Á móti, til þess að vera á móti? 21. september 2006 06:00 Þá er enn á ný verið að kjósa í stjórn Heimdallar. Ég leit inn á stefnumál framboðanna og gladdist yfir nýju yfirbragði framboðsins blatt.is. Sem dæmi má nefna nýstárlega umhverfisstefnu og meðbyr með fyrningarfresti í kynferðisbrotamálum. Ég las lengra og kem að málefnaflokknum "jöfn tækifæri-ekki jákvæð mismunun". Næst þegar ég tek þátt í bæta stefnuskrá þá ætla ég að hafa það í huga að það er líka hægt að dæla þar inn öllu því sem ég er ósammála. Mín stefnuskrá gæti t.d verið stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, nema með neitunar forskeyti fyrir framan öll málin. Hvað í ósköpunum vill framboð Erlu Óskar Ásgeirsdóttur gera í jafnréttismálum kynjanna? Ég er engu nær þrátt fyrir að framboðið vilji varðveita og styrkja jöfn tækifæri einstaklinga. Það eina sem ég veit er að framboðið styður ekki jákvæða mismunun og kynjakvóta! Ég verð að segja að kynjakvótar eru alltaf neyðarúrræði. Aftur á móti get ég ekki bent á aðra leið sem sýnir betri árangur. Ef við ætlum að ná árangri í jafnréttismálum þá verðum við, því miður, að beita sértækum aðgerðum. Kvennalistinn var á sínum tíma sértæk aðgerð. Sértæk aðgerð til þess að auka hlut kvenna inná Alþingi. Í kjölfarið fjölgaði konum, ekki bara inná Alþingi heldur líka í fjölmiðlum, í stjórnunarstöðum og fl. Þegar Kvennalistinn hætti, þá lækkuðu þessar tölur í kjölfarið. Ef við myndum beita jákvæðri mismunun þegar hennar er þörf kæmi það sér vel fyrir bæði karla og konur. Körlum myndi fjölga í kennarastétt og konum myndi fjölga í bankastjórastöðum. Karlar ráða frekar karla. Til þess að koma í veg fyrir þann vítahring næstu áratugina, að einungis karlar verði bankastjórar og biskupar þá verðum við að beita jákvæðri mismunun, allavega ef við viljum að hæfasti einstaklingurinn komist að! Ef starfsmenn Háskóla Íslands sem stóðu að ráðningu prófessors í tölvunarfræði skor hefðu haft vit á því að beita jákvæðri mismunun hefði ekki karlmaður með miklu minni menntun og reynslu verið ráðin fram yfir þræl menntaða og reynslumikla konu sem Háskólinn hefði notið góðs að í átt að 100 bestu háskólum heims. Ég hef aldrei heyrt um stöðu þar sem kona hefur verið ráðin bara vegna þess að hún er kona. Ef svoleiðis dæmi eru til þá hefur ekki verið staðið rétt að aðgerðinni og ekki hægt að kenna neinum öðrum um en þeim sem réðu í starfið. Jákvæð mismunun er einmitt í takt við ykkar helsta markmið, að ráða hæfasta einstaklingin, sama að hvaða kyni hann er! Það hefur oft verið sagt um Vinstri Græn að þar sé einungis fólk sem er á móti bara til þess að vera á móti. Ég get ekki annað sé en stefnumálaflokkurinn "jöfn tækifæri-ekki jákvæð mismunun" sé ekkert annað en heilt framboð af fólki sem er á móti, bara til þess að vera á móti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þá er enn á ný verið að kjósa í stjórn Heimdallar. Ég leit inn á stefnumál framboðanna og gladdist yfir nýju yfirbragði framboðsins blatt.is. Sem dæmi má nefna nýstárlega umhverfisstefnu og meðbyr með fyrningarfresti í kynferðisbrotamálum. Ég las lengra og kem að málefnaflokknum "jöfn tækifæri-ekki jákvæð mismunun". Næst þegar ég tek þátt í bæta stefnuskrá þá ætla ég að hafa það í huga að það er líka hægt að dæla þar inn öllu því sem ég er ósammála. Mín stefnuskrá gæti t.d verið stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, nema með neitunar forskeyti fyrir framan öll málin. Hvað í ósköpunum vill framboð Erlu Óskar Ásgeirsdóttur gera í jafnréttismálum kynjanna? Ég er engu nær þrátt fyrir að framboðið vilji varðveita og styrkja jöfn tækifæri einstaklinga. Það eina sem ég veit er að framboðið styður ekki jákvæða mismunun og kynjakvóta! Ég verð að segja að kynjakvótar eru alltaf neyðarúrræði. Aftur á móti get ég ekki bent á aðra leið sem sýnir betri árangur. Ef við ætlum að ná árangri í jafnréttismálum þá verðum við, því miður, að beita sértækum aðgerðum. Kvennalistinn var á sínum tíma sértæk aðgerð. Sértæk aðgerð til þess að auka hlut kvenna inná Alþingi. Í kjölfarið fjölgaði konum, ekki bara inná Alþingi heldur líka í fjölmiðlum, í stjórnunarstöðum og fl. Þegar Kvennalistinn hætti, þá lækkuðu þessar tölur í kjölfarið. Ef við myndum beita jákvæðri mismunun þegar hennar er þörf kæmi það sér vel fyrir bæði karla og konur. Körlum myndi fjölga í kennarastétt og konum myndi fjölga í bankastjórastöðum. Karlar ráða frekar karla. Til þess að koma í veg fyrir þann vítahring næstu áratugina, að einungis karlar verði bankastjórar og biskupar þá verðum við að beita jákvæðri mismunun, allavega ef við viljum að hæfasti einstaklingurinn komist að! Ef starfsmenn Háskóla Íslands sem stóðu að ráðningu prófessors í tölvunarfræði skor hefðu haft vit á því að beita jákvæðri mismunun hefði ekki karlmaður með miklu minni menntun og reynslu verið ráðin fram yfir þræl menntaða og reynslumikla konu sem Háskólinn hefði notið góðs að í átt að 100 bestu háskólum heims. Ég hef aldrei heyrt um stöðu þar sem kona hefur verið ráðin bara vegna þess að hún er kona. Ef svoleiðis dæmi eru til þá hefur ekki verið staðið rétt að aðgerðinni og ekki hægt að kenna neinum öðrum um en þeim sem réðu í starfið. Jákvæð mismunun er einmitt í takt við ykkar helsta markmið, að ráða hæfasta einstaklingin, sama að hvaða kyni hann er! Það hefur oft verið sagt um Vinstri Græn að þar sé einungis fólk sem er á móti bara til þess að vera á móti. Ég get ekki annað sé en stefnumálaflokkurinn "jöfn tækifæri-ekki jákvæð mismunun" sé ekkert annað en heilt framboð af fólki sem er á móti, bara til þess að vera á móti.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar