Gagnkvæm virðing, jafnræði og breytilegt samfélag 20. september 2006 06:00 Ég las nýlega grein um konu í blaðinu þar sem hún vildi vita hvert íslenska ríkisstjórnin stefndi varðandi málefni innflytjenda. Hún kom með marga góða punkta í greininni sem væri við hæfi að skoða vandlega. Í mörgum löndum í Evrópu í dag er Evrópusambandið ásamt ríkisstjórnum, sveitarfélögum, félagasamtökum og almenningi að vinna hörðum höndum saman að því að kynna hugtakið ÞÁTTTAKA. Það er að segja að vekja almenning til umhugsunar á mikilvægi þess að hvetja og aðstoða alla í samfélaginu til að vera virkir þátttakendur óháð uppruna, trú, þjóðerni, kynþáttar, litarhætti, útliti o.s.frv. Þetta er nokkuð sem við verðum öll að gera okkur grein fyrir og vera meðvituð um. En sérstaklega ríkisstjórnin. Við verðum að gera öllum kleift að vera með og í leiðinni að fjarlægja það sem heldur okkur í sundur þ.á m. fordóma, misskilning, óþarfa ótta, fáfræði, staðalmyndir, öfgahyggju, hatur o.s.frv. En þetta á að vera gagnkvæmt. Ríkisstjórnin má ekki bíða of lengi fyrir hlutina að byrja að versna áður en þau grípa í taumana eins og hefur oft gerst erlendis. Það margborgar sig að gera ráðstafanir um leið og samfélagið er augljóslega byrjað að breytast. En þau sem ef til vil vilja leggja leið sína hingað eða eru nú þegar hérna þurfa líka að leggja sitt af mörkum og sýna fúsleika til að vera með og það þýðir oft á tíðum hugarfarsbreytingar hjá þeim líka. Svo þurfa ráðamenn að gera sér grein fyrir þvi að í þessu samhengi er alltaf þörf fyrir samstarf við félagasamtök. Í dag er hægt að finna slíkt á Íslandi að nafni Ísland Panorama. Við verðum að gera allt til að forðast það sem við höfum séð gerast í kringum okkur og á öðrum stöðum álfunnar. Við getum gert þetta vel ef við forðumst aðgerðarleysi og bregðumst við tímanlega og það er nú. Ísland er orðið stór partur af svokölluðu alþjóðlegu samfélagi þar sem fólk af mismunandi uppruna þarf daglega að eiga í gagnkvæmum samskiptum. Við þurfum ekki að vera eitthvað hrædd eða fordómafull bara því að sumir eru öðruvísi að sjá. Og þau sem vilja koma þurfa að vera tilbúin fyrir breytingar í lífinu. Sýnum umburðarlyndi og gefum öllum tækifæri. Byggjum betra samfélag sem er öllum í hag og verum til fyrirmyndar. Ríkisstjórn og ráðamenn, ekki fresta nauðsynlegum aðgerðum endalaust. Framkvæmum nú. Næsta ári er Evrópu árið fyrir "Jafnræði fyrir alla" eða European Year of Equal Opportunities. Félagsmálaráðuneytið hyggst taka þátt og vonumst við til þess að þetta verði sýnt í verki. Við höfum engu að tapa og allt til að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég las nýlega grein um konu í blaðinu þar sem hún vildi vita hvert íslenska ríkisstjórnin stefndi varðandi málefni innflytjenda. Hún kom með marga góða punkta í greininni sem væri við hæfi að skoða vandlega. Í mörgum löndum í Evrópu í dag er Evrópusambandið ásamt ríkisstjórnum, sveitarfélögum, félagasamtökum og almenningi að vinna hörðum höndum saman að því að kynna hugtakið ÞÁTTTAKA. Það er að segja að vekja almenning til umhugsunar á mikilvægi þess að hvetja og aðstoða alla í samfélaginu til að vera virkir þátttakendur óháð uppruna, trú, þjóðerni, kynþáttar, litarhætti, útliti o.s.frv. Þetta er nokkuð sem við verðum öll að gera okkur grein fyrir og vera meðvituð um. En sérstaklega ríkisstjórnin. Við verðum að gera öllum kleift að vera með og í leiðinni að fjarlægja það sem heldur okkur í sundur þ.á m. fordóma, misskilning, óþarfa ótta, fáfræði, staðalmyndir, öfgahyggju, hatur o.s.frv. En þetta á að vera gagnkvæmt. Ríkisstjórnin má ekki bíða of lengi fyrir hlutina að byrja að versna áður en þau grípa í taumana eins og hefur oft gerst erlendis. Það margborgar sig að gera ráðstafanir um leið og samfélagið er augljóslega byrjað að breytast. En þau sem ef til vil vilja leggja leið sína hingað eða eru nú þegar hérna þurfa líka að leggja sitt af mörkum og sýna fúsleika til að vera með og það þýðir oft á tíðum hugarfarsbreytingar hjá þeim líka. Svo þurfa ráðamenn að gera sér grein fyrir þvi að í þessu samhengi er alltaf þörf fyrir samstarf við félagasamtök. Í dag er hægt að finna slíkt á Íslandi að nafni Ísland Panorama. Við verðum að gera allt til að forðast það sem við höfum séð gerast í kringum okkur og á öðrum stöðum álfunnar. Við getum gert þetta vel ef við forðumst aðgerðarleysi og bregðumst við tímanlega og það er nú. Ísland er orðið stór partur af svokölluðu alþjóðlegu samfélagi þar sem fólk af mismunandi uppruna þarf daglega að eiga í gagnkvæmum samskiptum. Við þurfum ekki að vera eitthvað hrædd eða fordómafull bara því að sumir eru öðruvísi að sjá. Og þau sem vilja koma þurfa að vera tilbúin fyrir breytingar í lífinu. Sýnum umburðarlyndi og gefum öllum tækifæri. Byggjum betra samfélag sem er öllum í hag og verum til fyrirmyndar. Ríkisstjórn og ráðamenn, ekki fresta nauðsynlegum aðgerðum endalaust. Framkvæmum nú. Næsta ári er Evrópu árið fyrir "Jafnræði fyrir alla" eða European Year of Equal Opportunities. Félagsmálaráðuneytið hyggst taka þátt og vonumst við til þess að þetta verði sýnt í verki. Við höfum engu að tapa og allt til að vinna.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar