Hjörleifur fjaðralaus ósannindamaður 20. október 2006 05:00 Okkur öllum sem er annt um náttúru Íslands ofbýður það þegar einstaklingar sem kenna sig við náttúruvernd nota rakalaus ósannindi í meintri baráttu sinni fyrir náttúruvernd. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra ,heldur því fram fullum fetum í grein í Fréttablaðinu, „Ný skrautfjöður í stefnu Samfylkingarinnar", að ég hafi verið búsettur í Hafnarfirði þann tíma sem ég gegndi störfum sem bæjarstjóri á Seyðisfirði. Maður hlýtur að efast um dómgreind manns sem heldur fram jafn auðhrekjanlegum ósannindum enda þarf ekki annað en að fletta upp íbúaskrá Seyðisfjarðar síðustu fjögur árin til að sjá að hér fer ráðherrann fyrrverandi með helbera lygi. Hann ætti að skammast sín og biðjast opinberlega afsökunar. Varðandi virkjun Fjarðarár geta menn að sjálfsögu haft sínar skoðanir á þeirri framkvæmd og hvernig að henni var staðið. Framkvæmdin var mjög vel auglýst og kynnt á öllum stigum málsins. Ekki einn einasti íbúi á Seyðisfirði sá ástæðu til að gera athugasemdir við fyrirhugaða virkjun meðan umsagnarfrestur um skipulagið stóð yfir. Og ekki Hjörleifur heldur. Hins vegar kærði hann úrskurð Skipulagsstofnunar þegar fyrir lá að hún samþykkti framkvæmdina. Eins og fyrri daginn kaus hann kærumeðferðina frekar en að taka þátt í efnislegum umræðum um fyrirhugaða framkvæmd meðan hún var til umfjöllunar og kynningar. Það er einnig alrangt hjá Hjörleifi að um eitthvert leynimakk hafi verið að ræða varðandi samningagerðina við Íslenska Orkuvirkjun. Í bæjarstjóratíð minni á Seyðisfirði lágu öll gögn opin fyrir sem lutu að samningum við fyrirtækið. Að vísu var bæjarstjórn kærð til Úrskurðanefndar upplýsingamála fyrir að liggja á gögnum sem liggja ættu fyrir. En nefndin hafnaði þeirri ákæru algjörlega og vísaði henni til föðurhúsanna. Það sem virðist öðru fremur pirra Hjörleif er að ekki þótti ástæða til að fara með framkvæmdina í formlegt umhverfismat vegna smæðar hennar. Hins vegar á hann að vita mæta vel að áður en ákvörðun var tekin voru gerðar margvíslegar athuganir á lífríki og náttúrufari svæðisins. Umsögn allra fagaðila var á eina lund. Ekki væri verið að fórna neinum markverðum náttúruverðmætum. Fjarðaráin mun renna áfram eins og hún hefur gert um ómunatíð. Að vísu mun rennsli hennar óhjákvæmilega verða jafnara. Verstu flóð í henni munu væntanlega heyra sögunni til, en þeim hafa fylgt flóð í kjallara húsa við Fjarðarána og Lónið, fólki til armæðu og tjóns. Eins munu Seyðfirðingar losna við þurrð árinnar á frosta- og þurrkatímum sem hefur verið til vandræða og stundum valdið vatnsleysi í bænum. Stundum mætti halda að öfgafyllstu „náttúruverndarsinnar" væru á móti rafmagni. Það er sama hvort menn eru að virkja lítið og sætt með hverfandi röskun umhverfisins eða hvort stórvirkjanir eru á ferð. Ávallt skulu þeir vera á móti. Auðvitað geta verið skiptar skoðanir um einstakar virkjanir. En staðreyndin er sú að enginn íbúi á Seyðisfirði hreyfði mótmælum við virkjuninni á forsendum náttúruverndar. Ekki eru þó allir Seyðfirðingar náttúrusóðar eins og ætla mætti af málflutningi ráðherrans fyrrverandi. Eitt er þó rétt í grein Hjörleifs. Í þessu máli voru þau Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðaráðherra, og hann, fyrrverandi iðnaðarráðherra, sammála um að æskilegt væri að framkvæmdin færi í formlegt umhverfismat. Ekki vegna þess að fyrir því lægju efnislegar forsendur eins og fram kemur í úrskurði Skipulagsstofnunar. Ætli það hafi ekki ráðið nokkru um afstöðu iðnaðarráðuneytisins að framkvæmdin var ekki á vegum Landsvirkjunar og hvorki að frumkvæði né á forræði ráðuneytisins. Allir sem til þekkja vita að nýting vatnsorkunnar í Fjarðará er takmörkuð við þau umhverfissjónarmið sem voru lögð til grundvallar. Áin hefði forgang til vatnsins og pípur allar lagðar í jörðu. Að baki lágu áratugalangar mælingar á vatnsrennsli árinnar og fjöldi ljósmynda sem sýndu útlit fossanna við mismikið rennsli. Það er aulalegt að reyna að gera undirritaðan tortryggilegan vegna þess að hann sé að sunnan. En að halda því fram að ég hafi búið mína bæjarstjóratíð í Hafnarfirði er rakalaus lygi sem ber vott um virðingarleysi fyrir sannleikanum og er til þess eins fallið að kasta rýrð á alla sem kenna sig við náttúruvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Okkur öllum sem er annt um náttúru Íslands ofbýður það þegar einstaklingar sem kenna sig við náttúruvernd nota rakalaus ósannindi í meintri baráttu sinni fyrir náttúruvernd. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra ,heldur því fram fullum fetum í grein í Fréttablaðinu, „Ný skrautfjöður í stefnu Samfylkingarinnar", að ég hafi verið búsettur í Hafnarfirði þann tíma sem ég gegndi störfum sem bæjarstjóri á Seyðisfirði. Maður hlýtur að efast um dómgreind manns sem heldur fram jafn auðhrekjanlegum ósannindum enda þarf ekki annað en að fletta upp íbúaskrá Seyðisfjarðar síðustu fjögur árin til að sjá að hér fer ráðherrann fyrrverandi með helbera lygi. Hann ætti að skammast sín og biðjast opinberlega afsökunar. Varðandi virkjun Fjarðarár geta menn að sjálfsögu haft sínar skoðanir á þeirri framkvæmd og hvernig að henni var staðið. Framkvæmdin var mjög vel auglýst og kynnt á öllum stigum málsins. Ekki einn einasti íbúi á Seyðisfirði sá ástæðu til að gera athugasemdir við fyrirhugaða virkjun meðan umsagnarfrestur um skipulagið stóð yfir. Og ekki Hjörleifur heldur. Hins vegar kærði hann úrskurð Skipulagsstofnunar þegar fyrir lá að hún samþykkti framkvæmdina. Eins og fyrri daginn kaus hann kærumeðferðina frekar en að taka þátt í efnislegum umræðum um fyrirhugaða framkvæmd meðan hún var til umfjöllunar og kynningar. Það er einnig alrangt hjá Hjörleifi að um eitthvert leynimakk hafi verið að ræða varðandi samningagerðina við Íslenska Orkuvirkjun. Í bæjarstjóratíð minni á Seyðisfirði lágu öll gögn opin fyrir sem lutu að samningum við fyrirtækið. Að vísu var bæjarstjórn kærð til Úrskurðanefndar upplýsingamála fyrir að liggja á gögnum sem liggja ættu fyrir. En nefndin hafnaði þeirri ákæru algjörlega og vísaði henni til föðurhúsanna. Það sem virðist öðru fremur pirra Hjörleif er að ekki þótti ástæða til að fara með framkvæmdina í formlegt umhverfismat vegna smæðar hennar. Hins vegar á hann að vita mæta vel að áður en ákvörðun var tekin voru gerðar margvíslegar athuganir á lífríki og náttúrufari svæðisins. Umsögn allra fagaðila var á eina lund. Ekki væri verið að fórna neinum markverðum náttúruverðmætum. Fjarðaráin mun renna áfram eins og hún hefur gert um ómunatíð. Að vísu mun rennsli hennar óhjákvæmilega verða jafnara. Verstu flóð í henni munu væntanlega heyra sögunni til, en þeim hafa fylgt flóð í kjallara húsa við Fjarðarána og Lónið, fólki til armæðu og tjóns. Eins munu Seyðfirðingar losna við þurrð árinnar á frosta- og þurrkatímum sem hefur verið til vandræða og stundum valdið vatnsleysi í bænum. Stundum mætti halda að öfgafyllstu „náttúruverndarsinnar" væru á móti rafmagni. Það er sama hvort menn eru að virkja lítið og sætt með hverfandi röskun umhverfisins eða hvort stórvirkjanir eru á ferð. Ávallt skulu þeir vera á móti. Auðvitað geta verið skiptar skoðanir um einstakar virkjanir. En staðreyndin er sú að enginn íbúi á Seyðisfirði hreyfði mótmælum við virkjuninni á forsendum náttúruverndar. Ekki eru þó allir Seyðfirðingar náttúrusóðar eins og ætla mætti af málflutningi ráðherrans fyrrverandi. Eitt er þó rétt í grein Hjörleifs. Í þessu máli voru þau Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðaráðherra, og hann, fyrrverandi iðnaðarráðherra, sammála um að æskilegt væri að framkvæmdin færi í formlegt umhverfismat. Ekki vegna þess að fyrir því lægju efnislegar forsendur eins og fram kemur í úrskurði Skipulagsstofnunar. Ætli það hafi ekki ráðið nokkru um afstöðu iðnaðarráðuneytisins að framkvæmdin var ekki á vegum Landsvirkjunar og hvorki að frumkvæði né á forræði ráðuneytisins. Allir sem til þekkja vita að nýting vatnsorkunnar í Fjarðará er takmörkuð við þau umhverfissjónarmið sem voru lögð til grundvallar. Áin hefði forgang til vatnsins og pípur allar lagðar í jörðu. Að baki lágu áratugalangar mælingar á vatnsrennsli árinnar og fjöldi ljósmynda sem sýndu útlit fossanna við mismikið rennsli. Það er aulalegt að reyna að gera undirritaðan tortryggilegan vegna þess að hann sé að sunnan. En að halda því fram að ég hafi búið mína bæjarstjóratíð í Hafnarfirði er rakalaus lygi sem ber vott um virðingarleysi fyrir sannleikanum og er til þess eins fallið að kasta rýrð á alla sem kenna sig við náttúruvernd.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun