Segja hæfari umsækjendur hafa verið sniðgengna 25. september 2006 03:30 Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Félagsráðgjafar eru afar ósáttir við ráðningu nýs sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og segja að gengið hafi verið framhjá hæfari umsækendum. Páll Ólafsson, formaður Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa, segir synd að gengið hafi verið framhjá hæfari félagsráðgjöfum þegar Stella K. Víðisdóttir var ráðin í starf sviðsstjóra velferðarsviðs. „Ég óttast einnig að með því að ráða viðskiptafræðing í þetta starf eigi að fara að færa áherslu þessa viðkvæma málaflokks yfir á fjármálin.“ Páll segir mikla óánægju meðal félagsráðgjafa, sérstaklega þar sem einstaklingar með doktorspróf í faginu hafi sótt um stöðuna. „Félagsráðgjafar vinna í viðkvæmum málaflokkum og það er mikilvægt fyrir okkur að hafa yfirmenn sem sýna hugmyndafræði okkar skilning.“ Þess má geta að um 60 félagsráðgjafar vinna á velferðarsviði Reykjavíkurborgar og forveri Stellu, Lára Björnsdóttir, var félagsráðgjafi að mennt. „Stéttarfélag félagsráðgjafa mun senda borgarstjóra og borgarráði bréf þar sem skorað verður á yfirmann í velferðarmálum að endurskoða ráðninguna. Þá mun stéttarfélagið aðstoða okkar félagsmenn sem ekki fengu ráðningu við að leita réttar sins.“ Páll Ólafsson félagsráðgjafi Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir nýráðnum sviðsstjóra ekki mikinn greiða gerðan með því að keyra ráðninguna í gegn án samanburðar á hæfni og reynslu. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fóru fram á sundurliðaðan samanburð á þeim fimm umsækjendum sem voru metnir hæfastir en meirihlutinn varð ekki við þeirri beiðni. Dagur segir hið opinbera þurfa að hafa sig allt við í samkeppni um hæft fólk og óttast að þessi málsmeðferð verði til þess að fæla hæft fólk frá því að sækja um stöður hjá borginni í framtíðinni. Gísli Marteinn Baldursson, formaður borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segir faghóp hafa farið yfir alla umsækjendur og tekið viðtöl. „Það var samdóma álit faghópsins að Stella væri hæfust í starfið og mér finnst að minnihlutinn ætti að fagna því að hæft fólk sé ráðið til starfa í stað þess að slá pólitískar keilur. Það hefði ekki verið faglegt ef borgarráð hefði farið gegn þeirri niðurstöðu sem faghópurinn komst að.“ Gísli Marteinn segir hvorki félagsráðgjafa né aðra þurfa að óttast að faglegt starf velferðarsviðs fari halloka með ráðningu nýs sviðstjóra. Innlent Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Enn að verja son sinn fyrir kynþáttafordómum eftir andlátið Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Sjá meira
Páll Ólafsson, formaður Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa, segir synd að gengið hafi verið framhjá hæfari félagsráðgjöfum þegar Stella K. Víðisdóttir var ráðin í starf sviðsstjóra velferðarsviðs. „Ég óttast einnig að með því að ráða viðskiptafræðing í þetta starf eigi að fara að færa áherslu þessa viðkvæma málaflokks yfir á fjármálin.“ Páll segir mikla óánægju meðal félagsráðgjafa, sérstaklega þar sem einstaklingar með doktorspróf í faginu hafi sótt um stöðuna. „Félagsráðgjafar vinna í viðkvæmum málaflokkum og það er mikilvægt fyrir okkur að hafa yfirmenn sem sýna hugmyndafræði okkar skilning.“ Þess má geta að um 60 félagsráðgjafar vinna á velferðarsviði Reykjavíkurborgar og forveri Stellu, Lára Björnsdóttir, var félagsráðgjafi að mennt. „Stéttarfélag félagsráðgjafa mun senda borgarstjóra og borgarráði bréf þar sem skorað verður á yfirmann í velferðarmálum að endurskoða ráðninguna. Þá mun stéttarfélagið aðstoða okkar félagsmenn sem ekki fengu ráðningu við að leita réttar sins.“ Páll Ólafsson félagsráðgjafi Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir nýráðnum sviðsstjóra ekki mikinn greiða gerðan með því að keyra ráðninguna í gegn án samanburðar á hæfni og reynslu. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fóru fram á sundurliðaðan samanburð á þeim fimm umsækjendum sem voru metnir hæfastir en meirihlutinn varð ekki við þeirri beiðni. Dagur segir hið opinbera þurfa að hafa sig allt við í samkeppni um hæft fólk og óttast að þessi málsmeðferð verði til þess að fæla hæft fólk frá því að sækja um stöður hjá borginni í framtíðinni. Gísli Marteinn Baldursson, formaður borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segir faghóp hafa farið yfir alla umsækjendur og tekið viðtöl. „Það var samdóma álit faghópsins að Stella væri hæfust í starfið og mér finnst að minnihlutinn ætti að fagna því að hæft fólk sé ráðið til starfa í stað þess að slá pólitískar keilur. Það hefði ekki verið faglegt ef borgarráð hefði farið gegn þeirri niðurstöðu sem faghópurinn komst að.“ Gísli Marteinn segir hvorki félagsráðgjafa né aðra þurfa að óttast að faglegt starf velferðarsviðs fari halloka með ráðningu nýs sviðstjóra.
Innlent Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Enn að verja son sinn fyrir kynþáttafordómum eftir andlátið Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Sjá meira