörðun tekin. Ráðherrann lét sig svo vanta á Alþingi þegar umræður um ummæli hennar fóru fram í upphafi þingfundar í liðinni viku, þrátt fyrir að hafa verið látin vita af því hvað til stæði með góðum fyrirvara. Hér fer ráðherra sem þykist vilja tala um ímynd Íslands í umhverfismálum, en gerir það helst ekki nema á eintali við fréttamenn. Þessi sami ráðherra greiddi virkjanaframkvæmdum á Austurlandi atkvæði sitt þegjandi og möglunarlaust þann 8. apríl árið 2002, og hefur aldrei síðan að ég best veit gagnrýnt þær framkvæmdir. Þarna var farið út í mestu náttúruspjöll Íslandssögunnar. Óafturkræfar framkvæmdir sem vakið hafa heimsathygli og sætt mikilli gagnrýni og deilum sem klofið hafa þjóðina. Nú kýs þessi ráðherra og alþingismaður að reyna að slá sig til riddara með því að ráðast á hvalveiðarnar og segir í viðtali við RÚV að hún telji að þetta geti skaðað ímynd Íslands út á við í alþjóðasamfélaginu, ímynd okkar í umhverfislegu tilliti. Heyr á endemi! Hvað segir frúin þá um framkvæmdirnar sem hún studdi við Kárahnjúka? Hvalveiðarnar eru sjálfbær og mjög varfærnisleg nýting úr endurnýjanlegum dýrastofnum, og skaða ekki náttúruna á neinn hátt. Þær eru ekki óafturkræf náttúruspjöll eins og virkjanaframkvæmdirnar sem Jónína Bjartmarz og félagar hennar í Framsókn eru svo hrifin af. Nei, Jónína Bjartmarz ætti að segja af sér sem ráðherra fyrst hún er svona óánægð með fullkomlega löglega ákvörðun ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Um leið ætti hún að harma framkvæmdirnar við Kárahnjúka og biðja þjóðina fyrirgefningar fyrir að hafa gefið samþykki sitt fyrir þeim sem fulltrúi á löggjafarþingi þjóðarinnar. Fyrr en þetta gerist, þá tek ég ekkert mark á henni varðandi afstöðu hennar til hvalveiða. Höfundur er alþingismaður Frjálslynda flokksins.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar