Gagnslítil OECD-skýrsla 9. október 2006 18:00 Nýverið kom út ársrit OECD um menntamál sem oft er vitnað í. Ég vara við því án vandlegrar skoðunar. Ritið er misvísandi og það sama gildir um flestar aðrar skýrslur stofnunarinnar um menntamál. Þetta eru vísbendingar (indicators) í einni svipan (at a glance). Orðavalið gefur tilefni til að ætla að hér sé um að ræða eins konar stikkorðaskýrslu. Auðvelt er að fela sig á bak við titilinn ef með þarf þar sem litlar kröfur eru gerðar til upplýsinga sem kalla sig vísbendingar. Skýrslan er unnin af Efnahags- og framfarastofnuninni. Efnahagsmál eru aðalviðfangsefni hennar og samfélagsmál eru skoðuð með tilliti til peninga enda stendur skammstöfunin fyrir Organization for Economic Co-operation and Development. Orðið development er yfirleitt þýtt sem þróun en miðað við verksvið mætti skipta út "þróun" fyrir "breytingu" (e. change). Fólk myndi þá betur átta sig á að stofnunin fæst við eftirfarandi: að hjálpa stjórnsýslunni að spara peninga. Skýrslurnar eru fyrst og fremst tölfræði og gagna að mestu aflað hjá embættismönnum í viðkomandi landi. Enn fremur ætti að leita til þeirra sem þekkja skólastarf og fá frá þeim upplýsingar. Skortur er á nýlegum gögnum og í ritinu eru upplýsingar að mestu frá 2003-2004. Sums staðar hafa slæðst inn villur, t.d. er sagt að grunnskólakennarar á Íslandi hafi kennt í 36 vikur eða í 175 daga skólaárið 2003-2004. Hið rétta er að frá árinu 2001 eru kennsludagar grunnskólakennara 180 á ári og kennsluvikur 38. Talnavillur sem berast inn í skýrslur OECD eru frá okkur sjálfum komnar. Þær eru þó ekki það sem mér finnst gagnrýnisverðast. Verri er aðferðafræðin og hversu mjög við reiðum okkur á þessar skýrslur þrátt fyrir þröngt sjónarhorn. Ekki er allt jafngagnslítið sem frá OECD kemur. Til viðmiðunar má nefna aðra nýlega skýrslu stofnunarinnar sem fjallar um háskólamenntun og ber af eins og gull af eiri. Við gerð hennar var Ísland eitt þrettán landa (af alls 24) sem sótt var heim, enda úttektin gerð að beiðni íslenskra stjórnvalda. Bakgrunnsupplýsingar eru ítarlegar og tekið tillit til sérstöðu landsins. Hérlendis höfum við verið stolt af fjáraustri í grunnskólann samkvæmt OECD. En ef við tökum með í dæmið lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar og fjölda fámennra skóla þá verður útkoman önnur. Það er ekki bara við OECD að sakast. Fjölmiðlar fjalla um grunnskólaútgjöldin án þess að kafa dýpra. Örlítið aftar í skýrslunni kemur fram að kostnaður á hvern grunnskólanemanda á Íslandi sé miðlungs mikill miðað við samanburðarlöndin. Það er ekki heldur við OECD að sakast að við skulum ætla skýrslunni svona mikið vægi. Í ljósi nýrra áherslna í rannsóknum og skýrslugerð er þó tímabært að stofnunin sé spurð hvort aðferðir hennar séu ekki úreltar. Þótt OECD leggi í orði áherslu á samtengingu félags- og efnahagslegra þátta verður hið efnahagslega alltaf ofan á. Oftrú á skýrslur sem unnar eru á afar þröngum forsendum er heimskuleg. Vel unnar skýrslur geta reynst mikilvægt hjálpartæki við ákvarðanir og stefnumótun. Vondar skýrslur eru það ekki. Höfundur er ritstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Nýverið kom út ársrit OECD um menntamál sem oft er vitnað í. Ég vara við því án vandlegrar skoðunar. Ritið er misvísandi og það sama gildir um flestar aðrar skýrslur stofnunarinnar um menntamál. Þetta eru vísbendingar (indicators) í einni svipan (at a glance). Orðavalið gefur tilefni til að ætla að hér sé um að ræða eins konar stikkorðaskýrslu. Auðvelt er að fela sig á bak við titilinn ef með þarf þar sem litlar kröfur eru gerðar til upplýsinga sem kalla sig vísbendingar. Skýrslan er unnin af Efnahags- og framfarastofnuninni. Efnahagsmál eru aðalviðfangsefni hennar og samfélagsmál eru skoðuð með tilliti til peninga enda stendur skammstöfunin fyrir Organization for Economic Co-operation and Development. Orðið development er yfirleitt þýtt sem þróun en miðað við verksvið mætti skipta út "þróun" fyrir "breytingu" (e. change). Fólk myndi þá betur átta sig á að stofnunin fæst við eftirfarandi: að hjálpa stjórnsýslunni að spara peninga. Skýrslurnar eru fyrst og fremst tölfræði og gagna að mestu aflað hjá embættismönnum í viðkomandi landi. Enn fremur ætti að leita til þeirra sem þekkja skólastarf og fá frá þeim upplýsingar. Skortur er á nýlegum gögnum og í ritinu eru upplýsingar að mestu frá 2003-2004. Sums staðar hafa slæðst inn villur, t.d. er sagt að grunnskólakennarar á Íslandi hafi kennt í 36 vikur eða í 175 daga skólaárið 2003-2004. Hið rétta er að frá árinu 2001 eru kennsludagar grunnskólakennara 180 á ári og kennsluvikur 38. Talnavillur sem berast inn í skýrslur OECD eru frá okkur sjálfum komnar. Þær eru þó ekki það sem mér finnst gagnrýnisverðast. Verri er aðferðafræðin og hversu mjög við reiðum okkur á þessar skýrslur þrátt fyrir þröngt sjónarhorn. Ekki er allt jafngagnslítið sem frá OECD kemur. Til viðmiðunar má nefna aðra nýlega skýrslu stofnunarinnar sem fjallar um háskólamenntun og ber af eins og gull af eiri. Við gerð hennar var Ísland eitt þrettán landa (af alls 24) sem sótt var heim, enda úttektin gerð að beiðni íslenskra stjórnvalda. Bakgrunnsupplýsingar eru ítarlegar og tekið tillit til sérstöðu landsins. Hérlendis höfum við verið stolt af fjáraustri í grunnskólann samkvæmt OECD. En ef við tökum með í dæmið lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar og fjölda fámennra skóla þá verður útkoman önnur. Það er ekki bara við OECD að sakast. Fjölmiðlar fjalla um grunnskólaútgjöldin án þess að kafa dýpra. Örlítið aftar í skýrslunni kemur fram að kostnaður á hvern grunnskólanemanda á Íslandi sé miðlungs mikill miðað við samanburðarlöndin. Það er ekki heldur við OECD að sakast að við skulum ætla skýrslunni svona mikið vægi. Í ljósi nýrra áherslna í rannsóknum og skýrslugerð er þó tímabært að stofnunin sé spurð hvort aðferðir hennar séu ekki úreltar. Þótt OECD leggi í orði áherslu á samtengingu félags- og efnahagslegra þátta verður hið efnahagslega alltaf ofan á. Oftrú á skýrslur sem unnar eru á afar þröngum forsendum er heimskuleg. Vel unnar skýrslur geta reynst mikilvægt hjálpartæki við ákvarðanir og stefnumótun. Vondar skýrslur eru það ekki. Höfundur er ritstjóri.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun