Ákall til verndar Jökulsánum 5. október 2006 05:00 Herförin gegn Jökulsám Skagafjarðar er komin á fulla ferð á ný. Á fundi skipulagsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 19. sept. sl. samþykktu fulltrúar Samfylkingar og Framsóknarflokks breytingu á aðalskipulagstillögunni sem nú er til meðferðar hjá sveitarfélaginu: Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að í aðalskipulagi verði gert ráð fyrir og sýnd möguleg svæði til virkjunar Héraðsvatna þ.e.a.s. við Skatastaði og Villinganes. Þessi samþykkt hefur mikla þýðingu sökum þess að hún er það eina sem stendur í vegi fyrir virkjun Jökulsánna í Skagafirði. En virkjun þeirra er líklega ein forsenda þess að hægt verði að reisa álver á Húsavík. Þessi samþykkt er vitaskuld eftir yfirlýstum markmiðum Framsóknarflokksins um eflingu stóriðju hérlendis en gengur þvert gegn nýjustu markmiðum Samfylkingar um Fagra Ísland. Allt bendir til að Jökulsárnar í Skagafirði geti orðið næstu fórnarlömb virkjana- og stóriðjugræðginnar. Aðalskipulag fyrir Skagafjörð hefur verið í vinnslu undanfarin ár og hart deilt um virkjanir í Jökulsánum. Vinstri grænir vilja friða Jökulsárnar gegn virkjunum. Eignarhaldsfélagið Héraðsvötn hefur þegar tryggt sér virkjunarrétt við Villinganes en félagið er að meirihluta í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og RARIK hf. Þessi virkjun hefur þegar farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum og fengið tilskilin leyfi frá umhverfisráðuneyti og iðnaðarráðuneyti. Umræðu og frekari aðkomu almennings að þeirri framkvæmd er lagalega lokið. Aðeins hefur strandað á að sveitarstjórnir Skagafjarðar gæfu grænt ljós á framkvæmdina. Með því að setja virkjunina inn á aðalskipulag er þeirri hindrun rutt úr vegi. Fari Villinganesvirkjun inn á aðalskipulag verður virkjanaleyfið sjálft dýrmæt söluvara, að virði hundraða milljóna ef ekki milljarða króna. Þetta vita forystumenn KS og RARIK og hugsa sér gott til glóðarinnar. Sömu aðilar ásamt Landsvirkjun hafa einnig sótt um rannsóknaleyfi til virkjana við Skatastaði, ofar í vatnasviði Jökulsánna. Hvað sem annars má segja um Framsóknarflokkinn hefur hann verið sjálfum sér samkvæmur og sýnt stefnufestu og eindregna afstöðu til eflingar stóriðju hérlendis með tilheyrandi fórnum á náttúru og samfélagi. Mín einlæga von er sú að þau öfl í Samfylkingunni verði ofan á sem gera nú tilraun til að breyta stefnu flokksins í virkjana og stóriðjumálum. En það eru verkin sem tala. Eitt fyrsta skrefið í þeim efnum væri að Samfylkingin standi með Vinstri grænum og öðru baráttufólki fyrir friðun Jökulsánna í Skagafirði. Aðalskipulag sveitarfélags er stefnuyfirlýsing um ráðstöfun lands og náttúruauðlinda. Framkvæmdir við Villinganesvirkjun bíða þess eins að komast á skipulag. Unnendur Jökulsánna í Skagafirði kalla á samstöðu til verndar Jökulsánum. Við hvetjum til baráttu gegn öllum tilraunum til að setja umræddar virkjanir inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Herförin gegn Jökulsám Skagafjarðar er komin á fulla ferð á ný. Á fundi skipulagsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 19. sept. sl. samþykktu fulltrúar Samfylkingar og Framsóknarflokks breytingu á aðalskipulagstillögunni sem nú er til meðferðar hjá sveitarfélaginu: Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að í aðalskipulagi verði gert ráð fyrir og sýnd möguleg svæði til virkjunar Héraðsvatna þ.e.a.s. við Skatastaði og Villinganes. Þessi samþykkt hefur mikla þýðingu sökum þess að hún er það eina sem stendur í vegi fyrir virkjun Jökulsánna í Skagafirði. En virkjun þeirra er líklega ein forsenda þess að hægt verði að reisa álver á Húsavík. Þessi samþykkt er vitaskuld eftir yfirlýstum markmiðum Framsóknarflokksins um eflingu stóriðju hérlendis en gengur þvert gegn nýjustu markmiðum Samfylkingar um Fagra Ísland. Allt bendir til að Jökulsárnar í Skagafirði geti orðið næstu fórnarlömb virkjana- og stóriðjugræðginnar. Aðalskipulag fyrir Skagafjörð hefur verið í vinnslu undanfarin ár og hart deilt um virkjanir í Jökulsánum. Vinstri grænir vilja friða Jökulsárnar gegn virkjunum. Eignarhaldsfélagið Héraðsvötn hefur þegar tryggt sér virkjunarrétt við Villinganes en félagið er að meirihluta í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og RARIK hf. Þessi virkjun hefur þegar farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum og fengið tilskilin leyfi frá umhverfisráðuneyti og iðnaðarráðuneyti. Umræðu og frekari aðkomu almennings að þeirri framkvæmd er lagalega lokið. Aðeins hefur strandað á að sveitarstjórnir Skagafjarðar gæfu grænt ljós á framkvæmdina. Með því að setja virkjunina inn á aðalskipulag er þeirri hindrun rutt úr vegi. Fari Villinganesvirkjun inn á aðalskipulag verður virkjanaleyfið sjálft dýrmæt söluvara, að virði hundraða milljóna ef ekki milljarða króna. Þetta vita forystumenn KS og RARIK og hugsa sér gott til glóðarinnar. Sömu aðilar ásamt Landsvirkjun hafa einnig sótt um rannsóknaleyfi til virkjana við Skatastaði, ofar í vatnasviði Jökulsánna. Hvað sem annars má segja um Framsóknarflokkinn hefur hann verið sjálfum sér samkvæmur og sýnt stefnufestu og eindregna afstöðu til eflingar stóriðju hérlendis með tilheyrandi fórnum á náttúru og samfélagi. Mín einlæga von er sú að þau öfl í Samfylkingunni verði ofan á sem gera nú tilraun til að breyta stefnu flokksins í virkjana og stóriðjumálum. En það eru verkin sem tala. Eitt fyrsta skrefið í þeim efnum væri að Samfylkingin standi með Vinstri grænum og öðru baráttufólki fyrir friðun Jökulsánna í Skagafirði. Aðalskipulag sveitarfélags er stefnuyfirlýsing um ráðstöfun lands og náttúruauðlinda. Framkvæmdir við Villinganesvirkjun bíða þess eins að komast á skipulag. Unnendur Jökulsánna í Skagafirði kalla á samstöðu til verndar Jökulsánum. Við hvetjum til baráttu gegn öllum tilraunum til að setja umræddar virkjanir inn á aðalskipulag sveitarfélagsins.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar