Akureyringar kafsigldu dapra Breiðhyltinga 9. október 2006 07:15 Það var rífandi stemmning KA-heimilinu á Akureyri í gær þegar samnefnt lið bæjarnafninu tók á móti ÍR í fyrsta heimaleiknum sem sameinað lið KA og Þórs. Greinilegt er með öllu að þessir sameinuðu kraftar hafa nú myndað sterkt handboltalið sem er með dyggann stuðning allra bæjarbúa með sér og er ljóst að það verður erfitt fyrir öll lið að mæta í gryfjuna sem KA-heimilið er. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en í stöðunni 5-5 skildust leiðir og heimamenn tóku að síga fram úr. Þeir bættu við forystu sína jafnt og þétt og eftir frábæran kafla undir lok fyrri hálfleiks höfðu þeir yfir 17-9 en með frábærri vörn hrökk markvarslan i gang og Akureyringar skoruðu meðal annars sex mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Munurinn hélst í síðari hálfleiknum, Norðanmenn náðu mest ellefu marka forskoti og það gekk hvorki né rak hjá Breiðhyltingum sem létu skapið algjörlega hlaupa með sig í gönur þar sem þeir eyddu allt of miklu púðri í að kvarta í dómurunum í stað þess að einbeita sér að því að laga laskaðan leik sinn. Þrátt fyrir að slaka örlítið á klónni undir lokin var sigur Akureyringa aldrei í hættu. Samheldnin, með frábæran stuðning áhorfenda á bakvið sig, dreif liðið áfram og liðið hafði að lokum verðskuldaðan níu marka sigur, 33-24. "Ég er ánægður með leikinn í heild sinni en ég hefði viljað enda þetta betur og vinna með meiri mun. Það kom upp ákveðið kæruleysi þegar við vorum komnir með gott forskot en ég er kannski bara svona frekur, maður vill alltaf meira en vissulega er ég ánægður með sigurinn," sagði glaðbeittur Sævar Árnason, þjálfari Akureyrar, áður en hann þakkaði áhorfendum kærlega fyrir stuðninginn. Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Það var rífandi stemmning KA-heimilinu á Akureyri í gær þegar samnefnt lið bæjarnafninu tók á móti ÍR í fyrsta heimaleiknum sem sameinað lið KA og Þórs. Greinilegt er með öllu að þessir sameinuðu kraftar hafa nú myndað sterkt handboltalið sem er með dyggann stuðning allra bæjarbúa með sér og er ljóst að það verður erfitt fyrir öll lið að mæta í gryfjuna sem KA-heimilið er. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en í stöðunni 5-5 skildust leiðir og heimamenn tóku að síga fram úr. Þeir bættu við forystu sína jafnt og þétt og eftir frábæran kafla undir lok fyrri hálfleiks höfðu þeir yfir 17-9 en með frábærri vörn hrökk markvarslan i gang og Akureyringar skoruðu meðal annars sex mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Munurinn hélst í síðari hálfleiknum, Norðanmenn náðu mest ellefu marka forskoti og það gekk hvorki né rak hjá Breiðhyltingum sem létu skapið algjörlega hlaupa með sig í gönur þar sem þeir eyddu allt of miklu púðri í að kvarta í dómurunum í stað þess að einbeita sér að því að laga laskaðan leik sinn. Þrátt fyrir að slaka örlítið á klónni undir lokin var sigur Akureyringa aldrei í hættu. Samheldnin, með frábæran stuðning áhorfenda á bakvið sig, dreif liðið áfram og liðið hafði að lokum verðskuldaðan níu marka sigur, 33-24. "Ég er ánægður með leikinn í heild sinni en ég hefði viljað enda þetta betur og vinna með meiri mun. Það kom upp ákveðið kæruleysi þegar við vorum komnir með gott forskot en ég er kannski bara svona frekur, maður vill alltaf meira en vissulega er ég ánægður með sigurinn," sagði glaðbeittur Sævar Árnason, þjálfari Akureyrar, áður en hann þakkaði áhorfendum kærlega fyrir stuðninginn.
Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira