Væri ekki líft í Kópavogi hefði Breiðablik fallið 25. september 2006 11:45 „Þetta var rosalega gaman og mikill léttir að við náðum að halda okkur uppi. Það var búið að vera mikið stress en svo enduðu allir leikir okkur í hag. Fimmta sætið er betra en ég bjóst við fyrir tímabilið,“ sagði Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Breiðabliks, við Fréttablaðið í gær. Blikar unnu Keflavík 2-1 á laugardaginn í lokaumferðinni og björguðu sér ekki aðeins frá falli heldur tryggðu þeir sér fimmta sætið. Steinþór var mjög sprækur í leiknum og er hann leikmaður umferðarinnar. Hann fiskaði m.a. vítaspyrnuna sem Arnar Grétarsson skoraði annað mark Breiðabliks úr. „Það var mikið fagnað eftir leikinn, uppskeruhátíð Breiðabliks var um kvöldið og þar var mikil stemning. Ég verð að viðurkenna það að ég bjóst við Keflvíkingum sterkari. Í fyrri hálfleik áttu þeir ekki færi og voru ekkert að skapa sér. Það er kannski skiljanlegt að einhverju leyti þar sem þeir höfðu að engu að keppa,“ sagði Steinþór. Hann er á 21. aldursári og á landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands. Hann hóf sinn feril í Fylki en ungur að árum fór hann í Breiðablik. „Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu í sumar, ég lenti í meiðslum og missti af nokkrum leikjum en fyrir utan það er ég mjög ánægður,“ sagði Steinþór. „Öll lið í deildinni nánast hafa verið að vinna og tapa til skiptis í sumar og það sama á við um okkur. það hefur skort ákveðinn stöðugleika en við höfum verið ótrúlega óheppnir í mörgum af þessum leikjum.“ Steinþór ber Ólafi Kristjánssyni vel söguna en Ólafur tók við liðinu af Bjarna Jóhannsyni þegar það var í fallsæti. „Óli hefur reynst okkur vel, hann kom með nýjar áherslur inn í þetta og þær hafa virkað. Liðið hefur verið að spila betur eftir að hann kom,“ sagði Steinþór og segist vilja sjá liðið enda ofar á næsta tímabili. „Við verðum að stefna hærra, lenda ofar en í ár. Væri ekki leiðinlegt að ná að blanda sér í einhvern slag ofarlega á töflunni.“ Steinþór er frægur fyrir að taka mjög löng innköst með því að skella sér í flikk-flakk stökk og hefur það vakið mikla athygli. „Þetta byrjaði af viti með U17 landsliðinu. Ég var eitthvað búinn að vera að leika mér að þessu og svo var verið að spyrja hver gæti tekið löng innköst. Þá sagði ég að ég gæti gert þetta og þá fór ég að taka svona innköst í leikjum,“ sagði Steinþór. Það verða tvö Kópavogslið í Landsbankadeildinni næsta sumar og því nóg að gera fyrir Steinþór, sem sér um að slá Kópavogsvöll. HK komst upp úr 1. deildinni fyrir skömmu og neitar Steinþór því ekki að það hefði gert fall úr deildinni enn hræðilegra. „Það hefði ekki verið líft í Kópavogi ef við hefðum fallið. Sú staðreynd að HK var búið að tryggja sér upp var ekki til að minnka baráttuna í okkur. Það er samt gaman að fá þá í deildina, það er alltaf skemmtilegast að spila nágrannaslagi. Það hefur ekki farið framhjá okkur að HK-ingum finnst mjög gaman þegar við töpum og auglýsa það mikið. Ég á marga góða vini í HK en þegar á völlinn er komið þá hverfur vináttan,“ sagði Steinþór. Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
„Þetta var rosalega gaman og mikill léttir að við náðum að halda okkur uppi. Það var búið að vera mikið stress en svo enduðu allir leikir okkur í hag. Fimmta sætið er betra en ég bjóst við fyrir tímabilið,“ sagði Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Breiðabliks, við Fréttablaðið í gær. Blikar unnu Keflavík 2-1 á laugardaginn í lokaumferðinni og björguðu sér ekki aðeins frá falli heldur tryggðu þeir sér fimmta sætið. Steinþór var mjög sprækur í leiknum og er hann leikmaður umferðarinnar. Hann fiskaði m.a. vítaspyrnuna sem Arnar Grétarsson skoraði annað mark Breiðabliks úr. „Það var mikið fagnað eftir leikinn, uppskeruhátíð Breiðabliks var um kvöldið og þar var mikil stemning. Ég verð að viðurkenna það að ég bjóst við Keflvíkingum sterkari. Í fyrri hálfleik áttu þeir ekki færi og voru ekkert að skapa sér. Það er kannski skiljanlegt að einhverju leyti þar sem þeir höfðu að engu að keppa,“ sagði Steinþór. Hann er á 21. aldursári og á landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands. Hann hóf sinn feril í Fylki en ungur að árum fór hann í Breiðablik. „Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu í sumar, ég lenti í meiðslum og missti af nokkrum leikjum en fyrir utan það er ég mjög ánægður,“ sagði Steinþór. „Öll lið í deildinni nánast hafa verið að vinna og tapa til skiptis í sumar og það sama á við um okkur. það hefur skort ákveðinn stöðugleika en við höfum verið ótrúlega óheppnir í mörgum af þessum leikjum.“ Steinþór ber Ólafi Kristjánssyni vel söguna en Ólafur tók við liðinu af Bjarna Jóhannsyni þegar það var í fallsæti. „Óli hefur reynst okkur vel, hann kom með nýjar áherslur inn í þetta og þær hafa virkað. Liðið hefur verið að spila betur eftir að hann kom,“ sagði Steinþór og segist vilja sjá liðið enda ofar á næsta tímabili. „Við verðum að stefna hærra, lenda ofar en í ár. Væri ekki leiðinlegt að ná að blanda sér í einhvern slag ofarlega á töflunni.“ Steinþór er frægur fyrir að taka mjög löng innköst með því að skella sér í flikk-flakk stökk og hefur það vakið mikla athygli. „Þetta byrjaði af viti með U17 landsliðinu. Ég var eitthvað búinn að vera að leika mér að þessu og svo var verið að spyrja hver gæti tekið löng innköst. Þá sagði ég að ég gæti gert þetta og þá fór ég að taka svona innköst í leikjum,“ sagði Steinþór. Það verða tvö Kópavogslið í Landsbankadeildinni næsta sumar og því nóg að gera fyrir Steinþór, sem sér um að slá Kópavogsvöll. HK komst upp úr 1. deildinni fyrir skömmu og neitar Steinþór því ekki að það hefði gert fall úr deildinni enn hræðilegra. „Það hefði ekki verið líft í Kópavogi ef við hefðum fallið. Sú staðreynd að HK var búið að tryggja sér upp var ekki til að minnka baráttuna í okkur. Það er samt gaman að fá þá í deildina, það er alltaf skemmtilegast að spila nágrannaslagi. Það hefur ekki farið framhjá okkur að HK-ingum finnst mjög gaman þegar við töpum og auglýsa það mikið. Ég á marga góða vini í HK en þegar á völlinn er komið þá hverfur vináttan,“ sagði Steinþór.
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira