Eftirlitssveitin lýsir ekki yfir stríði 7. september 2006 06:45 Liðsmaður sérsveitar stjórnarhersins Þessi hermaður fylgist sérstaklega með hjólhestum, en þeir eru vinsæl flutningatæki fyrir sprengjur og önnur vopn. MYND/photos/afp Norræna eftirlitssveitin, SLMM, mun ekki bregðast við beiðni Tamílatígra síðan á mánudaginn, en hún var þess efnis að skorið yrði úr um hvort eiginlegt stríð væri hafið á eyjunni og hvort vopnahléssamningurinn væri fallinn úr gildi. Þorfinnur Ómarsson, talsmaður SLMM, sagði í viðtali við Fréttablaðið að það væri ekki í verkahring SLMM að rifta friðarsamningum. "Til að vopnahléið falli úr gildi þarf annaðhvort ríkisstjórn Srí Lanka eða Tamílatígrarnir að senda skriflega yfirlýsingu þess efnis til norsku ríkisstjórnarinnar. Norska ríkisstjórnin, sem fer með forræði í friðarferlinu, gæti einnig ákveðið að pakka saman og hætta þessu, en það gerum við ekki." Eftirlitssveitin mun hins vegar senda frá sér á næstu dögum ályktun um hvort ákvæði vopnahléssamningsins hafi verið brotin þegar árásin á vatnsveituna var gerð í síðasta mánuði, en hún tengist núverandi átökum við Sampur. Tamílatígrarnir sögðu í gær á fundi við norska sendiherrann að ef þeim yrði ekki skilað Sampur-svæðinu aftur myndu þeir líta á það sem stríðsyfirlýsingu frá stjórnarhernum. Þorfinnur segir að ef stríð brjótist út og samningnum verði sagt upp með formlegum hætti, njóti SLMM tveggja vikna friðhelgi til að yfirgefa eyjuna. "En ég sé það ekki í stöðunni, ég held að enginn sé að fara að segja þessum samningi upp, báðir aðilar hafa það mikinn hag af honum," sagði Þorfinnur í gær. Erlent Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira
Norræna eftirlitssveitin, SLMM, mun ekki bregðast við beiðni Tamílatígra síðan á mánudaginn, en hún var þess efnis að skorið yrði úr um hvort eiginlegt stríð væri hafið á eyjunni og hvort vopnahléssamningurinn væri fallinn úr gildi. Þorfinnur Ómarsson, talsmaður SLMM, sagði í viðtali við Fréttablaðið að það væri ekki í verkahring SLMM að rifta friðarsamningum. "Til að vopnahléið falli úr gildi þarf annaðhvort ríkisstjórn Srí Lanka eða Tamílatígrarnir að senda skriflega yfirlýsingu þess efnis til norsku ríkisstjórnarinnar. Norska ríkisstjórnin, sem fer með forræði í friðarferlinu, gæti einnig ákveðið að pakka saman og hætta þessu, en það gerum við ekki." Eftirlitssveitin mun hins vegar senda frá sér á næstu dögum ályktun um hvort ákvæði vopnahléssamningsins hafi verið brotin þegar árásin á vatnsveituna var gerð í síðasta mánuði, en hún tengist núverandi átökum við Sampur. Tamílatígrarnir sögðu í gær á fundi við norska sendiherrann að ef þeim yrði ekki skilað Sampur-svæðinu aftur myndu þeir líta á það sem stríðsyfirlýsingu frá stjórnarhernum. Þorfinnur segir að ef stríð brjótist út og samningnum verði sagt upp með formlegum hætti, njóti SLMM tveggja vikna friðhelgi til að yfirgefa eyjuna. "En ég sé það ekki í stöðunni, ég held að enginn sé að fara að segja þessum samningi upp, báðir aðilar hafa það mikinn hag af honum," sagði Þorfinnur í gær.
Erlent Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira